Ferill 554. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 666  —  554. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um bið eftir afplánun.

Frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.


    Hyggst ráðherra grípa til aðgerða til að stytta biðlista fanga eftir afplánun í fangelsum landsins? Hver er meðalbiðtími dæmdra manna eftir því að hefja afplánun frá því að dómur féll? Telur ráðherra langa bið dæmdra manna eftir afplánun samræmast því að fangelsisdómar hafi tilætluð varnaðaráhrif?


Munnlegt svar óskast.