Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 675  —  1. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2024.

Frá 2. minni hluta fjárlaganefndar (KFrost).


Breytingar á sundurliðun 1:
     1.      Liðurinn 111.1.0 Tekjuskattur einstaklinga og staðgreiðsla hækki um 8.000,0 m.kr.
     2.      Liðurinn 111.3 Fjármagnstekjuskattur hækki um 6.500,0 m.kr.
     3.      Liðurinn 116.1.6 Gjald á bankastarfsemi hækki um 5.000,0 m.kr.
     4.      Liðurinn 141.5.20 Veiðigjald fyrir veiðiheimildir hækki um 5.000,0 m.kr.

Skv. frv.
m.kr.
Breyting
m.kr.
Samtals
m.kr.
Breytingar á sundurliðun 2:
12 Landbúnaður
     5.      Við 12.10 Stjórnun landbúnaðarmála
a. Rekstrartilfærslur
18.418,2 2.000,0 20.418,2
b. Framlag úr ríkissjóði
20.413,6 2.000,0 22.413,6
31 Húsnæðis- og skipulagsmál
     6.      Við 31.10 Húsnæðismál
    09 Fjármála- og efnahagsráðuneyti
a. Rekstrartilfærslur
2.800,0 1.400,0 4.200,0
b. Framlag úr ríkissjóði
2.800,0 1.400,0 4.200,0
    10 Innviðaráðuneyti
c. Rekstrartilfærslur
9.053,2 1.000,0 10.053,2
d. Framlag úr ríkissjóði
20.070,0 1.000,0 21.070,0

Greinargerð.

    Í 1. tölul. er gerð tillaga um 8.000 m.kr. hækkun skatta af launatekjum með því að koma í veg fyrir að launatekjur séu ranglega skráðar sem fjármagnstekjur.
    Í 2. tölul. er gerð tillaga um 6.500 m.kr. hækkun fjármagnstekjuskatts.
    Í 3. tölul. er gerð tillaga um að liðurinn 116.1.6 Gjald á bankastarfsemi hækki um 5.000 m.kr.
    Í 4. tölul. er gerð tillaga um 5.000 m.kr. hækkun veiðigjalda, m.a. með því að endurskoða frádráttarheimildir frá veiðigjaldsstofni og hækka prósentuna.
    Í 5. tölul. er gerð tillaga um 2.000 m.kr. tímabundinn stuðning við bændur með þunga vaxtabyrði.
    Í a-lið 6. tölul. er gerð tillaga um 1.400 m.kr. hækkun vaxtabóta.
    Í c-lið 6. tölul. er gerð tillaga um 1.000 m.kr. hækkun húsnæðisbóta.