Ferill 563. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 698  —  563. mál.




Fyrirspurn


til menningar- og viðskiptaráðherra um Ríkisútvarpið og áfengisauglýsingar.

Frá Eyjólfi Ármannssyni.


     1.      Telur ráðherra eðlilegt að Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu, sem á að stuðla að félagslegri samheldni í íslensku samfélagi skv. 1. gr. laga um Ríkisútvarpið, birti auglýsingar um ólöglega netsölu áfengis, sem er í andstöðu við einkasölu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, sbr. auglýsingu sante.is í útvarpi Rásar 2 morguninn 6. desember sl.?
     2.      Telur ráðherra að fyrrnefndar auglýsingar brjóti í bága við 20. gr. áfengislaga, sem fjallar um bann við auglýsingum á áfengi og upplýsingum um þjónustu tengda því, eða 37. gr. laga um fjölmiðla, sem kveður m.a. á um bann við duldum viðskiptaboðum og bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi?
     3.      Hvað hafa fyrirtæki sem selja áfengi í vefsölu greitt háar fjárhæðir samtals til Ríkisútvarpsins vegna auglýsinga á árinu 2023?


Skriflegt svar óskast.