Ferill 450. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 770  —  450. mál.




Frumvarp til laga


um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun, nr. 160/2011 (breytingar á úthlutunarreglum).

(Eftir 2. umræðu, 13. des.)


1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
     a.      2. mgr. orðast svo:
                  Framleiðandi á svæði 1, sbr. 2. mgr. 4. gr., fær 10% endurgreiðslu af flutningskostnaði á vöru ef lengd ferðar er a.m.k. 150 km en 15% ef ferð er lengri en 390 km. Framleiðandi á svæði 2, sbr. 2. mgr. 4. gr., fær allt að 20% endurgreiðslu af flutningskostnaði á vöru ef lengd ferðar er 150–390 km en allt að 30% ef ferð er lengri en 390 km.
     b.      Við 4. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ekki skal lækka hlutföll samþykktra umsókna sem eru undir 1,25% af fjárveitingu hvers árs né lækka samþykktar umsóknir niður fyrir 1,25% af fjárveitingu hvers árs hjá sama aðila.

2. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Ráðherra skal fyrir árslok 2024 gefa Alþingi skýrslu sem felur í sér áætlun um hvernig styrkir til jöfnunar á flutningskostnaði olíuvara verði lækkaðir í þrepum og að lokum felldir niður á gildistíma laganna.


3. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2024.