Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 775, 154. löggjafarþing 181. mál: póstþjónusta (úrbætur á póstmarkaði).
Lög nr. 112 22. desember 2023.

Lög um breytingu á lögum um póstþjónustu, nr. 98/2019 (úrbætur á póstmarkaði).


1. gr.

     Í stað orðanna „Póst- og fjarskiptastofnun“ í 1. mgr. og „Póst- og fjarskiptastofnunar“ í 5. mgr. 5. gr. laganna og hvarvetna annars staðar í lögunum nema í d-lið 7. gr. og ákvæði til bráðabirgða I kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Byggðastofnun.

2. gr.

     D-liður 7. gr. laganna orðast svo: Rekstrargjald hafi verið greitt, eða samið um greiðslu á því, í samræmi við lög þessi.

3. gr.

     D-liður 8. tölul. 1. mgr. 47. gr. laganna orðast svo: Innleiðingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/644 um bögglaútburðarþjónustu yfir landamæri og innleiðingu framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1263 um eyðublöð fyrir veitendur bögglaútburðarþjónustu til að leggja fram upplýsingar samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/644.

4. gr.

     Á eftir 47. gr. laganna kemur ný grein, 47. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Innleiðing.
     Lög þessi fela í sér heimild til að innleiða reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/644 frá 18. apríl 2018 um bögglaútburðarþjónustu yfir landamæri og framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/1263 frá 20. september 2018 um eyðublöð fyrir veitendur bögglaútburðarþjónustu til að leggja fram upplýsingar samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/644. Reglugerðir þessar voru teknar upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 246/2021 frá 24. september 2021 um breytingu á XI. viðauka við EES-samninginn (Rafræn fjarskipti, hljóð- og myndmiðlun og upplýsingasamfélagið) frá 2. maí 1992.

5. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 13. desember 2023.