Ferill 468. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 786  —  468. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við breytingartillögu á þingskjali 781 [skattar og gjöld].

Frá Teiti Birni Einarssyni.


    Við 17. tölul. bætist nýr stafliður, svohljóðandi:
    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Á tímabilinu 1. janúar 2024 til og með 31. desember 2025 er skattaðila, sem er handhafi starfsleyfis til rekstrar ökutækjaleigu skv. 3. gr. laga um leigu skráningarskyldra ökutækja, nr. 65/2015, heimilt við endursölu rafmagns-, vetnis- eða tengiltvinnbifreiðar að undanþiggja frá skattskyldri veltu:
     1.      Að hámarki 5.500.000 kr. vegna rafmagns- og vetnisbifreiðar.
     2.      Að hámarki 2.000.000 kr. vegna tengiltvinnbifreiðar.
    Heimild skv. 1. mgr. er bundin eftirfarandi skilyrðum:
     1.      Að skattaðili hafi eignast bifreiðina 1. janúar 2021 eða síðar.
     2.      Að virðisaukaskattur hafi verið felldur niður við innflutning eða fyrstu sölu bifreiðarinnar á grundvelli 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XXIV.
     3.      Að skattaðili geti lagt fram reikninga eða önnur gögn til Skattsins sem staðfesta framangreint.

Greinargerð.

    Gerð er tillaga um að skattaðilum sem hafa starfsleyfi til rekstrar ökutækjaleigu verði heimilt við endursölu að undanþiggja frá skattskyldri veltu að hámarki 5.500.000 kr. vegna rafmagns- og vetnisbifreiðar og að hámarki 2.000.000 kr. vegna tengiltvinnbifreiðar.
    Þá er gerð tillaga um að heimild skv. 1. tölul. sé bundin þeim skilyrðum að bifreiðin hafi verið keypt eftir 1. janúar 2021, að virðisaukaskattur hafi verið felldur niður við kaupin og að hægt sé að leggja fram reikninga eða önnur gögn til Skattsins sem staðfesta framangreint.