Ferill 557. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 864  —  557. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Diljá Mist Einarsdóttur um handtöku og afhendingu einstaklinga til Íslands.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu margir einstaklingar hafa verið handteknir og afhentir til Íslands frá gildistöku laga nr. 51/2016? Svar óskast sundurliðað eftir því frá hvaða ríkjum þeir voru afhentir, ástæðu afhendingar og þeim afbrotum sem lágu henni til grundvallar?

    Við vinnslu svarsins óskaði ráðuneytið eftir upplýsingum frá embætti ríkissaksóknara.
    Frá gildistöku laga nr. 51/2016, um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar, hafa sex einstaklingar verið handteknir og afhentir til Íslands, ýmist á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar (EAW) eða norrænnar handtökuskipunar (NAW), og sundurliðast það svo:

Frá hvaða ríki Ástæða afhendingar Afbrot EAW/NAW
Noregi Meðferð máls Kynferðisbrot o.fl. NAW
Svíþjóð Meðferð máls Kynferðisbrot NAW
Finnlandi Meðferð máls Kynferðisbrot o.fl. NAW
Lettlandi Meðferð máls Fíkniefnalagabrot EAW
Króatíu Meðferð máls Brot í opinberu starfi EAW
Spáni Meðferð máls Fíkniefnalagabrot EAW