Ferill 470. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 890  —  470. mál.




Svar


umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra við fyrirspurn frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur um vatnsréttindi.


     1.      Hvernig er það tryggt með lögum að almenningur hafi aðgang að vatni?
    Fyrirspurnin er á málefnasviði innviðaráðuneytis.

     2.      Hefur sú staða komið upp að sveitarfélög hafi þurft að kaupa vatn af einkaaðilum til að tryggja íbúum vatn til afnota?
    Fyrirspurnin er á málefnasviði innviðaráðuneytis.

     3.      Er vatnsveitum skylt að selja sveitarfélögum eða almenningi vatn?
    Fyrirspurnin er á málefnasviði innviðaráðuneytis.

     4.      Hvaða reglur gilda um verðlagningu á því vatni sem vatnsveitur selja?
    Fyrirspurnin er á málefnasviði innviðaráðuneytis.

     5.      Hvaða reglur gilda um töku vatns, þegar vatnsból nær undir fleiri en eina jörð, til að tryggja að vatnstaka rýri ekki rétt aðliggjandi jarða?
    Vatnalög, nr. 15/1923, hafa að geyma almenn ákvæði um vatnsréttindi. Samkvæmt 2. gr. fylgir landareign hverri, þ. m. t. þjóðlendu, réttur til umráða og hagnýtingar á því vatni, straumvatni eða stöðuvatni sem er á henni. Landeigendur sem hafa aðgang að sama vatni eiga rétt til þess í hlutfalli við þá nýtingu sem er heimil á eða fyrir landi þeirra. Nánari ákvæði er að finna í lögunum eftir því hvernig landamerki liggja. Einnig má vísa til laga um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, nr. 57/1998. Samkvæmt 3. gr. þeirra laga fylgir eignarlandi eignarréttur að auðlindum í jörðu en í þjóðlendum eru auðlindir í jörðu eign íslenska ríkisins, nema aðrir geti sannað eignarrétt sinn til þeirra. Nýting auðlinda í jörðu, þ.m.t. grunnvatns yfir 70 ltr./sek er háð leyfi Orkustofnunar, sbr. 6. og 7. gr. laganna. Fyrir nýtingu landeiganda allt að 70 ltr./sek getur Orkustofnun sett nýtingu skilyrði sem nauðsynleg eru talin vegna öryggis eða af tæknilegum ástæðum eða ef ætla má að boranir geti spillt nýtingu sem fram fer á svæðinu eða möguleikum til nýtingar síðar.

     6.      Í hvaða sveitarfélögum, ef einhverjum, er vatnsskortur?
    Fyrirspurnin er á málefnasviði innviðaráðuneytis.