Ferill 601. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 904  —  601. mál.
Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um kostnað vegna þjónustu
við umsækjendur um alþjóðlega vernd.


Frá Birgi Þórarinssyni.


     1.      Hver voru árleg útgjöld ríkissjóðs frá 1. janúar 2018 til 1. október 2023 vegna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd, sbr. 27. og 33. gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016? Svar óskast sundurliðað eftir því hvers kyns þjónusta var veitt.
     2.      Hvaða lögaðilar hafa fengið greitt fyrir að veita framangreinda þjónustu og hversu háar voru þær greiðslur á hverju ári fyrir sama tímabil?


Skriflegt svar óskast.