Ferill 410. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 933  —  410. mál.




Svar


háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn frá Elvu Dögg Sigurðardóttur um verkefni sem hljóta nýsköpunarstyrk.


    Ráðuneytið leitaði umsagnar Rannís um fyrirspurnina og er í svari þessu byggt á umsögn stofnunarinnar.

     1.      Eru verkefni sem hljóta nýsköpunarstyrk flokkuð eftir tegund eða eðli verkefna, til að mynda tækninýsköpun, markaðsnýsköpun eða samfélagslegri nýsköpun?
     2.      Ef svo er, hvers eðlis eru þau verkefni sem hafa sótt um nýsköpunarstyrk síðastliðin tíu ár?

    Verkefni sem hljóta nýsköpunarstyrk frá Rannís eru ekki flokkuð eftir tegund eða eðli verkefna á þann hátt sem spurt er um.

     3.      Hvers eðlis eru þau verkefni sem hafa hlotið nýsköpunarstyrk á sama tímabili? Hvernig skiptist stuðningur milli flokka verkefna?
    Rannís flokkar styrkt verkefni í Tækniþróunarsjóði eftir nokkrum breytum og þrjár geta átt hér við: Heimsmarkmið SÞ, styrkflokkur og atvinnugrein.
    a. Heimsmarkmið SÞ: Tækniþróunarsjóður styður þróunarstarf og rannsóknir sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Rannís hefur safnað gögnum um tengsl verkefna við heimsmarkmið SÞ undanfarna þrjá umsóknarfresti. Umsækjendur hafa því hakað við allt að tvö heimsmarkmið í sínum umsóknum. Hér að neðan er yfirlit yfir styrkveitingar eftir einstökum heimsmarkmiðum. Þó er settur sá fyrirvari að þar sem umsækjendur geta hakað við allt að tvö heimsmarkmið þá er fjármagn tvítalið hér að neðan.

Styrkveitingar eftir markmiði sem umsækjandi velur #1:

Heimsmarkmið Upphæð í kr.
1. Engin fátækt 20.000.000
2. Ekkert hungur 33.730.000
3. Heilsa og vellíðan 412.993.000
4. Menntun fyrir alla 120.000.000
5. Jafnrétti kynjanna 112.962.000
7. Sjálfbær orka 188.270.000
8. Góð atvinna og hagvöxtur 215.000.000
9. Nýsköpun og uppbygging 383.127.000
10. Aukinn jöfnuður 90.000.000
11. Sjálfbærar borgir og samfélög 35.000.000
12. Ábyrg neysla og framleiðsla 260.496.000
13. Aðgerðir í loftslagsmálum 213.977.000
14. Líf í vatni 30.000.000
16. Friður og réttlæti 50.000.000
17. Samvinna um markmiðin 50.000.000

Styrkveitingar eftir markmiði sem umsækjandi velur #2:

Heimsmarkmið Upphæð í kr.
2. Ekkert hungur 20.000.000
3. Heilsa og vellíðan 39.996.000
4. Menntun fyrir alla 50.000.000
5. Jafnrétti kynjanna 58.050.000
6. Hreint vatn og hreinlætisaðstaða 20.000.000
7. Sjálfbær orka 60.000.000
8. Góð atvinna og hagvöxtur 234.663.000
9. Nýsköpun og uppbygging 761.405.000
10. Aukinn jöfnuður 70.000.000
11. Sjálfbærar borgir og samfélög 58.980.000
12. Ábyrg neysla og framleiðsla 264.601.000
13. Aðgerðir í loftslagsmálum 266.892.000
14. Líf í vatni 55.000.000
15. Líf á landi 24.000.000
16. Friður og réttlæti 10.000.000
Ekkert valið 221.968.000

    b. Styrkflokkur. Síðastliðin tíu ár hafa styrkflokkar breyst nokkuð, en að neðan má sjá yfirlit yfir þá flokka sem voru í gildi á því tímabili ásamt styrkveitingum eftir einstökum flokkum.

Styrkflokkur Veitt (ár) Upphæð í kr.
Einkaleyfisstyrkur 2015–2023 29.885.000
Frumherjastyrkur 2014–2016 472.197.000
Fræ 2016–2023 320.975.000
Hagnýt rannsóknarverkefni 2016–2023 2.203.669.000
Markaðsstyrkir 2014–2023 1.856.635.000
Sproti 2016–2023 2.941.881.000
Verkefnastyrkur 2014–2016 3.273.372.000
Vöxtur 2016–2023 7.964.189.000

    c. Atvinnugreinaflokkun. Rannís flokkar styrki eftir atvinnugreinaflokkun sem var þróuð innan húss. Yfirlit yfir styrkveitingar eftir atvinnugreinaflokkum undanfarin tíu ár má sjá hér að neðan.

Atvinnuflokkur Upphæð í kr.
Heilbrigðistækni og lækningatæki 2.931.901.000
Almenn verslun og þjónusta (þ.m.t. fjármálaþjónusta og öryggisþjónusta) 2.828.159.000
Hagnýting auðlinda lífríkis sjávar og ferskvatns 2.135.824.000
Orkunotkun og hagnýting orkuauðlinda 2.109.781.000
Menning, hönnun og afþreying 1.936.662.000
Heilbrigðis- og velferðarþjónusta 1.303.919.000
Fræðslu- og menntatengd þjónusta 1.156.774.000
Fjarskiptaþjónusta og samgöngur 1.017.199.000
Almenn matvælatækni 950.339.000
Umhverfis- og skipulagsmál (þ.m.t. vatnsveitur og úrgangur) 847.178.000
Vinnsla lífrænna og ólífrænna efna (önnur en efnaframleiðsla) 471.385.000
Hagnýting auðlinda lífríkis á landi (landbúnaður, skógrækt) 453.482.000
Bygginga- og mannvirkjagerð (þ.m.t. viðhald) 358.810.000
Ferðaþjónusta 305.593.000
Annað 196.145.000
Öryggisþjónusta 59.652.000

     4.      Hvers eðlis eru þau verkefni sem tekið hafa þátt í nýsköpunarhröðlum eða -keppnum?
     5.      Heldur ráðuneytið utan um árangur þeirra verkefna sem hafa sigrað í nýsköpunarkeppnum? Ef svo er, hvernig hefur þeim vegnað síðastliðin fimm ár? Óskað er eftir sundurliðun á því hvaða verkefnum er enn unnið að og hverjum ekki.
     6.      Hvaða verkefni hafa hlotið efstu þrjú sæti í nýsköpunarkeppnum síðastliðin tíu ár? Hvernig skiptast þau verkefni eftir flokkum?

    Nýsköpunarhraðlar og -keppnir hér á landi eru í flestum tilvikum reknar sem sjálfstæða einingar af einkaaðilum. Hvorki ráðuneytið né Rannís halda utan um árangur þeirra verkefna sem taka þátt í slíkum viðburðum.