Ferill 642. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 955  —  642. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um samráð stjórnvalda og persónuafslátt lífeyrisþega.

Frá Guðmundi Inga Kristinssyni.


     1.      Hvers vegna lagði ráðherra til að fella brott persónuafslátt lífeyrisþega sem búsettir eru erlendis, sbr. a-lið 11. gr. frumvarps er varð að lögum nr. 102/2023?
     2.      Hvers vegna var umrædd breyting ekki meðal þeirra sem fjallað var um í þeim skjölum sem birt voru í samráðsgátt stjórnvalda vegna fyrirhugaðs frumvarps, þ.e. í máli S-172/2023?
     3.      Hafði ráðuneytið samráð við félags- og vinnumarkaðsráðuneyti um framangreinda frumvarpsgrein og hugsanleg áhrif hennar, yrði hún að lögum?
     4.      Hafði ráðuneytið samráð við helstu hagsmunasamtök lífeyrisþega, öryrkja og eldri borgara vegna framangreindrar frumvarpsgreinar í aðdraganda framlagningar frumvarpsins?


Skriflegt svar óskast.