Ferill 669. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1001  —  669. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um hjónaskilnaði.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


    Hversu oft var óskað eftir hjónaskilnaði árið 2023, greint eftir mánuðum? Þess er óskað að fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní sé svarið greint eftir því hvort um var að ræða umsókn um skilnað að borði og sæng skv. 33. eða 34. gr. hjúskaparlaga eða lögskilnað skv. 37., 39. eða 40. gr. laganna. Fyrir tímabilið 1. júlí til 31. desember komi auk þess fram fjöldi þeirra umsókna sem voru á grundvelli 43. gr. a hjúskaparlaga.


Skriflegt svar óskast.