Ferill 673. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1005  —  673. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um aukið eftirlit á landamærum.

Frá Diljá Mist Einarsdóttur.


     1.      Hefur ráðherra hug á að koma á tímabundinni vegabréfaskyldu eins og heimilt er samkvæmt Schengen-samkomulaginu og víða hefur verið gert í Norður-Evrópu?
     2.      Hefur ráðherra skoðað að gefa fyrirmæli til flugfélaga um að gæta að slíkri tímabundinni vegabréfaskyldu til Íslands við byrðingu ef af yrði?
     3.      Hefur ráðherra athugað möguleika á vegabréfaeftirliti um borð í flugvélum í Keflavík áður en farþegar fara frá borði?
     4.      Hefur komið til álita að taka tímabundið upp vegabréfsáritanir frá tilteknum löndum?
     5.      Til hvaða annarra aðgerða hefur verið gripið til að auka eftirlit á landamærum?


Munnlegt svar óskast.