Ferill 674. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1006  —  674. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um nauðungarsölu.

Frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur.


     1.      Hversu oft á ári hverju árin 2013–2023 fór nauðungarsala á fasteign fram á almennum markaði og hversu oft fór nauðungarsala á fasteign fram með uppboði á sama tímabili?
     2.      Hversu oft á ári hverju árin 2013–2023 neituðu sýslumenn beiðni gerðarþola nauðungarsölu um að fasteign yrði seld á almennum markaði?
     3.      Hversu oft voru fasteignir seldar á nauðungaruppboði fyrir lægra verð en sem nam fasteignamati á ári hverju árin 2013–2023?


Skriflegt svar óskast.