Ferill 679. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1013  —  679. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um farþega og áhafnir flugfélaga.

Frá Diljá Mist Einarsdóttur.

     1.      Hvernig er tryggt að erlend flugfélög sem fljúga hingað til lands framfylgi skyldu sinni skv. 2. mgr. 17. gr. laga nr. 136/2022 um að afhenda skuli lögreglu upplýsingar um farþega og áhöfn?
     2.      Hvaða viðurlögum er beitt ef flugfélög sinna ekki fyrrgreindri skyldu sinni?
     3.      Hafa íslensk stjórnvöld beitt erlend flugfélög viðurlögum fyrir að afhenda ekki slíkar upplýsingar á undanförnum misserum? Ef svo er, í hve mörgum tilvikum?
     4.      Hefur ráðherra upplýsingar um að erlend flugfélög hafi ekki afhent lögreglu slíkar upplýsingar og ekkert hafi verið aðhafst vegna þess?


Munnlegt svar óskast.