Ferill 681. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1015  —  681. mál.
Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um aðstoð við einstaklinga sem fengið hafa samþykkta umsókn um fjölskyldusameiningu.

Frá Inger Erlu Thomsen.


     1.      Hvernig hefur aðstoð við einstaklinga, sem fengið hafa samþykkta umsókn um dvalarleyfi vegna fjölskyldusameiningar, til að komast hingað til lands verið háttað sl. 10 ár, sundurliðað eftir árum? Í hverju er sú aðstoð fólgin og hefur orðið breyting á aðstoðinni á tímabilinu?
     2.      Hversu margir þeirra sem fengið hafa samþykkta umsókn um dvalarleyfi vegna fjölskyldusameiningar hafa nýtt sér aðstoð við að komast hingað til lands sl. 10 ár, sundurliðað eftir árum?
     3.      Eiga einstaklingar, sem fengið hafa samþykkta umsókn um dvalarleyfi vegna fjölskyldusameiningar en nýta sér ekki aðstoð stjórnvalda við að komast hingað til lands, rétt á fjárhagslegum stuðningi eða styrk vegna kostnaðar sem til fellur vegna ferðalags hingað til lands?
     4.      Hversu margir einstaklingar, sem fengið hafa samþykkta umsókn um dvalarleyfi vegna fjölskyldusameiningar, hafa fengið endurgreiddan ferðakostnað vegna ferðar frá heimaríki og hingað til lands sl. 10 ár, sundurliðað eftir árum?
     5.      Hefur ráðuneytið, í samvinnu við utanríkisráðuneytið, haft milligöngu um að koma einstaklingum, sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldutengsla, yfir landamæri og út úr heimaríki sl. 10 ár?


Skriflegt svar óskast.