Ferill 682. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1016  —  682. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um viðbragðstíma og kostnað vegna bráðatilfella á landsbyggðinni.

Frá Guðrúnu Sigríði Ágústsdóttur.


     1.      Hver hefur verið meðalviðbragðstími vegna skráðra bráðatilfella á landsbyggðinni frá árinu 2018? Svar óskast sundurliðað eftir árum og kjördæmum.
     2.      Hvaða kostnaður hefur hlotist af bráðaþjónustu á landsbyggðinni, umfram beinan kostnað við þjónustuna sjálfa, frá árinu 2018? Svar óskast sundurliðað eftir árum.


Skriflegt svar óskast.