Ferill 685. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1026  —  685. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um skilgreiningar á hlutlægum viðmiðum í kynferðisbrotamálum.

Frá Brynhildi Björnsdóttur.


     1.      Hvaða hlutlægu viðmið telur ráðherra liggja að baki orðinu „langdregið“ annars vegar og orðunum „harkalegt kynlíf“ hins vegar eins og þau koma fram í dómaframkvæmd kynferðisbrotamála og hvaða áverka má rekja til þess athæfis sem þessi orð lýsa?
     2.      Hvar liggja skilin milli harkalegs kynlífs og nauðgunar eða annars ofbeldis samkvæmt gildandi löggjöf?
     3.      Hvenær var hugtakinu „harkalegt kynlíf“ fyrst beitt sem málsvörn í kynferðisbrotamáli, hversu oft hefur hugtakið komið fyrir í dómsmálum um kynferðisofbeldi síðan og er að merkja aukna tíðni notkunar frá því að þeirri málsvörn var fyrst beitt?
     4.      Hversu oft hefur kæra um kynferðisofbeldi verið felld niður á grundvelli þess að um harkalegt kynlíf hafi verið að ræða?


Skriflegt svar óskast.