Ferill 695. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1037  —  695. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um eftirlit með framkvæmd ákæruvalds.

Frá Eyjólfi Ármannssyni.


     1.      Hvernig hefur eftirliti ráðherra með framkvæmd ákæruvaldsins skv. 1. mgr. 19. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008, verið háttað síðan lögin tóku gildi? Hversu oft og í hvernig málum hefur ráðherra óskað eftir gögnum og greinargerð um meðferð einstakra mála í skjóli eftirlitsheimilda sinna?
     2.      Hafa einhver viðmið verið sett hjá ráðherra varðandi framkvæmd eftirlitsheimildar 1. mgr. 19. gr. í ljósi þess að í fyrri svörum ráðherra hefur komið fram að ákvæðinu hafi ávallt verið beitt af mikilli varfærni og aðeins í undantekningartilvikum? Ef svo er, hver eru þau viðmið?
     3.      Á hvaða grundvelli byggist sú túlkun ráðherra að fyrrnefnt ákvæði feli ekki í sér almenna heimild til að ,,óska eftir upplýsingum um stöðu einstakra mála eða hvernig rannsókn þeirra miðar“ miðað við skýrt orðalag ákvæðisins?
     4.      Hvaða skýringum óskar ráðuneytið eftir í greinargerð um einstakt mál ef ekki er verið að „óska eftir upplýsingum um stöðu einstakra mála eða hvernig rannsókn þeirra miðar“ líkt og ráðherra telur að felist ekki í eftirlitsheimild hans?


Skriflegt svar óskast.