Ferill 700. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1046  —  700. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um birtingu myndefnis af börnum á net- og samfélagsmiðlum.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


    Hvaða lagaákvæði ná utan um það þegar foreldrar birta myndir og myndbönd af börnum sínum á net- og samfélagsmiðlum og hafa tekjur af áhorfinu? Hvernig er eftirfylgni með þeim lagaákvæðum háttað?


Skriflegt svar óskast.