Ferill 756. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1149  —  756. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um kortlagningu óbyggðra víðerna.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvað líður vinnu við reglugerð um kortlagningu óbyggðra víðerna, sem ráðherra er heimilt að setja skv. 73. gr. a laga um náttúruvernd, nr. 60/2013?
     2.      Hvenær má vænta þess að lokið verði við gerð korts með upplýsingum um óbyggð víðerni?


Skriflegt svar óskast.