Ferill 763. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1157  —  763. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um póstnúmer fyrir Kjósarhrepp.

Frá Bryndísi Haraldsdóttur.

     1.      Á hvaða grundvelli og með hvaða rökum hafnaði Byggðastofnun því að breyta póstnúmerinu 276 Mosfellsbær í 276 Kjós í mars árið 2023?
     2.      Verður ákvörðun Byggðastofnunar um að hafna erindi sveitarstjórnar Kjósarhrepps birt, t.d. á vef stofnunarinnar? Ef ekki, hvers vegna ekki?
     3.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að sveitarstjórn Kjósarhrepps verði að ósk sinni um að póstnúmerið beri nafn sveitarfélagsins en ekki nafn annars ótengds sveitarfélags?


Skriflegt svar óskast.