Ferill 769. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1164  —  769. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um hafnarframkvæmdir í Keflavík vestan Þorlákshafnar.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hefur verið rætt um mögulega aðkomu ríkissjóðs að uppbyggingu á nýrri höfn í Keflavík vestan Þorlákshafnar sem kynnt var sem hluti af umhverfismatsáætlun mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn?
     2.      Telur ráðherra þessar hafnarframkvæmdir vera raunhæfar, m.a. í ljósi þess að Vegagerðin hefur bent á að aðstæður fyrir höfn í Keflavík eru mjög varasamar?


Skriflegt svar óskast.