Ferill 778. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1177  —  778. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um kostnaðarþátttöku sveitarfélaga vegna framkvæmda við framhaldsskóla.

Frá Teiti Birni Einarssyni.


     1.      Hvaða sveitarfélög standa að baki hverjum framhaldsskóla og tóku þátt í kostnaði við stofnframkvæmdir skv. b- eða c-lið 2. mgr. 47. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 92/2008? Svar óskast sundurliðað eftir sveitarfélögum.
     2.      Hversu oft hefur reynt á b- og c-lið 2. mgr. 47. gr. laganna frá gildistöku þeirra árið 2008, í hvaða skólum og hver var kostnaðarþátttaka hvers sveitarfélags og íbúafjöldi 1. janúar það ár sem kostnaður var greiddur?
     3.      Hafa verið gerðar undantekningar frá því að sveitarfélög taki þátt í kostnaði skv. b- og c-lið 2. mgr. 47. gr. laganna frá árinu 2008?
     4.      Er hafið yfir allan vafa að 47. gr. laganna eigi við um stækkun framhaldsskóla en ekki bara stofnun nýs skóla?
     5.      Hversu oft hefur Alþingi komið að stofnun framhaldsskóla án aðildar sveitarfélaga skv. 4. mgr. 47. gr. laganna frá árinu 2008 og um hvaða framhaldsskóla er að ræða?


Skriflegt svar óskast.