Ferill 790. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1197  —  790. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um samninga Sjúkratrygginga Íslands og sálfræðinga og aðgengi að sálfræðiþjónustu.

Frá Katrínu Sigríði J. Steingrímsdóttur.


     1.      Þykir ráðherra ástæða til að endurskoða rammasamning Sjúkratrygginga Íslands og sálfræðinga í ljósi þess hve fáir sálfræðingar eru á samningi við Sjúkratryggingar?
     2.      Hvers vegna telur ráðherra að svo fáir sálfræðingar kjósi að vera á samningi við Sjúkratryggingar?
     3.      Hyggst ráðherra ráðast í frekari aðgerðir til að tryggja aðgengi allra að sálfræðiþjónustu óháð efnahag?


Skriflegt svar óskast.