Ferill 795. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1209  —  795. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um samninga Sjúkratrygginga Íslands.

Frá Oddnýju G. Harðardóttur.


     1.      Hvernig þróuðust útgjöld Sjúkratrygginga Íslands vegna rammasamninga um lækningar utan sjúkrahúsa árin 2013–2023? Hver var á sama tímabili hlutur sjúklinga í kostnaði sem féll til utan greiðsluþátttökukerfisins?
     2.      Er til þarfagreining fyrir hverja sérgrein þar sem tekið er mið af þörfum landsmanna fyrir heilbrigðisþjónustu, af markmiðum laga um heilbrigðisþjónustu og af viðmiðum embættis landlæknis?
     3.      Hvernig er eftirliti með framkvæmd samninga um lækninga utan sjúkrahúsa háttað?
     4.      Byggist samningur sem gerður var við sérgreinalækna sumarið 2023 á þarfagreiningu fyrir hverja sérgrein og á ítarlegri kröfugerð um magn og gæði?
     5.      Inniheldur nefndur samningur ákvæði um skýrar takmarkanir um magn og gæði þjónustu hverrar sérgreinar?
     6.      Er í nefndum samningi komið í veg fyrir hvata til mikilla afkasta óháð gæðum og árangri?
     7.      Er ákvæði um bann við arðgreiðslum í samningum Sjúkratrygginga Íslands að jafnaði?
     8.      Eru skilyrði er varða viðskipti við tengda aðila í samningum Sjúkratrygginga Íslands að jafnaði?


Skriflegt svar óskast.