Ferill 813. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1227  —  813. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um löggæslukostnað í tengslum við skemmtanahald.

Frá Teiti Birni Einarssyni.


     1.      Telur ráðherra tilefni til þess að setja samræmda gjaldskrá fyrir öll lögregluembætti þar sem kveðið er nánar á um innheimtu löggæslukostnaðar við skemmtanahald?
     2.      Hvernig er samræmi tryggt nú á milli níu lögregluembætta þannig að um sambærilegar skemmtanir og atburði gildi sömu reglur og kostnaður innheimtur með sambærilegum hætti?
     3.      Hvernig er eftirliti háttað með lögregluembættum svo að tryggt sé að samráð sé haft við umsækjendur, meðalhófs gætt og aðilum ekki íþyngt með kostnaði umfram það sem eðlilegt getur talist?
     4.      Hvaða kostnaður hefur verið innheimtur, sundurliðað eftir lögregluembættum og viðburðum, við löggæslu skemmtana (samkvæmt tækifærisleyfi) sl. þrjú ár?
     5.      Hvaða kostnaður hefur fallið til við löggæslu einstakra skemmtana til viðbótar við sundurliðun skv. 4. tölul., hvaða hluti hans er innheimtur og hvernig er hann sundurliðaður eftir eftirfarandi útgjöldum:
                  a.      laun lögreglumanna að teknu tilliti til launatengdra gjalda,
                  b.      dagpeningar lögreglumanna meðan á löggæslu stendur,
                  c.      kostnaður sem fellur til vegna aksturs um skemmtanasvæði,
                  d.      kostnaður vegna uppsetningar nauðsynlegs tækjabúnaðar, svo sem fjarskiptakerfa eða síma- og tölvubúnaðar,
                  e.      kostnaður vegna uppsetningar nauðsynlegrar vinnuaðstöðu fyrir lögreglu, svo sem skúra eða annarra vistarvera?


Skriflegt svar óskast.