Ferill 815. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1229  —  815. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um raforku.

Frá Kára Gautasyni.


     1.      Hver er aukning í raforkuframleiðslu á tímabilinu 1. janúar 2017 – 1. janúar 2024 í gígavattstundum?
     2.      Hver er aukning í raforkunotkun gagnavera á fyrrgreindu tímabili í gígavattstundum?
     3.      Hver er aukning í raforkunotkun kísilmálmvera á fyrrgreindu tímabili í gígavattstundum?
     4.      Hver er aukning í raforkunotkun heimila annars vegar og smærri fyrirtækja hins vegar á fyrrgreindu tímabili í gígavattstundum?
     5.      Hvert var orkutap í flutningskerfi raforku á fyrrgreindu tímabili í gígavattstundum?
     6.      Hver var eigin orkunotkun virkjana á fyrrgreindu tímabili í gígavattstundum?


Skriflegt svar óskast.