Ferill 838. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1259  —  838. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um skjaldkirtilssjúkdóma.

Frá Evu Sjöfn Helgadóttur.


     1.      Hversu margir hafa greinst með skjaldkirtilssjúkdóm undanfarin 20 ár?
     2.      Hefur tíðni skjaldkirtilssjúkdóma breyst undanfarin 20 ár? Ef svo er, af hverju ætli það stafi?
     3.      Hversu algengir eru skjaldkirtilssjúkdómar hér á landi miðað við önnur norræn ríki?
     4.      Hefur ráðherra í hyggju að auka vitund almennings um skjaldkirtilssjúkdóma? Ef svo er, hvernig? Ef svo er ekki, hvers vegna?


Skriflegt svar óskast.