Ferill 862. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1288  —  862. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um fæðingarorlofsgreiðslur.

Frá Óla Birni Kárasyni.


     1.      Hvaða áhrif hefði það haft á ríkissjóð ef fæðingarorlofsgreiðslur á árunum 2020–2023 hefðu ekki myndað stofn til tekjuskatts, sundurliðað eftir árum?
     2.      Hvaða áhrif hefði það haft á tekjutengd stuðningsúrræði hins opinbera, t.d. barnabætur, húsnæðisbætur og vaxtabætur, sundurliðað eftir árum og stuðningsúrræðum?


Skriflegt svar óskast.