Ferill 356. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1294  —  356. mál.




Svar


menningar- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur um hlutfall þjóðarframleiðslu fyrirtækja og félaga sem gera upp í öðrum gjaldmiðli en krónu.


     1.      Hver var velta þeirra fyrirtækja og félaga, í einkarekstri sem og opinberum rekstri, sem fengu árið 2022 og 2023 heimild hjá ársreikningaskrá skv. 7. gr. laga um ársreikninga til að færa bókhaldsbækur í erlendum gjaldmiðli og semja og birta ársreikninga í erlendum gjaldmiðli í stað íslenskrar krónu?
     2.      Hversu stór hluti af þjóðarframleiðslu var velta þessara fyrirtækja og félaga á sama tímabili?
    Ekki liggja fyrir ársreikningar fyrir árið 2023 en árið 2022 voru 135 fyrirtæki sem gerðu upp í erlendri mynt og höfðu rekstrartekjur. Velta þeirra árið 2022 nam samtals 1.580.233 millj. kr. samkvæmt upplýsingum frá ársreikningaskrá og Hagstofu Íslands, sbr. töflu í svari við 3. tölul. fyrirspurnarinnar.

     3.      Hver hefur þróunin verið sl. áratug hvað varðar hluta af þjóðarframleiðslu þessara fyrirtækja og félaga?
    Eftirfarandi tafla sýnir, eftir árum, fjölda fyrirtækja/félaga sem höfðu rekstrartekjur á viðkomandi ári, veltu þeirra og hlutfall veltu af vergum þjóðartekjum.

Fjöldi fyrirtækja sem gerði upp í erlendri mynt og hafði rekstrartekjur Velta fyrirtækja sem gerðu upp í erlendri mynt (ISK) Vergar þjóðartekjur Hlutfall veltu fyrirtækja sem gerðu upp í erlendri mynt af þjóðartekjum (þjóðarframleiðslu)
2012 79 823.678 1.683.852 49%
2013 84 852.631 1.956.127 44%
2014 85 863.369 2.059.897 42%
2015 98 969.964 2.306.743 42%
2016 103 841.335 2.561.226 33%
2017 105 851.323 2.654.852 32%
2018 117 974.239 2.891.739 34%
2019 120 1.080.018 3.111.087 35%
2020 122 926.788 3.017.275 31%
2021 134 1.140.388 3.254.300 35%
2022 135 1.580.233 3.779.119 42%
    *Velta og þjóðartekjur eru í milljónum króna.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.