Ferill 885. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1324  —  885. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um læknisþjónustu á Snæfellsnesi.

Frá Teiti Birni Einarssyni.


     1.      Hvernig er læknisþjónustu á Snæfellsnesi háttað? Hversu marga daga var enginn læknir tiltækur á Snæfellsnesi árið 2023, sundurliðað eftir sveitarfélögum?
     2.      Hversu margir heilbrigðisstarfsmenn eru með fasta viðveru á Snæfellsnesi, sundurliðað eftir árum frá 2014? Hversu margir læknar hafa fasta búsetu á Snæfellsnesi og hvar starfa þeir?
     3.      Hversu margir starfsmenn starfa á heilsugæslustöðvum og deildum í Snæfellsbæ, á Grundarfirði og í Stykkishólmi? Hve margir þar af eru heilbrigðismenntaðir?
     4.      Til hvaða ráðstafana, ef nokkurra, hefur Heilbrigðisstofnun Vesturlands gripið til að treysta læknisþjónustu á Snæfellsnesi frá árinu 2019? Hefur ráðuneytið lagt mat á slíkar ráðstafanir og árangur þeirra?
     5.      Hefur ráðherra í hyggju að koma á fót á sérstöku þróunarverkefni um bætta læknisþjónustu á Snæfellsnesi, í samstarfi við sveitarfélögin á svæðinu, þar sem litið verður á Snæfellsnes sem sérstaka einingu innan Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og að teymi heilbrigðisstarfsfólks á svæðinu sinni ávallt grunnheilbrigðisþjónustu?


Skriflegt svar óskast.