Ferill 950. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1411  —  950. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um breytta stjórnsýsluframkvæmd vegna umsókna um fjölskyldusameiningu.

Frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur.


    Hvaða málefnalegu sjónarmið lágu að baki ákvörðun um að breyta stjórnsýsluframkvæmd Útlendingastofnunar fyrirvaralaust með þeim hætti að láta umsóknir um fjölskyldusameiningu frá palestínskum ríkisborgurum ekki lengur njóta forgangs hjá stofnuninni, sbr. tilkynningu á vef hennar 11. mars 2024?


Skriflegt svar óskast.