Ferill 953. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1414  —  953. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um afturköllun dvalarleyfis og brottvísun erlendra ríkisborgara.

Frá Diljá Mist Einarsdóttur.


     1.      Eru ákvæði í íslenskum lögum um niðurfellingu tímabundins og ótímabundins dvalarleyfis erlendra ríkisborgara sambærileg ákvæðum í löggjöf annarra norrænna ríkja?
     2.      Eru ákvæði í íslenskum lögum um brottvísun erlendra ríkisborgara sambærileg ákvæðum í löggjöf annarra norrænna ríkja?
     3.      Ef framangreind ákvæði eru ekki sambærileg ákvæðum í löggjöf annarra norrænna ríkja, hefur ráðherra hug á að leggja til breytingar sem eru til þess fallnar að færa íslenska löggjöf nær löggjöf annarra norrænna ríkja?


Skriflegt svar óskast.