Ferill 1015. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1480  —  1015. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á reglum um skattmat.

Frá Diljá Mist Einarsdóttur.


     1.      Á grundvelli hvaða lagagreinar byggjast breytingar á skattmati hvað varðar jólagjafir fyrirtækja til starfsmanna í formi bankakorta?
     2.      Telst það alltaf til tekna að gefa starfsfólki bankakort í jólagjöf, óháð fjárhæð þess og því hvort endurgjald fáist fyrir vinnu?
     3.      Hvers vegna eru bankakort skattlögð en ekki önnur gjafakort? Hver er munurinn á gjafakortum í banka annars vegar og í verslanir, verslunarmiðstöðvar eða fyrir tiltekna þjónustu hins vegar?


Skriflegt svar óskast.