Ferill 1036. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Microsoft Word.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1505  —  1036. mál.
Stjórnartillaga.Tillaga til þingsályktunar


um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til ársins 2030.


Frá menningar- og viðskiptaráðherra.    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að vinna að framkvæmd eftirfarandi stefnu í ferðamálum og aðgerðaáætlun til ársins 2030, og að gert verði ráð fyrir framkvæmdinni við gerð fjárlaga hvers árs og í fimm ára fjármálaáætlun.

FERÐAMÁLASTEFNA TIL ÁRSINS 2030

1. Framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu og markmið ferðamálastefnu.

    Íslensk ferðaþjónustu verði leiðandi í sjálfbærri þróun á grunni jafnvægis á milli efnahags-, umhverfis- og samfélagslegra þátta. Rekin verði arðsöm og samkeppnishæf ferðaþjónusta sem starfi í sátt við bæði land og þjóð. Ferðaþjónustan stuðli að bættum lífskjörum og hagsæld á Íslandi og verði ein af grundvallarstoðum íslensks efnahagslífs.
    Meginmarkmið ferðamálastefnu verði að tryggja framtíðarsýn ferðaþjónustu til lengri tíma. Stutt verði við sjálfbærni í ferðaþjónustu á öllum sviðum. Íslensk ferðaþjónusta verði þekkt fyrir gæði og einstaka upplifun.

2. Áhersluþættir ferðamálastefnu.
    Við framkvæmd ferðamálastefnu verði lögð áhersla á jafnvægi og samþættingu milli eftirfarandi fjögurra lykilstoða: Efnahagur, samfélag, umhverfi og gestir.
    Undir efnahagslegum þætti verði m.a. lögð áhersla á aukna framleiðni í ferðaþjónustu, verðmætasköpun og samkeppnishæfni um land allt. Einnig á framþróun sem byggi á tækni, gögnum, nýsköpun, vöruþróun, mannauði og menntun, sem og markvissa sókn á verðmæta markaði og markhópa.
    Undir samfélagslegum þætti verði m.a. lögð áhersla á jákvæð áhrif ferðaþjónustu á nærsamfélög, mannauð, aukin lífsgæði um land allt og að atvinnugreinin efli lífvænleg og sjálfbær samfélög. Einnig á stjórnun og uppbyggingu áfangastaða og að gestir ferðist um land allt, árið um kring.
    Undir umhverfislegum þætti verði m.a. lögð áhersla á minnkandi kolefnisspor ferðaþjónustu og forystuhlutverk í orkuskiptum með nýtingu vistvænna orkugjafa. Einnig á jafnvægi milli hagnýtingar og verndar náttúru, og að uppbygging innviða taki mið af því, sem og á virðingu fyrir þolmörkum og álagsstýringu á áfangastöðum ferðamanna.
    Undir þeim þætti sem snýr að gestinum (ferðamanninum) verði m.a. lögð áhersla á að upplifun gesta sé betri eða í samræmi við væntingar og að náttúra, menning og fjölbreytt afþreying stuðli að einstakri upplifun gesta. Áhersla verði einnig lögð á að fagmennska, gæði og öryggi einkenni íslenska ferðaþjónustu.

3. Aðgerðaáætlun ferðamálastefnu.
    Unnið verði í samræmi við eftirfarandi aðgerðaáætlun til að tryggja framgang ferðamálastefnu til 2030. Með aðgerðaáætluninni verði framtíðarsýn, áherslum og markmiðum ferðamálastefnu fylgt eftir með skilgreindum, kostnaðarmetnum og tímasettum aðgerðum.
    Aðgerðaáætlun verði uppfærð á tveggja ára fresti, fram til 2030, og samhliða framvindu aðgerða verði unnið að gerð skilgreindra mælikvarða til 2030 sem nái yfir framangreindar fjórar lykilstoðir ferðamálastefnu.

A. Rannsóknir og gögn.
A.1. Grunninnviðir fyrir rannsóknir, greiningu og stefnumótun í ferðaþjónustu.
     Markmið: Að styrkja umgjörð fyrir öflun, úrvinnslu og tímanlega birtingu grunngagna í ferðaþjónustu í þeim tilgangi að styðja við stefnumótun og ákvörðunartöku í ferðaþjónustu og varpa ljósi á samhengi við efnahags-, samfélags- og umhverfismál.
     Stutt lýsing: Markvisst verði unnið að bættum ferðaþjónustureikningum með kerfisbundinni uppbyggingu á heildstæðu kerfi upplýsinga samkvæmt alþjóðlegri fyrirmynd yfir ferðaþjónustu í heild og eftir landsvæðum (að miðhálendinu meðtöldu) og sveitarfélögum, með reglubundinni öflun og birtingu gagna. Horft verði til alþjóðlegra/evrópskra staðla um ferðaþjónustureikninga til að stuðla að betra mati á samkeppnishæfni greinarinnar við önnur lönd.
     Ábyrgðarráðuneyti: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Framkvæmdaraðilar: Hagstofa Íslands og Ferðamálastofa.
     Dæmi um samstarfsaðila: Háskólar á Íslandi, Samtök ferðaþjónustunnar og Rannsóknamiðstöð ferðamála.
     Tímabil: 2024–2026.
     Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Rannsóknaráætlun Ferðamálastofu.
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður við markmið 8 og 9, einkum undirmarkmið 8.3, 8.9, 9.4 og 9.5.
     Kostnaðarmat aðgerðar: 20 millj. kr.

A.2. Vinnsla upplýsinga um heildaráhrif og samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu.
     Markmið: Að fá betri upplýsingar og innsýn í þjónustu- og vörukaup erlendra ferðamanna til að fá fram heildaráhrif þeirra á samkeppnisstöðu greinarinnar.
     Stutt lýsing: Safnað verði ítarlegum upplýsingum um þjónustu- og vörukaup erlendra ferðamanna hér á landi, með eins aðgreinanlegum hætti og unnt er. Upplýsingar verði greindar eftir þjóðerni og greind heildaráhrif á rekstur fyrirtækja í ferðaþjónustu, hagkerfið og samfélagið. Unnir verði og birtir mælikvarðar yfir meðaltekjur, á föstu verði, af komu hvers erlends ferðamanns samhliða birtingu á ársfjórðungslegum upplýsingum yfir þjónustuútflutning. Miðað verði við að ferðaþjónustureikningar séu grunnupplýsingar um vöru- og þjónustukaup erlendra ferðamanna.
     Ábyrgðarráðuneyti: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Framkvæmdaraðilar: Ferðamálastofa og Hagstofa Íslands.
     Dæmi um samstarfsaðila: Háskólar á Íslandi, ISAVIA, Samtök ferðaþjónustunnar, Greiðslumiðlunarfyrirtæki og Seðlabanki Íslands.
     Tímabil: 2024–2026.
     Tenging við aðrar stefnur: Rannsóknaráætlun Ferðamálastofu.
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Markmið 8 og 9, einkum undirmarkmið 8.3, 8.9, 9.4 og 9.5.
     Kostnaðarmat aðgerðar: Innan ramma.

A.3. Gagnafærni í ferðaþjónustu.
     Markmið: Að byggja upp gagnafærni sem styður við nýtingu á fjölbreyttum og samþættanlegum gögnum í þágu rannsókna og nýsköpunar í ferðaþjónustu.
     Stutt lýsing: Haldin verði námskeiðum með áherslu á verðmætasköpun með notkun gagna sem safnað hefur verið stafrænt til að styðja við stafvæðingu, þekkingaröflun og nýsköpun innan greinarinnar.
     Ábyrgðarráðuneyti: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Framkvæmdaraðilar: Ferðamálastofa, Íslenski ferðaklasinn og Samtök ferðaþjónustunnar.
     Dæmi um samstarfsaðila: Áfangastaðastofur, Hagstofa Íslands, Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Rannsóknamiðstöð ferðamála.
     Tímabil: 2024–2026.
     Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Nýsköpunarstefna – Nýsköpunarlandið Ísland, Rannsóknaráætlun Ferðamálastofu.
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 4 og 9.
     Kostnaðarmat aðgerðar: 10 millj. kr. í verkefni til að auka gagnafærni í ferðaþjónustu.

A.4. Aukið samstarf stofnana um eflingu rannsókna á sviði ferðamála.
     Markmið: Að koma á formlegu samstarfi stofnana sem stunda gagnaöflun og rannsóknir sem tengjast ferðaþjónustu.
     Stutt lýsing: Stofnaður verði formlegur samstarfsvettvangur um eflingu og samhæfingu í gagnaöflun og rannsóknum á sviði ferðamála. Skerpt verði á hlutverki stofnana til að koma á skynsamlegu skipulagi á gagnaöflun, rannsóknir og ráðgjöf á málefnasviði ferðaþjónustu.
     Ábyrgðarráðuneyti: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Framkvæmdaraðili: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Dæmi um samstarfsaðila: Alþýðusamband Íslands, áfangastaðastofur, Ferðamálastofa, Hagstofa Íslands, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti, háskólar, hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Íslandsstofa, íslenski ferðaklasinn, landshlutasamtök sveitarfélaga, Rannís, Rannsóknamiðstöð ferðamála, rannsóknasetur verslunarinnar, Samtök ferðaþjónustunnar og Seðlabanki Íslands.
     Tímabil: 2024–2027.
     Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Rannsóknaráætlun Ferðamálastofu og áfangastaðaáætlanir.
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður við markmið 9, 11 og 17
     Kostnaðarmat aðgerðar: Innan ramma.

A.5. Fjármagn til gagnaöflunar og rannsókna á sviði ferðamála.
     Markmið: Að tryggja að í fjárlagavinnu hvers árs, og við gerð fimm ára fjármálaáætlunar, sé gert ráð fyrir viðvarandi fjármagni til rannsókna á sviði ferðamála, m.a. með hliðsjón af úthlutun fjármuna á fjárlögum til rannsókna í öðrum höfuðatvinnugreinum landsins.
     Stutt lýsing: Unnið verði að því að fjármögnun til rannsókna í ferðamálum sé í samræmi við framlög til rannsókna í öðrum höfuðatvinnugreinum. Miðað verði almennt við að um 1% af virðisauka í greininni fari til gagnaöflunar og rannsókna innan hennar.
     Ábyrgðarráðuneyti: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Framkvæmdaraðili: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Dæmi um samstarfsaðila: Ferðamálastofa, Hagstofa Íslands, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, Íslandsstofa, landshlutasamtök sveitarfélaga, Rannís, Rannsóknamiðstöð ferðamála, Samtök ferðaþjónustunnar og Seðlabanki Íslands.
     Tímabil: 2024–2027.
     Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Nýsköpunarstefna – Nýsköpunarlandið Ísland, Rannsóknaráætlun Ferðamálastofu.
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður við markmið 9 og 11.
     Kostnaðarmat aðgerðar: 60 millj. kr. árlegt framlag til rannsókna á sviði ferðaþjónustu.

A.6. Markáætlun um rannsóknir á sviði ferðamála.
     Markmið: Að unnin verði heildstæð markáætlun sem styður við rannsóknir innan greinarinnar til 2030.
     Stutt lýsing: Skipaður verði starfshópur um þróun markáætlunar um rannsóknir á sviði ferðamála. Í samstarfi við Rannís verði unnin sérstök markáætlun um rannsóknir á sviði ferðamála og fjármögnun hennar tryggð í samræmi við aðgerð A.5. Lögð verði áhersla á rannsóknir sem snúa að því hvernig stuðla megi að jákvæðum hagrænum og samfélagslegum áhrifum ferðamennsku, í sátt við náttúru.
     Ábyrgðarráðuneyti: Menningar- og viðskiptaráðuneytið.
     Framkvæmdaraðili: Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti
     Dæmi um samstarfsaðila: Ferðamálastofa, Rannís og Rannsóknamiðstöð ferðamála,
     Tímabil: 2024–2026.
     Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Nýsköpunarstefna – Nýsköpunarlandið Ísland, Rannsóknaráætlun Ferðamálastofu, Klasastefna fyrir Ísland og byggðaáætlun.
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður við markmið 8 og 9, einkum undirmarkmið 8.3, 8.9, 9.4 og 9.5.
     Kostnaðarmat aðgerðar: 10 millj. kr. í gerð markáætlunar.

A.7. Opið gagnarými fyrir ferðaþjónustu.
     Markmið: Að sameiginlegt gagnarými þjóni haghöfum innan ferðaþjónustu og afleiddum greinum þar sem tryggt er aðgengi að áreiðanlegum, opnum, samþættanlegum og stafrænum gögnum.
     Stutt lýsing: Unnið verði áfram að því að þróa og byggja upp opið gagnarými þar sem aðgengileg eru áreiðanleg og nýleg gögn um ferðaþjónustu, m.a. með áframhaldandi þróun á Mælaborði ferðaþjónustunnar. Gagnarýmið styðji við gagnadrifna ákvörðunartöku, virka notkun á Jafnvægisás ferðaþjónustunnar, rannsóknir, greiningar og nýsköpun. Rýmið geri öll opinber gögn sem tengjast ferðaþjónustu aðgengileg og taki á móti gögnum sem nýst gætu atvinnugreininni, þar með talið frá einkaaðilum.
     Ábyrgðarráðuneyti: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Framkvæmdaraðilar: Ferðamálastofa og Hagstofa Íslands.
     Dæmi um samstarfsaðila: Alþýðusamband Íslands, Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar-ráðuneyti, Íslandsstofa, landshlutasamtök sveitarfélaga, Rannís, Rannsóknamiðstöð ferðamála, Samtök ferðaþjónustunnar og Seðlabanki Íslands.
     Tímabil: 2024–2028.
     Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Rannsóknaráætlun Ferðamálastofu.
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður við markmið 8 og 9
     Kostnaðarmat aðgerðar: 20 millj. kr. í þróun og uppfærslu opins gagnarýmis fyrir ferðaþjónustu, m.a. í gegnum Mælaborð ferðaþjónustunnar.

A.8. Áreiðanleg og nýleg gögn um gististaði.
     Markmið: Að vera með áreiðanleg og nýleg gögn um gististaði svo hægt sé að meta framboð og eftirspurn eftir gistingu niður á hverja gistieiningu daglega (rauntímaupplýsingar). Að hægt sé að tengja mikilvægar rekstrar- og efnahagshagstærðir ferðaþjónustunnar við gistináttaskýrslur og að vænt eftirspurn eftir ferðaþjónustu liggi fyrir eitt ár fram í tímann.
     Stutt lýsing: Gerðar verði aðgengilegar nýlegar upplýsingar um fjölda gististaða, framboð gistirýmis og nýtingu samkvæmt íslenskri atvinnuvegaflokkun Ísat2008, greint eftir einstökum sveitarfélögum. Með aðgerðinni verði uppfylltar alþjóðlegar lagaskyldur sem snúa að birtingu upplýsinga um gististaði og nýtingu á gistirými.
     Ábyrgðarráðuneyti: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Framkvæmdaraðili: Ferðamálastofa.
     Dæmi um samstarfsaðila: Hagstofa Íslands og Samtök ferðaþjónustunnar.
     Tímabil: 2024–2030.
     Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Rannsóknaráætlun Ferðamálastofu.
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 8, 9 og 11.
     Kostnaðarmat aðgerðar: 20 millj. kr.

A.9. Öflun gagna um ráðstefnu- og hvataferðaþjónustu.
     Markmið: Að stjórnvöld og fyrirtæki í ferðaþjónustu geti tekið upplýstar ákvarðanir byggðar á raungögnum um stærð og verðmæti eftirsóttra markhópa, svo sem á sviði ráðstefnu- og hvataferðaþjónustu.
     Stutt lýsing: Unnið verði að öflun áreiðanlegra gagna um þróun og áhrif ráðstefnu- og hvataferðaþjónustu.
     Ábyrgðarráðuneyti: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Framkvæmdaraðili: Ferðamálastofa.
     Dæmi um samstarfsaðila: Áfangastaðastofur, Hagstofa Íslands, Íslandsstofa og Rannsóknamiðstöð ferðamála.
     Tímabil: 2024–2026.
     Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Rannsóknaráætlun Ferðamálastofu.
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 8 og 11.
     Kostnaðarmat aðgerðar: Innan ramma.

A.10. Rannsókna- og gagnaáætlun fyrir menningarferðaþjónustu.
     Markmið: Að stuðla að auknum gæðum, verðmætasköpun og ábyrgri þróun menningar og skapandi greina í ferðaþjónustu á grunni rannsókna og gagna.
     Stutt lýsing: Unnin verði rannsókna- og gagnaáætlun fyrir menningarferðaþjónustu og hún fjármögnuð til næstu fimm ára. Áhersla verði á rannsóknir sem hafa hagnýtt gildi til að styðja við stefnumótun stjórnvalda og greinarinnar, sem stuðli þannig að þróun menningarferðaþjónustu og skapandi greina sem sjálfbærum atvinnuvegum. Samhliða verði gert átak í að efla og samræma aðra gagnaöflun svo sem um viðhorf og upplifun gesta og tryggja áreiðanlega miðlun upplýsinga um menningarferðaþjónustu.
     Ábyrgðarráðuneyti: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Framkvæmdaraðili: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Dæmi um samstarfsaðila: Ferðamálastofa, Hagstofa Íslands og Rannsóknasetur skapandi greina.
     Tímabil: 2024–2030.
     Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Rannsóknaráætlun Ferðamálastofu, Bókmenningarstefna, Kvikmyndastefna, Menningararfurinn – stefna um varðveislu og aðgengi, Menningarstefna, Stefnumörkun um safnastarf og byggðaáætlun.
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 8 og 11, einkum undirmarkmið 8.9 og 11.4.
     Kostnaðarmat aðgerðar: 10 millj. kr. í fjármögnun rannsóknaráætlunar fyrir menningar-ferðaþjónustu.

A.11. Hagnýting þekkingar og tækni í þágu menningarferðaþjónustu.
     Markmið: Að Ísland verði framarlega í stafrænni miðlun menningararfs og að gott aðgengi sé að fjölbreyttri miðlun sem hagnýtt er af rekstraraðilum í menningarferðaþjónustu. Að upplýsingar um íslenskan menningararf séu til fyrirmyndar og aðgengi að þeim sé þróað á forsendum ólíkra markhópa sem nýtist til að mynda til að kynna landið sem áhugaverðan áfangastað til að upplifa menningu, sögu og listir.
     Stutt lýsing: Stutt verði við samstarfsverkefni aðila í menningarferðaþjónustu og mennta- og fræðastofnana sem miði að hagnýtingu rannsókna og nýjustu þekkingar og tækni fyrir vöruþróun, framkvæmd og miðlun í menningarferðaþjónustu. Sérstök áhersla verði lögð á samvinnu um stafræna miðlun menningararfs. Lögð verði áhersla á fagmennsku í gegnum samstarf við fræðasamfélagið, m.a. með aukinni menntun, fræðslu og úrvinnslu niðurstaða rannsókna og kannana á öllum sviðum sem falla undir menningarferðaþjónustu.
     Ábyrgðarráðuneyti: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Framkvæmdaraðili: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Dæmi um samstarfsaðila: Ferðamálastofa, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök um söguferðaþjónustu og Þjóðminjasafnið.
     Tímabil: 2024–2027.
     Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Bókmenningarstefna, Kvikmyndastefna, Menningararfurinn – stefna um varðveislu og aðgengi, Menningarstefna, Klasastefna fyrir Ísland, Stefnumörkun um safnastarf, byggðaáætlun.
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 4, 8, 9 og 11.
     Kostnaðarmat aðgerðar: 10 millj. kr. í samstarfsverkefni á sviði menningarferðaþjónustu.

B. Efnahagur.
B.1. Aukin fjárfesting í nýsköpun og vöruþróun í ferðaþjónustu.
     Markmið: Að auka fjárfestingu í nýsköpun og vöruþróun í ferðaþjónustu.
     Stutt lýsing: Skipaður verði starfshópur um nýsköpun og vöruþróun í ferðaþjónustu sem móti tillögur að því hvernig fella megi með tryggum hætti nýsköpun og vöruþróun í ferðaþjónustu inn í núverandi sjóða- og stuðningsumhverfi nýsköpunar- og sprotafyrirtækja. Sérstök áhersla verði lögð á nýsköpun og vöruþróunarverkefni sem styðja við sjálfbærni, nærandi ferðaþjónustu, menningartengd verkefni, orkuskipti og stafræna þróun. Jafnframt verði unnið að útfærslu á hvötum til smærri og meðalstórra ferðaþjónustufyrirtækja til að fjárfesta í nýsköpun, tæknilausnum og skalanlegri vöruþróun.
     Ábyrgðarráðuneyti: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Framkvæmdaraðilar: Menningar- og viðskiptaráðuneyti og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti.
     Dæmi um samstarfsaðila: Áfangastaðastofur, Byggðastofnun, fjárfestingarsjóðir og fjármálastofnanir, Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Íslenski ferðaklasinn, landshlutasamtök sveitarfélaga og Rannís.
     Tímabil: 2024–2030.
     Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Nýsköpunarstefna – Nýsköpunarlandið Ísland, Sóknaráætlanir landshlutanna, Klasastefna fyrir Ísland, byggðaáætlun.
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 9, einkum undirmarkmið 9.4 og 9.5.
     Kostnaðarmat aðgerðar: 30 millj. kr. í aukna nýsköpun í ferðaþjónustu.

B.2. Markviss og viðvarandi markaðssetning á Íslandi sem áfangastað ferðamanna.
     Markmið: Að viðhalda og koma á framfæri ímynd og orðspori Íslands sem leiðandi í sjálfbærri þróun og sem eftirsóknarverðs áfangastaðar ferðamanna, sem stuðlar að verðmætasköpun og eykur samkeppnishæfni áfangastaðarins Íslands á alþjóðamörkuðum. Að við markaðssetningu verði einnig horft markvisst á sérhæfða ferðaþjónustu, jöfnun árstíðasveiflu og dreifingu ferðamanna. ferðaþjónustu utan háannar og um land allt.
     Stutt lýsing: Tryggt verði, í gegnum fimm ára fjármálaáætlun, að árlega fari opinbert fjármagn til neytendamarkaðssetningar í ferðaþjónustu, sem nánar verði kveðið á um í þjónustusamningi Íslandsstofu við menningar- og viðskiptaráðuneytið þar sem fram komi m.a. áherslur stjórnvalda í markaðssetningu ferðaþjónustu á hverjum tíma.
     Ábyrgðarráðuneyti: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Framkvæmdaraðili: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Dæmi um samstarfsaðila: Áfangastaðastofur og Íslandsstofa.
     Tímabil: 2024–2030.
     Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Framtíðarstefna fyrir íslenskan útflutning, áfangastaðaáætlanir.
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 8 og 11.
     Kostnaðarmat aðgerðar: 300 millj. kr. á ári í neytendamarkaðssetningu.

B.3. Endurskoðun á regluverki fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu og skilvirkt eftirlit.
     Markmið: Að regluverk fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu endurspegli heilbrigt starfsumhverfi, samfélagslega ábyrgð, efli samkeppnishæfni og stuðli að sjálfbærni, jafnræði, aukinni arðsemi og verðmætasköpun í ferðaþjónustu. Að eftirlit með fyrirtækjum í ferðaþjónustu sé skilvirkt, ábyrgt og hagkvæmt.
     Stutt lýsing: Skipaður verði starfshópur sem taki regluverk fyrirtækja í ferðaþjónustu til heildstæðrar endurskoðunar og vinni greiningar og tillögur um laga- og reglugerðarbreytingar sem snúi m.a. að leyfismálum, starfsumhverfi, skilvirkni, áhrifum skattlagningar á rekstur fyrirtækja í ferðaþjónustu og eftirliti.
     Ábyrgðarráðuneyti: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Framkvæmdaraðili: Ferðamálastofa.
     Dæmi um samstarfsaðila: Alþýðusamband Íslands, Íslenski ferðaklasinn og Samtök ferðaþjónustunnar.
     Tímabil: 2024–2026.
     Tenging við aðrar stefnur/áætlanir:
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 8, 9 og 16, einkum undirmarkmið 8.3, 8.7, 8.8, 8.9, 9.1, 9.4 og 16.2.
     Kostnaðarmat aðgerðar: Innan ramma.

B.4. Afnám gistináttaskatts.
     Markmið: Að jafna samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja í ferðaþjónustu og efla samkeppnishæfni og verðmætasköpun.
     Stutt lýsing: Ákvæði laga um gistináttaskatt, nr. 87/2011, verði tekin til endurskoðunar með það að markmiði að afnema gistináttaskatt, samhliða endurskoðun á gjaldtöku af ferðaþjónustu, þannig að samkeppnisstaða ólíkra tegunda gististaða hér á landi verði jöfnuð.
     Ábyrgðarráðuneyti: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Framkvæmdaraðilar: Menningar- og viðskiptaráðuneyti og fjármála- og efnahagsráðuneyti.
     Dæmi um samstarfsaðila: Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar.
     Tímabil: 2024–2026.
     Tenging við aðrar stefnur/áætlanir:
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 8.
     Kostnaðarmat aðgerðar: Innan ramma.

B.5. Innviðagjald á skemmtiferðaskip.
     Markmið: Að jafna samkeppnisstöðu innlendra og erlendra fyrirtækja í ferðaþjónustu og efla verðmætasköpun sem fjármagni og stuðli að aukinni uppbyggingu innviða í ferðaþjónustu.
     Stutt lýsing: Samhliða endurskoðun á gjaldtöku í ferðaþjónustu verði unnið að löggjöf um sérstakt gjald, innviðagjald, sem lagt verði á komur erlendra skemmtiferðaskipa og tekjur af þeirri gjaldtöku notaðar til uppbyggingar innviða fyrir ferðaþjónustu.
     Ábyrgðarráðuneyti: Menningar og viðskiptaráðuneyti.
     Framkvæmdaraðili: Menningar og viðskiptaráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti.
     Dæmi um samstarfsaðila: Ferðamálastofa, Samtök ferðaþjónustunnar.
     Tímabil: 2024–2026.
     Tenging við aðrar stefnur/áætlanir:
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 8.
     Kostnaðarmat aðgerðar: Innan ramma.

B.6. Leyfisveitingar og eftirlit með heimagistingu, og hert skilyrði.
     Markmið: Að tryggja skilvirkt eftirlit með heimagistingu, rétta skráningu húsnæðis, jafna samkeppnisstöðu gististaða og gera skýrari kröfur til aðila sem bjóða upp á heimagistingu, m.a. til að losa um íbúðarhúsnæði til að mæta eftirspurn á húsnæðismarkaði.
     Stutt lýsing: Unnið verði að breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007, m.a. í þá veru að hver einstaklingur megi aðeins leigja út gistiaðstöðu í einni fasteign, í stað tveggja áður, án þess að þurfa rekstrarleyfi gististaða. Sett verði aukið árlegt fjármagn í eftirlit með heimagistingu og eftirlitið styrkt, m.a. með þeim hætti að lagalegum kröfum um skyldu til að nota skráningarnúmer í markaðssetningu sé fylgt eftir. Unnið verði að því að leyfisveitingar og eftirlit með heimagistingu verði fært frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu til Ferðamálastofu og miðað við að sú breyting komi til framkvæmda 2025. Jafnframt verði hámarksfjárhæð stjórnvaldssekta samkvæmt lögum nr. 85/2007 hækkuð með lagabreytingu þannig að hún hafi viðhlítandi fælingarmátt.
     Ábyrgðarráðuneyti: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Framkvæmdaraðilar: Menningar- og viðskiptaráðuneyti, Ferðamálastofa og Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu.
     Dæmi um samstarfsaðila: Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök ferðaþjónustunnar.
     Tímabil: 2024–2026.
     Tenging við aðrar stefnur/áætlanir:
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 8 og 11.
     Kostnaðarmat aðgerðar: 25 millj. kr. til viðbótar árlega í eftirlit með heimagistingu.

B.7. Einföldun dvalar- og atvinnuleyfa vegna starfa í ferðaþjónustu.
     Markmið: Að auðvelda íslenskri ferðaþjónustu aðgengi að fag- og sérfræðiþekkingu í þeim tilgangi að auka gæði og efla samkeppnishæfni landsins sem áfangastaðar. Að einfalt og auðskilið upplýsinga- og umsóknarkerfi verði gert aðgengilegt þvert á stofnanir.
     Stutt lýsing: Aðgerðin kallar á endurskoðun og breytingar á lögum nr. 97/2002 um atvinnuréttindi útlendinga, til að auðvelda fyrirtækjum innan íslenskrar ferðaþjónustu að ráða til sín sérfræðinga og fagfólk til starfa, óháð stöðu einstaklings innan Evrópska efnahagssvæðisins. Breytingin verði unnin í samræmi við áherslur í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, um að auðvelda skuli íslenskum fyrirtækjum að ráða til sín sérfræðinga frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins.
     Ábyrgðarráðuneyti: Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti.
     Framkvæmdaraðilar: Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti og menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Dæmi um samstarfsaðila: Alþýðusamband Íslands, Ferðamálastofa, Samtök ferðaþjónustunnar, Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun.
     Tímabil: 2024–2026.
     Tenging við aðrar stefnur/áætlanir:
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 8.
     Kostnaðarmat aðgerðar: Innan ramma.

C. Samfélag.
C.1. Aukin áhersla á sanngildi og sérstöðu íslenskar menningar.
     Markmið: Að Ísland viðhaldi menningarlegri sérstöðu sinni og að áhersla á sanngildi í ferðaþjónustu bæti upplifun innlendra og erlendra ferðamanna og auki samkeppnisforskot áfangastaðarins.
     Stutt lýsing: Starfshópi á vegum menningar- og viðskiptaráðuneytis verði falið að marka stefnu stjórnvalda og innleiða hvata til þess að auka áherslu á sanngildi og sérstöðu íslenskrar menningar í ferðaþjónustu á Íslandi.
     Ábyrgðarráðuneyti: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Framkvæmdaraðili: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Dæmi um samstarfsaðila: Áfangastaðastofur, Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Íslandsstofa og Íslenski ferðaklasinn.
     Tímabil: 2024–2026.
     Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Framtíðarstefna fyrir íslenskan útflutning, Bókmenningarstefna, Kvikmyndastefna, Menningararfurinn – stefna um varðveislu og aðgengi, Menningarstefna, Stefnumörkun um safnastarf.
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 8 og 11.
     Kostnaðarmat aðgerðar: Innan ramma.

C.2. Áfangastaðastofur sem stoðkerfi ferðaþjónustunnar.
     Markmið: Að tryggja öflugt stoðkerfi fyrir ferðaþjónustu á Íslandi þar sem áfangastaðastofur eru lykilaðili með skýrt hlutverk og trausta fjármögnun.
     Stutt lýsing: Tryggður verði rekstur áfangastaðastofa í samstarfi ríkis, sveitarfélaga og ferðaþjónustufyrirtækja í hverjum landshluta með föstum framlögum um verkefni. Áfangastaðastofum verði falið að vinna og uppfæra reglulega áfangastaðaáætlun þess landshluta sem sveitarfélög, ferðaþjónusta og stjórnvöld horfi til við forgangsröðun fjármagns og uppbyggingu ferðaþjónustu. Áfangastaðaáætlunum verði gefið aukið vægi og þær unnar með samræmdum hætti um landið, með ítarlegri kortlagningu á áfangastöðum í hverjum landshluta.
     Ábyrgðarráðuneyti: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Framkvæmdaraðilar: Menningar- og viðskiptaráðuneyti og Ferðamálastofa.
     Dæmi um samstarfsaðila: Áfangastaðastofur, Íslandsstofa og landshlutasamtök sveitarfélaga.
     Tímabil: 2024–2030.
     Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Sóknaráætlanir landshlutanna, áfangastaðaáætlanir.
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 11.
     Kostnaðarmat aðgerðar: 40 millj. kr. í aukin árleg framlög til áfangastaðastofa.

C.3. Fjármögnun og rekstur áfangastaða, ásamt endurskoðun á Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
     Markmið: Að komið sé á samræmdu og heildstæðu kerfi fjármögnunar til uppbyggingar og langtímarekstrar á áfangastöðum ferðamanna. Að sjóðir sem styðja við uppbyggingu áfangastaða séu samræmdir og með heildstæða fjármögnun með það að leiðarljósi að áfangastaðirnir verði sjálfbærir hvað varðar uppbyggingu og langtíma rekstur.
     Stutt lýsing: Unnið verði að því að sjóðir og áætlanir stjórnvalda, Framkvæmdasjóður ferðamannastaða og Landsáætlun um uppbyggingu innviða geti stutt við fjölbreyttari verkefni og að áfangastaðaáætlanir séu nýttar til að uppbygging sé í takt við stefnu landshlutanna. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða verði efldur í að fjármagna uppbyggingu áfangastaða með auknum árlegum framlögum til sjóðsins. Lagaákvæði um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða, sem og reglur, verði tekin til endurskoðunar og m.a. skoðaðar frumkvæðisheimildir vegna nýrra áfangastaða, skilgreint hvort taka megi þjónustugjald og í hvað það megi fara og áhersla lögð á að aðstaða og þjónusta á ferðamannastöðum sé aðgengileg fyrir öll, eftir því sem unnt er. Úthlutanir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða taki mið af nýjum áfangastöðum sem gætu orðið fyrir óvæntu álagi.
     Ábyrgðarráðuneyti: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Framkvæmdaraðili: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Dæmi um samstarfsaðila: Áfangastaðastofur, Ferðamálastofa og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið.
     Tímabil: 2024–2025.
     Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, áfangastaðaáætlanir.
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 8 og 11.
     Kostnaðarmat aðgerðar: 100 millj. kr. í aukin árleg framlög í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.

C.4. Ábyrgð umsjónaraðila áfangastaða.
     Markmið: Að skýra ábyrgð umsjónaraðila áfangastaða.
     Stutt lýsing: Greind verði ábyrgð umsjónaraðila áfangastaða með tilliti til náttúruverndar, þjónustu, aðbúnaðar starfsfólks, gæða og öryggis gesta og hvort þurfi að auka kröfur til umsjónaraðila til að efla þessa þætti. Horft verði til þess hvort munur ætti að vera á ábyrgð eftir því hvort landeigendur og/eða umsjónaraðilar áfangastaða taki aðgangs- og/eða þjónustugjöld eða ekki. Samhliða verði unnið mat á því hvort umsjónaraðilar sem taka slík gjöld þurfi að hafa starfsleyfi, sbr. rekstrarleyfi aðila í ferðaþjónustu.
     Ábyrgðarráðuneyti: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Framkvæmdaraðili: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Dæmi um samstarfsaðila: Ferðamálastofa, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti og Umhverfisstofnun.
     Tímabil: 2024–2025.
     Tenging við aðrar stefnur/áætlanir:
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður við markmið 9, 11, 13 og 15.
     Kostnaðarmat aðgerðar: Innan ramma.

C.5. Styrking umgjarðar um áfangastaði í skipulagsgerð.
     Markmið: Að skipulagsgerð stuðli að vandaðri og sjálfbærri uppbyggingu ferðamannastaða og jákvæðri byggðaþróun.
     Stutt lýsing: Starfshópur skipaður fulltrúum sveitarfélaga, ferðaþjónustu og annarra hagaðila skoði leiðir og komi með tillögur um það hvernig megi stuðla að markvissu skipulagi áfangastaða ferðamanna og efla stefnumótun um ferðamennsku og uppbyggingu áfangastaða í skipulagsgerð sveitarfélaga. Starfshópnum verði falið að skoða í því skyni viðeigandi lög og reglugerðir sem varða málaflokkinn m.a. varðandi skilgreinda landnotkun í skipulagi og hvernig aðrar áætlanir, svo sem áfangastaðaáætlanir, nýtast við skipulagsgerð og aðrar framkvæmdaáætlanir.
     Ábyrgðarráðuneyti: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Framkvæmdaraðili: Innviðaráðuneyti.
     Dæmi um samstarfsaðila: Áfangastaðastofur, Ferðamálastofa, Samband íslenskra sveitarfélaga og Skipulagsstofnun.
     Tímabil: 2024–2027.
     Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Landsskipulagsstefna, byggðaáætlun og áfangastaðaáætlanir.
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður við markmið 9, 11, 13 og 15.
     Kostnaðarmat aðgerðar: Innan ramma.

C.6. Regluverk um landeigendafélög.
     Markmið: Að til staðar sé skýrt og skilvirkt regluverk um landeigendafélög.
     Stutt lýsing: Unnar verði tillögur að regluverki um landeigendafélög sem taki mið af ákvæðum um veiðifélög í VI. kafla laga um lax- og silungsveiði, nr. 61/2006, m.a. um stofnun, starfshætti og atkvæðisrétt innan félags.
     Ábyrgðarráðuneyti: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Framkvæmdaraðili: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Dæmi um samstarfsaðila: Ferðamálastofa og Umhverfisstofnun.
     Tímabil: 2024–2025.
     Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Landsskipulagsstefna og áfangastaðaáætlanir.
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður við markmið 9, 11, 13 og 15.
     Kostnaðarmat aðgerðar: Innan ramma.

C.7. Samstarf um móttöku skemmtiferðaskipa og nýtingu innviða.
     Markmið: Að móttaka skemmtiferðaskipa skapi verðmæti í sátt við samfélag og náttúru.
     Stutt lýsing: Stofnaðir verði samstarfshópar sveitarfélaga og ferðaþjónustu í hverjum landshluta sem vinni greiningu og móti stefnu landshlutans um umgjörð og komur skemmtiferðaskipa og landtöku utan hafna. Hóparnir skoði m.a. þörf á álagsstýringu og uppbyggingu innviða.
     Ábyrgðarráðuneyti: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Framkvæmdaraðilar: Ferðamálastofa og áfangastaðastofur.
     Dæmi um samstarfsaðila: Ferðaþjónustuaðilar, fyrirtæki í hafsækinni ferðaþjónustu, landshlutasamtök sveitarfélaga, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök ferðaþjónustunnar, Umhverfisstofnun og þjóðgarðar.
     Tímabil: 2024–2027.
     Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Áfangastaðaáætlanir.
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður við markmið 8.
     Kostnaðarmat aðgerðar: Innan ramma.

C.8. Samstarfsnet menningarferðaþjónustu.
     Markmið: Að auka samstarf og sóknarstyrk aðila í menningarferðaþjónustu innan skilgreindra svæða og á landsvísu. Að stuðla að aukinni nýsköpun og eflingu grasrótar á sviði menningarferðaþjónustu innan svæðanna og að fagmennska í greininni aukist sem og miðlun þekkingar, sem leiði til fjölgunar áfangastaða sem byggja á menningarferðaþjónustu.
     Stutt lýsing: Stutt verði við samstarfsnet menningarferðaþjónustu í hverjum landshluta, með það að markmiði að samstarfið stuðli að virkri þekkingarmiðlun, vöruþróun og nýsköpun. Hlutverk samstarfsnets menningarferðaþjónustu verði að auka samstarf allra sem snertingu hafa við slíka starfsemi, kortleggja sóknarfæri og áskoranir og vera þekkingarmiðstöð og málsvari menningarferðaþjónustu svæðisins út á við. Mótuð verði uppbyggingaráætlun menningarferðaþjónustu á landsvísu, sem taki mið af sérstöðu og sóknarfærum landsvæða með hliðsjón af áherslum í gildandi sóknar- og áfangastaðaáætlunum og annarri stefnumörkun stjórnvalda. Upplifunarhönnun og almenn hönnunargæði verði ávallt í forgrunni í vöruþróun, uppbyggingu innviða og miðlun menningarferðaþjónustu.
     Ábyrgðarráðuneyti: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Framkvæmdaraðili: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Dæmi um samstarfsaðila: Áfangastaðastofur, háskólar, fræða- og listafólk og aðrir menningarframleiðendur á viðkomandi svæði, Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, menningarstofnanir og rekstraraðilar.
     Tímabil: 2024–2030.
     Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Nýsköpunarstefna – Nýsköpunarlandið Ísland, Klasastefna, Hönnunarstefna, Menningarstefna í mannvirkjagerð, Menningararfurinn – stefna um varðveislu og aðgengi, Menningarstefna, Stefnumörkun um safnastarf, áfangastaðaáætlanir og byggðaáætlun.
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 9 og 11, einkum undirmarkmið 11.4.
     Kostnaðarmat aðgerðar: 10 millj. kr. í mótun samstarfsnets menningarferðaþjónustu og stuðnings við verkefni sem falla þar undir.

C.9. Samgöngur, þjónusta og öryggi.
     Markmið: Að þjónusta og uppbygging samgangna sé í takt við þróun áfangastaða til að stuðla að öryggi, aðgengi og dreifingu ferðamanna um landið.
     Stutt lýsing: Tryggt verði virkt samtal, upplýsingagjöf og samstarf á milli samgönguyfirvalda og ferðamálayfirvalda um uppbyggingu innviða á sviði ferðaþjónustu, m.a. í gegnum ferðamálaráð, áfangastaðaáætlanir og forgangsröðun landshlutasamtaka í samgöngumálum. Unnið verði að því að þeir áfangastaðir, sem vilji er til að séu aðgengilegir allt árið, séu þjónustaðir til samræmis við það. Við skipulag og þróun almenningssamgangna um landið verði horft til þarfa ferðaþjónustunnar og aðgengis fyrir öll. Einnig verði almenn upplýsingagjöf varðandi samgöngur efld, m.a. verði viðmið um brún skilti endurskoðuð og fest í sessi.
     Ábyrgðarráðuneyti: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Framkvæmdaraðilar: Menningar- og viðskiptaráðuneyti og innviðaráðuneyti.
     Dæmi um samstarfsaðila: Áfangastaðastofur, Ferðamálastofa, ISAVIA, Landshlutasamtök sveitarfélaga, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samgöngustofa, Samtök ferðaþjónustunnar og Vegagerðin.
     Tímabil: 2024–2030.
     Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Samgönguáætlun, almenningssamgangnastefna og byggðaáætlun.
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 8, 9 og 11, einkum undirmarkmið 8.9, 9.1, og 11.2.
     Kostnaðarmat aðgerðar: Innan ramma.

C.10. Uppbygging millilandaflugs styðji við dreifingu ferðamanna.
     Markmið: Að erlendir ferðamenn hafi aukið aðgengi að áfangastöðum á Íslandi, allt árið um kring, í gegnum millilandaflugvellina á Akureyri og Egilsstöðum, auk Keflavíkurflugvallar.
     Stutt lýsing: Aðgengi ferðamanna að áfangastöðum um land allt verði bætt með aukinni uppbyggingu og markaðssetningu millilandaflugs á landinu, utan Keflavíkurflugvallar. Auknu fjármagni verði veitt í Flugþróunarsjóð sem styðji við uppbyggingu og þróun millilandaflugs um Akureyrar- og Egilsstaðaflugvöll. Aukin áhersla verði á markaðssetningu millilandaflugs, utan Keflavíkurflugvallar, þannig að byggðar verði upp fleiri aðkomuleiðir inn í landið, sem stuðli að auknu aðgengi að fjölbreyttum áfangastöðum á landsvísu, allt árið um kring, með jafnari dreifingu ferðamanna og verðmætasköpun á landsvísu.
     Ábyrgðarráðuneyti: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Framkvæmdaraðili: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Dæmi um samstarfsaðila: Áfangastaðastofur, Ferðamálastofa, innviðaráðuneyti, ISAVIA, Íslandsstofa, Samgöngustofa og Vegagerðin.
     Tímabil: 2024–2030.
     Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Flugstefna og byggðaáætlun.
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður við markmið 8, 9 og 11.
     Kostnaðarmat aðgerðar: 30 millj. kr. aukið árlegt framlag í Flugþróunarsjóð og til markaðssetningar millilandaflugs utan Keflavíkurflugvallar.

C.11. Endurskoðun á fyrirkomulagi og hlutverki ferðamálaráðs.
     Markmið: Að til staðar sé vettvangur sem hafi yfirsýn yfir þverfaglegt eðli ferðaþjónustunnar þar sem unnið er að samræmingu og samhæfingu milli ráðuneyta, stofnana og atvinnugreinarinnar, með það að markmiði að stuðla að framgangi og innleiðingu á þeim áherslum og aðgerðum sem koma fram í ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til ársins 2030.
     Stutt lýsing: Þau ákvæði laga um Ferðamálastofu, nr. 96/2018, sem fjalla um starfsemi, hlutverk og samsetningu ferðamálaráðs, verði tekin til endurskoðunar með það að markmiði að tryggja að til staðar sé virkur vettvangur, skipaður af ráðherra, sem hafi skýrt umboð til að vinna að og styðja við fyrirliggjandi stefnumótun á sviði ferðamála og aðgerðaáætlun, og tryggja samhæfingu og samstarf innan ólíkra stiga stjórnsýslu og á milli stjórnvalda og atvinnugreinarinnar, ásamt því að vinna að öðrum forgangsatriðum á sviði ferðaþjónustu hverju sinni.
     Ábyrgðarráðuneyti: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Framkvæmdaraðili: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Dæmi um samstarfsaðila: Ferðamálastofa, Samtök ferðaþjónustunnar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, innviðaráðuneyti og fjármála- og efnahagsráðuneyti.
     Tímabil: 2024–2030.
     Tenging við aðrar stefnur/áætlanir:
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður við markmið 8, 9 og 11.
     Kostnaðarmat aðgerðar: Innan ramma.

D. Umhverfi.
D.1. Þróun verkfærakistu til að meta þolmörk og bregðast við álagi á áfangastöðum ferðamanna.
     Markmið: Að tryggja að umsjónaraðilar áfangastaða hafi yfirsýn og samræmd verkfæri og úrræði til að meta og bregðast við álagi á áfangastöðum, með það að markmiði að koma í veg fyrir að farið sé yfir þolmörk áfangastaða með neikvæðum áhrifum á náttúru, menningarminjar, innviði, upplifun, efnahag og nærsamfélög.
     Stutt lýsing: Skipaður verði starfshópur sem vinnur að því að útfæra verkfærakistu samsettri af samræmdum verkfærum og úrræðum sem gera umsjónaraðilum áfangastaða kleift að meta og bregðast tímanlega við of miklu álagi á áfangastöðum, og vinna þannig að sjálfbærri þróun áfangastaða.
     Ábyrgðarráðuneyti: Menningar- og viðskiptaráðuneyti
     Framkvæmdaraðilar: Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, Umhverfisstofnun og Ferðamálastofa.
     Dæmi um samstarfsaðila: Áfangastaðastofur, Minjastofnun, Þjóðgarðar og Rannsóknamiðstöð ferðamála.
     Tímabil: 2024–2030.
     Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, Landsskipulagsstefna og stefnumörkun um líffræðilega fjölbreytni.
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður við markmið 8, 9 og 11.
     Kostnaðarmat aðgerðar: 20 millj. kr. í kostnað við þróun verkfærakistu.

D.2. Innleiðing álagsstýringar á áfangastöðum ferðamanna.
     Markmið: Að stýra og jafna álag á áfangastöðum ferðamanna, svo vernda megi viðkvæma náttúru, menningarminjar og innviði og leitast við að koma í veg fyrir neikvæða upplifun gesta og heimamanna. Þannig sé stuðlað að sjálfbærri þróun áfangastaða.
     Stutt lýsing: Fyrirkomulag álagsstýringar verði útfært til að sporna við of miklu álagi og bæta flæði umferðar ferðamanna, þar sem þörf er á. Stutt verði við gerð þolmarkagreininga og hagnýtingu þeirra með skilgreiningu viðmiða um þolmörk, byggt á stefnu hvers staðar með tilliti til ferðamennsku. Á grunni þess verði skilgreint hvaða aðferðir henti til álagsstýringar og þær innleiddar. Skipaður verði starfshópur til að útfæra fyrirkomulag álagsstýringar, þar sem gjaldtaka á fjölsótta ferðamannastaði komi m.a. til skoðunar. Fyrst um sinn verði horft til ferðamannastaða í eigu og umsjón ríkisins.
     Ábyrgðarráðuneyti: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Framkvæmdaraðilar: Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Umhverfisstofnun og Ferðamálastofa.
     Dæmi um samstarfsaðila: Áfangastaðastofur, fyrirtæki í hafsækinni ferðaþjónustu, Minjastofnun, Samtök ferðaþjónustunnar, fjármála- og efnahagsráðuneyti, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, Rannsóknamiðstöð ferðamála og þjóðgarðar.
     Tímabil: 2024–2026.
     Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, Landsskipulagsstefna og áfangastaðaáætlanir.
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 9 og 11.
     Kostnaðarmat aðgerðar: 20 millj. kr. í þolmarkarannsóknir.

D.3. Fjölgun fyrirtækja með umhverfis- og/eða sjálfbærnivottanir.
     Markmið: Að fjölga fyrirtækjum með umhverfis- og/eða sjálfbærnivottanir með það að markmiði að rekstur fyrirtækja í ferðaþjónustu taki mið af umhverfisáhrifum og lágmarki neikvætt vistspor.
     Stutt lýsing: Sjálfbærnivegferð íslenskra fyrirtækja verði efld, m.a. með aukinni upplýsingagjöf, fræðslu og hvatningu. Bætt aðgengi starfsfólks fyrirtækja og atvinnurekenda að náms- og fræðsluefni á þessu sviði verði hluti af því, svo sem varðandi vottunarferli, sjálfbærnistefnur, samfélagslega ábyrgð og tengingu við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
     Ábyrgðarráðuneyti: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Framkvæmdaraðilar: Ferðamálastofa og Íslenski ferðaklasinn.
     Dæmi um samstarfsaðila: Alþýðusamband Íslands, Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Íslenski ferðaklasinn og Samtök ferðaþjónustunnar.
     Tímabil: 2024–2030.
     Tenging við aðrar stefnur/áætlanir:
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 4, 8, 9 og 12.
     Kostnaðarmat aðgerðar: 10 millj. kr. í gerð fræðsluefnis og miðlun þess.

D.4. Fræðsla og hvatning um sjálfbæra og nærandi ferðaþjónustu.
     Markmið: Að auka jákvæð umhverfisáhrif í rekstri fyrirtækja í ferðaþjónustu, efla sjálfbærni, samfélagslega ábyrgð og lágmarka neikvætt vistspor innan greinarinnar.
     Stutt lýsing: Unnið verði, og gert aðgengilegt, fræðsluefni um sjálfbæra og nærandi ferðaþjónustu, fyrir öll, sem nýtist fyrirtækjum og atvinnurekendum í ferðaþjónustu.
     Ábyrgðarráðuneyti: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Framkvæmdaraðilar: Ferðamálastofa og Íslenski ferðaklasinn.
     Dæmi um samstarfsaðila: Alþýðusamband Íslands, Samtök ferðaþjónustunnar, Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Íslandsstofa og Íslenski ferðaklasinn.
     Tímabil: 2024–2030.
     Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 4, 8, 10, 11, 12 og 16.
     Kostnaðarmat aðgerðar: 10 millj. kr. í gerð fræðsluefnis og miðlun þess.

D.5. Styrking landvörslu.
     Markmið: Að mæta nýjum áskorunum sem fylgja fjölgun og breyttri ferðahegðun ferðamanna með aukinni landvörslu og lengingu tímabils landvörslu á áfangastöðum.
     Stutt lýsing: Styrking landvörslu felist í fjölgun landvarða og lengri viðverutíma þeirra á áfangastöðum ferðamanna. Unnið verði að fjármögnun fjölgunar landvarða, að ráðningarferli landvarða hefjist fyrr á vorin og að landvarsla verði tryggð lengra fram á haustið í takt við breytingar á ferðahegðun.
     Ábyrgðarráðuneyti: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Framkvæmdaraðili: Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
     Dæmi um samstarfsaðila: Ferðamálastofa, Umhverfisstofnun og þjóðgarðar.
     Tímabil: 2024–2030.
     Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 11 og 17.
     Kostnaðarmat aðgerðar: 20 millj. kr. á ári í fjölgun landvarða og styrkingu landvörslu.

D.6. Orkuskipti í ferðaþjónustu.
     Markmið: Að hraða orkuskiptum í ferðaþjónustu og samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda sem styður við stefnumótun stjórnvalda í orku- og loftslagsmálum.
     Stutt lýsing: Unnið verði í samræmi við stefnumótun stjórnvalda á sviði orku- og loftslagsmála og aðgerðum á sviði orkuskipta í ferðaþjónustu hraðað eins og kostur er, t.d. varðandi bílaleigur og innanlandsflug.
     Ábyrgðarráðuneyti: Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Framkvæmdaraðilar: Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti og menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Dæmi um samstarfsaðila: Ferðamálastofa, Orkustofnun, Samtök ferðaþjónustunnar og Umhverfisstofnun.
     Tímabil: 2024–2030.
     Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Orkustefna til ársins 2050 og aðgerðaáætlun hennar.
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður við markmið 7 og 13.
     Kostnaðarmat aðgerðar: 30 millj. kr. í aukið árlegt framlag til að hraða orkuskiptum í ferðaþjónustu.

D.7. Aðlögun að loftslagsbreytingum.
     Markmið: Að til staðar sé greining og vöktun á áhrifum loftslagsbreytinga á íslenska ferðaþjónustu sem auðveldi aðlögun greinarinnar að loftslagsbreytingum.
     Stutt lýsing: Unnið verði að greiningu og vöktun á margvíslegum afleiðingum loftslagsbreytinga á íslenska ferðaþjónustu. Slík greining og vöktun verði nýtt í uppfærslum á stefnumótun stjórnvalda og aðgerðaráætlunum á sviði loftslagsmála.
     Ábyrgðarráðuneyti: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Framkvæmdaraðili: Ferðamálastofa.
     Dæmi um samstarfsaðila: Íslenski ferðaklasinn, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök ferðaþjónustunnar, Umhverfisstofnun, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti og Veðurstofan.
     Tímabil: 2024–2030.
     Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Orkustefna, Loftslagsstefna, Stefna um aðlögun að loftslagsbreytingum og byggðaáætlun.
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður við markmið 7 og 13.
     Kostnaðarmat aðgerðar: Innan ramma.

E. Gestir.
E.1. Markviss kynning og markaðssetning menningarferðaþjónustu á Íslandi.
     Markmið: Að menning verði skilgreind sem önnur af tveimur meginstoðum íslenskrar ferðaþjónustu, ásamt náttúru, sem grundvöllur fyrir jákvæða og sérstæða upplifun ferðamanna af Íslandi. Að markaðs- og kynningarstarf fyrir áfangastaðinn taki mið af því með mótun stefnu, skilgreiningu á markhópum og markaðssetningu.
     Stutt lýsing: Unnið verði að því að íslensk menning og listir í samtíma og sögu, hönnun, handverk, arfleifð, hátíðir, sögustaðir, menningarlandslag og matarmenning fái ótvírætt vægi sem hluti af meginstoðum íslenskrar ferðaþjónustu í opinberu kynningarstarfi. Stutt verði við að fagleg og áreiðanleg upplýsingamiðlun um framboð á íslenskri menningarferðaþjónustu, á landsvísu, allt árið um kring, verði aðgengileg innlendum og erlendum gestum. Veittur verði aukinn stuðningur við kynningar- og markaðsstarf á sviði menningarferðaþjónustu til að fjölga gestum og styðja við þróun áhugaverðra áfangastaða.
     Ábyrgðarráðuneyti: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Framkvæmdaraðili: Íslandsstofa.
     Dæmi um samstarfsaðila: Áfangastaðastofur, Ferðamálastofa, menningarstofnanir og Samtök um söguferðaþjónustu.
     Tímabil: 2024–2030.
     Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Framtíðarstefna fyrir íslenskan útflutning, áfangastaðaáætlanir.
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 8 og 11.
     Kostnaðarmat aðgerðar: 15 millj. kr. árlegt framlag í markaðssetningu menningarferðaþjónustu.

E.2. Efling náms í ferðaþjónustu þvert á skólastig og aukið aðgengi að námi.
     Markmið: Að námsframboð á sviði ferðamála og ferðaþjónustu verði markvisst og stuðlað verði að auknum tengslum og flæði milli náms á mismunandi stigum, með það að markmiði að auka aðgengi að námi, að sem flestum verði gert kleift að finna nám við hæfi, efla og styrkja mannauð innan ferðaþjónustunnar og ýta undir fjölmenningarvitund og inngildingu.
     Stutt lýsing: Unnið verði að því að efla nám í ferðaþjónustu, þvert á skólastig, og auka aðgengi að því, með það að leiðarljósi að auka gæði og hæfni innan greinarinnar, efla og styrkja mannauð, sem leiðir til aukinnar þekkingar, starfsánægju, skilvirkni, framleiðni og samkeppnishæfni. Gerð verði úttekt á núverandi námi í ferðamálum og ferðaþjónustu og áætlun um þróun og eflingu námsins í samræmi við þróun atvinnugreinarinnar og stefnu stjórnvalda í ferðamálum, m.a. með áherslu á fjölmenningarvitund og inngildingu.
     Ábyrgðarráðuneyti: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Framkvæmdaraðilar: Menningar- og viðskiptaráðuneyti, mennta- og barnamálaráðuneyti og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti.
     Dæmi um samstarfsaðila: Alþýðusamband Íslands, félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, menntastofnanir, Samtök ferðaþjónustunnar og símenntunarmiðstöðvar.
     Tímabil: 2024–2028.
     Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Menntastefna til ársins 2030.
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Markmið 4 og 8.
     Kostnaðarmat aðgerðar: 15 millj. kr. vegna úttektar.

E.3. Menntunarkrafa til leiðsögumanna sem starfa í þjóðgörðum.
     Markmið: Að samræmi sé innan þjóðgarða varðandi menntunarkröfur til leiðsögumanna, sem kveðið er á um í atvinnustefnu þjóðgarða.
     Stutt lýsing: Unnið verði að úttekt á því hvaða kröfur eru gerðar til leiðsögumanna sem starfa innan þjóðgarða á Íslandi. Í framhaldi af því verði útbúnar skýrar lágmarkskröfur um menntun og hæfni, sem þarf að uppfylla til að fá leyfi til að starfa við leiðsögn innan þjóðgarðs.
     Ábyrgðarráðuneyti: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Framkvæmdaraðilar: Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, Umhverfisstofnun og þjóðgarðar
     Dæmi um samstarfsaðila: Ferðamálastofa, Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Samtök ferðaþjónustunnar.
     Tímabil: 2024–2028.
     Tenging við aðrar stefnur/áætlanir:
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður við markmið 4 og 8.
     Kostnaðarmat aðgerðar: 15 millj. kr. í úttekt.

E.4. Alþjóðlegt nám í afþreyingartengdri ferðaþjónustu, með áherslu á sjálfbærni.
     Markmið: Að Ísland verði framarlega í alþjóðlegu námi í afþreyingartengdri og nærandi ferðaþjónustu þar sem sjálfbærni-, öryggis- og gæðamál eru í forgrunni.
     Stutt lýsing: Starfshópur vinni að því að hér á landi verði boðið upp á nám í ferðaþjónustu, með alþjóðlega viðurkenndri prófgráðu, í þeim tilgangi að auka fagmennsku innan greinarinnar, ásamt því að styrkja ásýnd og ímynd íslenskrar ferðaþjónustu.
     Ábyrgðarráðuneyti: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Framkvæmdaraðili: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Dæmi um samstarfsaðila: Félag fjallaleiðsögumanna, Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti, háskólar, Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Íslandsstofa, mennta- og barnamálaráðuneyti og Samtök ferðaþjónustunnar.
     Tímabil: 2024–2027.
     Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Menntastefna til 2030.
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður við markmið 4 og 8.
     Kostnaðarmat aðgerðar: 10 millj. kr. í undirbúning og mótun alþjóðlegs náms.

E.5. Upplýsingar og spár um aðsókn að áfangastöðum.
     Markmið: Að stuðla að betri upplýsingagjöf sem nýtist til ákvörðunartöku gesta, umsjónaraðila og ferðaþjónustufyrirtækja varðandi heimsókn og dvöl á áfangastöðum, og stuðla að bættri álagsstýringu á fjölsóttum áfangastöðum.
     Stutt lýsing: Stutt verði við og þróað verkefni um talningar á áfangastöðum, m.a. með fjölgun teljara. Jafnframt verði komið á fót spákerfi um aðsókn að áfangastöðum, þar sem hægt er að greina fjölda ferðamanna á áfangastöðum, dreifingu á landsvísu og eftirspurn eftir gistingu niður á svæði.
     Ábyrgðarráðuneyti: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Framkvæmdaraðili: Ferðamálastofa.
     Dæmi um samstarfsaðila: Áfangastaðastofur, landeigendur, umhverfisstofnun og þjóðgarðar.
     Tímabil: 2024–2027.
     Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Rannsóknaráætlun Ferðamálastofu, áfangastaðaáætlanir.
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 8 og 11.
     Kostnaðarmat aðgerðar: 30 millj. kr.

E.6. Endurskoðun á gæða- og umhverfisvottun fyrir íslenska ferðaþjónustu.
     Markmið: Að til verði skýr framtíðarsýn um gæða- og umhverfisvottun fyrir íslenska ferðaþjónustu.
     Stutt lýsing: Skipaður verði starfshópur sem vinni greinargerð og tillögur til ráðherra um fyrirkomulag gæða- og umhverfisvottunar fyrir íslenska ferðaþjónustu, m.a. með hliðsjón af þróun Vakans.
     Ábyrgðarráðuneyti: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Framkvæmdaraðili: Ferðamálastofa.
     Dæmi um samstarfsaðila: Íslenski ferðaklasinn og Samtök ferðaþjónustunnar.
     Tímabil: 2024–2025.
     Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Loftslagsstefna og áfangastaðaáætlanir.
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 8, 9 og 12.
     Kostnaðarmat aðgerðar: Innan ramma.

E.7. Bætt öryggi ferðamanna.
     Markmið: Að tryggja öryggi ferðamanna um land allt, eins og kostur er, hvort sem um er að ræða á fjölsóttum áfangastöðum eða á ferð um landið almennt.
     Stutt lýsing: Stofnaður verði starfshópur til þess að greina öryggismál í ferðaþjónustu, vinna að framgangi þeirra og tryggja samtal á milli aðila. Starfshópurinn skoði m.a. upplýsingagjöf, hvernig skráningu slysa og óhappa er háttað, áhættumat á áfangastöðum, uppfærslu viðbragðsáætlunar, fjarskiptasamband, viðbragðstíma viðbragðsaðila og samræmda og skýra til ferðamanna.
     Ábyrgðarráðuneyti: Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
     Framkvæmdaraðili: Ferðamálastofa.
     Dæmi um samstarfsaðila: Almannavarnir, áfangastaðastofur, heilbrigðisráðuneyti, Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Fjarskiptastofa, Íslandsstofa, Lögreglan, sveitarfélög, dómsmálaráðuneyti, Umhverfisstofnun, Slysavarnafélagið Landsbjörg og Vegagerðin, Veðurstofan, innviðaráðuneyti.
     Tímabil: 2024–2030.
     Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Stefna stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum, Fjarskiptaáætlun og aðgerðaáætlun um sjúkraflutninga og bráðaþjónustu til ársins 2025.
     Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður við markmið 3 og 9, einkum undirmarkmið 3.6 og 9.1.
     Kostnaðarmat aðgerðar: 30 millj. kr. árlega í ýmsar aðgerðir og verkefni til að tryggja öryggi ferðamanna.

Greinargerð.

1. Inngangur.
    Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, frá nóvember 2021, kemur fram að ferðaþjónusta verði „áfram stór þáttur í íslensku atvinnu- og efnahagslífi og er mikilvægt að hún fái tækifæri til uppbyggingar eftir áföll heimsfaraldursins. Lögð verður áhersla á að ferðaþjónusta á Íslandi sé arðsöm og samkeppnishæf atvinnugrein í sátt við náttúru, íslenska menningu og tungu. Við viljum að Ísland sé leiðandi í sjálfbærri þróun og nýsköpun í ferðaþjónustu. Áfram verður unnið að uppbyggingu innviða í takt við fjölgun ferðamanna.“
    Í stjórnarsáttmálanum kemur einnig fram að „framtíðarsýn ferðaþjónustu til 2030, sem mótuð var á síðasta kjörtímabili, verði fylgt eftir með aðgerðaáætlun sem styður bæði við langtímamarkmiðin og áhersluatriðin 12 sem henni fylgdu.“
    Haustið 2022 hófst vinna við uppfærslu á framangreindri framtíðarsýn ferðaþjónustu (svokallaðan stefnuramma ferðaþjónustunnar til 2030) og lauk þeirri vinnu í byrjun árs 2023. Í uppfærðum stefnuramma, sem myndar grunn að ferðamálastefnu til 2030, eru 12 áherslur sem deilast á fjórar lykilstoðir; efnahag, samfélag, umhverfi og gesti. Vinna við að aðgerðabinda þær áherslur, í samræmi við stjórnarsáttmála, hófst í kjölfarið og var lagt upp með að aðgerðaáætlun ferðamálastefnu muni fylgja eftir þeirri framtíðarsýn, markmiðum og áherslum sem koma fram í ferðamálastefnu til 2030.
    Í maí 2023 skipaði ferðamálaráðherra sjö starfshópa sem falið var að vinna tillögur að aðgerðum inn í aðgerðaáætlun fyrir ferðamálastefnu til 2030. Verkefnið í heild sinni var leitt af stýrihóp á vegum menningar- og viðskiptaráðuneytis og var búin til sérstök vefsíða þar sem allar upplýsingar um verkefnið er að finna, ferdamalastefna.is.
    Starfshópunum sjö var ætlað að ná utan um alla þætti ferðaþjónustu, þ.e. sjálfbærni og orkuskipti, samkeppnishæfni og verðmætasköpun, rannsóknir og nýsköpun, uppbyggingu áfangastaða, hæfni og gæði, heilsu-, veitinga- og hvataferðaþjónustu og svo menningartengda ferðaþjónustu.
    Starfshóparnir voru sem hér segir:
     1.      Sjálfbærni og orkuskipti. Formaður: Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.
     2.      Samkeppnishæfni og verðmætasköpun. Formaður: Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, forstöðumaður útflutnings og fjárfestinga hjá Íslandsstofu.
     3.      Rannsóknir og nýsköpun. Formaður: Már Másson, framkvæmdastjóri hjá Fossfalli ráðgjöf.
     4.      Uppbygging áfangastaða. Formaður: Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
     5.      Hæfni og gæði. Formaður: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við Háskóla Íslands.
     6.      Heilsu-, veitinga- og hvataferðaþjónusta. Formaður: Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-, markaðs-, og vöruþróunarsviðs hjá Bláa lóninu.
     7.      Menningartengd ferðaþjónusta. Formaður: Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu.
    Stýrihóp verkefnisins skipuðu eftirtaldir aðilar:
    Ingvi Már Pálsson, skrifstofustjóri í menningar- og viðskiptaráðuneyti, Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri, Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, Valgerður Rún Benediktsdóttir, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga (í stað Guðjóns Bragasonar), Sigrún Elsa Smáradóttir formaður ferðamálaráðs, Jóhanna Hreiðarsdóttir aðstoðarmaður ráðherra, Sunna Þórðardóttir, sérfræðingur í menningar- og viðskiptaráðuneyti, María Reynisdóttir, sérfræðingur í menningar- og viðskiptaráðuneyti, Guðný Hrafnkelsdóttir, sérfræðingur í menningar- og viðskiptaráðuneyti, Þórarinn Örn Þrándarson, sérfræðingur í menningar- og viðskiptaráðuneyti, Hafdís Huld Björnsdóttir RATA ráðgjafafyrirtæki, Anna Katrín Einarsdóttir RATA ráðgjafafyrirtæki, María Hjálmarsdóttir RATA ráðgjafafyrirtæki, Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans, Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, forstöðumaður útflutnings og fjárfestinga hjá Íslandsstofu, Már Másson, framkvæmdastjóri hjá Fossfalli ráðgjöf, Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við Háskóla Íslands, Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-, markaðs-, og vöruþróunarsviðs hjá Bláa lóninu og Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu.
    Í hverjum starfshóp voru á bilinu átta til tíu sérfræðingar, auk tveggja starfsmanna. Í heild komu því beint að þessu verkefni rúmlega 100 manns, auk allra þeirra aðila sem leitað var til og haft samráð við.
    Um samráð við mótun þingsályktunartillögunnar vísast nánar til kafla 5.

2. Þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustu.
2.1 Almennt.
    Ferðaþjónustan er ein af stærstu atvinnugreinum á Íslandi, hvort sem litið er til veltu eða fjölda starfsfólks, og mikilvægur drifkraftur hagvaxtar. Fjöldi ferðamanna jókst úr tæplega 500 þúsund árið 2010 í rúmar 2,3 milljónir árið 2018 þegar mest var. Árið 2023 var fjöldi ferðamanna að nálgast það sem var fyrir heimsfaraldur (rúmlega 2,2 milljónir). Spár fyrir árið 2024 gera ráð fyrir á bilinu 2.300 til 2.450 þúsund ferðamönnum og spár fyrir árið 2025 á bilinu 2.400 til 2.600 þúsund ferðamönnum.
    Samhliða þessu hefur hlutur ferðaþjónustunnar í landsframleiðslu vaxið mjög en árið 2022 nam hann 7,8%. Um 35 þúsund einstaklingar starfa við ferðaþjónustu á Íslandi.

2.2. Gjaldeyristekjur og skattspor ferðaþjónustu.
    Útflutningsverðmæti ferðaþjónustunnar eða gjaldeyristekjur af ferðamönnum voru um 450 milljarðar kr. árið 2022 (samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands) og miðað við svipaðar tekjur af hverjum ferðamanni þá stefnir útflutningsverðmætið í um 650 milljarða kr. árið 2024. Samkvæmt skýrslu Reykjavík Economics, sem kynnt var í desember 2023, skilaði ferðaþjónustan um 92 milljörðum kr. í skattspor árið 2022 og sé virðisaukaskattur tekinn með var upphæðin 160 milljarðar kr. Byggist þetta á tölum frá Hagstofunni. Tiltaka má að auki ýmis önnur gjöld og álögur sem eru bornar uppi af ferðaþjónustunni, þ.e. gjöld sem annars væru ekki innheimt eins og eldsneytisgjöld, tekjur af innviðum eins og höfnum og flugvöllum, sértekjur þjóðgarða o.s.frv.
    Áætlað er að heildarskattspor ferðaþjónustunnar verði yfir 220 ma.kr. árið 2024, nema til komi fækkun ferðamanna, m.a. vegna náttúruhamfara og afleiddra áhrifa í framhaldi af umfjöllun erlendra miðla um þær.

2.3. Þjóðhagslegt mikilvægi.
    Þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustu hér á landi hefur aukist til muna samhliða vexti greinarinnar. Áður var efnahagsleg staða þjóðarbúsins oft og tíðum tæp, þar til straumhvörf í viðskiptajöfnuði áttu sér stað fyrir rúmlega tíu árum með tilkomu sterkrar ferðaþjónustu hér á landi.
    Fyrir lítið opið hagkerfi er nauðsynlegt að hafa styrkar útflutningsstoðir. Á tímum kórónuveirufaraldurs kom glöggt í ljós hversu hagfellt var að vera með gjaldeyrisforða sem gat jafnað mestu sveiflur.
    Með auknum fjölda ferðamanna hafa tekjur þjóðarbúsins aukist og ný störf skapast í landinu. Spáð er áframhaldandi vexti í komum erlendra ferðamanna til Íslands. Hröðum vexti fylgja áskoranir en í greininni felast jafnframt mikil sóknarfæri til aukinnar hagsældar samfélagsins og jákvæðrar byggðaþróunar.
    Í mars 2023 stóð menningar- og viðskiptaráðuneytið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálastofu fyrir ráðstefnu um þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustunnar þar sem m.a. var kynnt nýtt mælaborð um áhrif ferðaþjónustu á nærsamfélög. Nánari upplýsingar um þá ráðstefnu er að finna á vefsíðu ferðamálastefnu á vef Stjórnarráðsins.

3. Framtíðarsýn og meginmarkmið.
3.1. Uppfærsla á stefnuramma frá 2019.
    Árið 2019 var unninn stefnurammi í ferðaþjónustu til 2030 undir heitinu „Leiðandi í sjálfbærri þróun – Íslensk ferðaþjónusta til 2030“. Komu fjölmargir aðilar að þeirri vinnu og var um að ræða framtíðarsýn og áherslur í íslenskri ferðaþjónustu til næstu tíu ára.
    Til að fylgja framangreindu verkefni um stefnumótun og aðgerðaáætlun í ferðaþjónustu í stjórnarsáttmála eftir, hóf ráðuneytið haustið 2022 vinnu við að uppfæra umræddan stefnuramma íslenskrar ferðaþjónustu. Í því skyni var sá stýrihópur sem stóð að verkefninu 2019 kallaður saman að nýju.
    Við uppfærslu stefnurammans var tekið mið af þróun mála frá 2019, áherslum í stjórnarsáttmála, alþjóðlegum samanburði og áherslum í nýlegri stefnumótun stjórnvalda. Gerðar voru breytingar á orðalagi og ný myndræn framsetning unnin sem sýnir samspil fjögurra meginstoða stefnurammans, þ.e. efnahags, samfélags, umhverfis og gesta, og þeirra áherslna sem eru undir hverri meginstoð, sem og þeirra sem liggja þvert á meginstoðir.
    Uppfærður stefnurammi var lagður fyrir ríkisstjórn 20. janúar 2023, ásamt áformum um næstu skref við að aðgerðarbinda stefnurammann.
    Þær breytingar sem gerðar voru í uppfærðum stefnuramma, samanborið við þann frá 2019, eru í stuttu máli eftirfarandi:
     1.      Orðalag í yfirheitum, áhersluatriðunum tólf og meginstoðunum fjórum, var slípað til og uppfært, án þess að um miklar efnisbreytingar væri að ræða. Almenn ánægja var meðal ferðaþjónustunnar, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Ferðamálastofu og annarra haghafa með stefnurammann frá 2019 og því þótti ekki vera ástæða til mikilla efnislegra breytinga á honum.
     2.      Breytt myndræn framsetning var unnin á stefnurammanum. Kemur það fram í framsetningu á lykilstoðum (efnahagur, samfélag, gestir og umhverfi) og áherslum innan hverrar stoðar. Framsetningin dregur m.a. betur fram að sjálfbær þróun er grundvöllur rammans og tengir saman stoðir og áherslur. Einnig að stoðirnar skarast og eru ekki sjálfstæðar.
    Sjá nánar eftirfarandi mynd sem sýnir uppfærðan stefnuramma ferðaþjónustu til 2030, undir yfirheitinu „Leiðandi í sjálfbærri þróun“.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


3.2. Ferðamálastefna til 2030 – framtíðarsýn og meginmarkmið.
    Framangreindur uppfærður stefnurammi íslenskrar ferðaþjónustu myndar grunninn að ferðamálastefnu til 2030, eins og nánar kemur fram í þingsályktunartillögu þessari.
    Framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu er að hún verði leiðandi í sjálfbærri þróun á grunni jafnvægis á milli efnahags-, umhverfis- og samfélagslegra þátta. Í því felst að hér verði rekin arðsöm og samkeppnishæf ferðaþjónusta sem starfi í sátt við bæði land og þjóð. Framtíðarsýnin innifelur einnig að ferðaþjónustan stuðli að bættum lífskjörum og hagsæld á Íslandi og verði ein af grundvallarstoðum íslensks efnahagslífs.
    Meginmarkmið ferðamálastefnu er að tryggja framangreinda framtíðarsýn ferðaþjónustu til lengri tíma. Meginmarkmiðið er þannig að styðja við sjálfbærni í ferðaþjónustu á öllum sviðum og að íslensk ferðaþjónusta verði þekkt fyrir gæði og einstaka upplifun.

3.3. Nánar um samspil fjögurra lykilstoða ferðamálastefnu og tólf áhersluþátta hennar.
    Við framkvæmd ferðamálastefnu verður lögð áhersla á jafnvægi og samþættingu milli eftirfarandi fjögurra lykilstoða: efnahags, samfélags, umhverfis og gesta.
    Undir efnahagslegum þætti verður m.a. lögð áhersla á aukna framleiðni í ferðaþjónustu, verðmætasköpun og samkeppnishæfni um land allt. Einnig skal leggja áherslu á framþróun sem byggist á tækni, gögnum, nýsköpun, vöruþróun, mannauði og menntun og á markvissa sókn á verðmæta markaði og markhópa.
    Undir samfélagslegum þætti verður m.a. lögð áhersla á jákvæð áhrif ferðaþjónustu á nærsamfélög, mannauð, aukin lífsgæði um land allt og að atvinnugreinin efli lífvænleg og sjálfbær samfélög. Einnig skal lög áhersla á stjórnun og uppbyggingu áfangastaða og að gestir ferðist um land allt, árið um kring.
    Undir umhverfislegum þætti verður m.a. lögð áhersla á minnkandi kolefnisspor ferðaþjónustu og forystuhlutverk í orkuskiptum með nýtingu vistvænna orkugjafa. Einnig skal lögð áhersla á jafnvægi milli hagnýtingar og verndar náttúru og að uppbygging innviða taki mið af því. Jafnframt skal leggja áherslu á virðingu fyrir þolmörkum og álagsstýringu á áfangastöðum ferðamanna.
    Undir þeim þætti sem snýr að gestinum (ferðamanninum) verður m.a. lögð áhersla á að upplifun gesta sé betri eða í samræmi við væntingar og að náttúra, menning og fjölbreytt afþreying stuðli að einstakri upplifun gesta. Áhersla skal lögð á að fagmennska, gæði og öryggi einkenni íslenska ferðaþjónustu.
    Framangreindar lykilstoðir, og þeir áhersluþættir sem eru undir hverri stoð, tengjast saman og sjálfbær þróun liggur þeim til grundvallar.
    Til stuðnings við þau tólf áhersluatriði sem koma fram í framangreindri mynd eru síðan undirstöður sem samanstanda af samhæfingu, samgöngum, gæðum og þekkingu.
    Markaðs- og kynningarstarf stjórnvalda, á sviði ferðaþjónustu, skal vera í samræmi við þær áherslur sem fram koma í ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun.

3.4. Aðgerðaáætlun ferðamálastefnu.
    Samkvæmt tillögu þessari til þingsályktunar ályktar Alþingi að unnið skuli í samræmi við aðgerðaáætlun til að tryggja framgang ferðamálastefnu til 2030. Er aðgerðaáætlunin hluti af þingsályktunartillögunni. Með aðgerðaáætluninni er framtíðarsýn, áherslum og markmiðum ferðamálastefnu fylgt eftir með skilgreindum, kostnaðarmetnum og tímasettum aðgerðum.
    Miðað er við að aðgerðaáætlunin komi til uppfærslu á tveggja ára fresti, fram til 2030, og samhliða framvindu aðgerða verði unnið að gerð skilgreindra mælikvarða til 2030 sem ná yfir framangreindar fjórar lykilstoðir ferðamálastefnu.

4. Nánar um þær aðgerðir sem koma fram í aðgerðaáætlun ferðamálastefnu.
A. Rannsóknir og gögn.
A.1. Grunninnviðir fyrir rannsóknir, greiningu og stefnumótun í ferðaþjónustu.
    Ferðaþjónustan snertir mikinn fjölda atvinnugreina á Íslandi. Mikilvægt er að hægt sé að mæla virðisauka hverrar undirgreinar ferðaþjónustunnar og meta þannig meta áhrif greinarinnar á efnahag, samfélag og umhverfi. Ferðaþjónustureikningar (e. Tourism Satellite Accounts – TSA) er staðlaður hagskýrslurammi sem hefur verið þróaður í samstarfi alþjóðastofnana á borð við Alþjóðaferðamálastofnunina, UN Tourism, OECD og Eurostat. Eru ferðaþjónustureikningar svokallaðir hliðarreikningar frá þjóðhagsreikningum þar sem ferðaþjónustan er margbrotin atvinnugrein. Horft verði til alþjóðlegra/evrópskra staðla (TSA) um ferðaþjónustureikninga til að stuðla að betra mati á samkeppnishæfni greinarinnar við önnur lönd.
    Upplýsingaveita eða gagnagrunnur fyrir gerð ferðaþjónustureikninga er í dag vistaður hjá Hagstofu Íslands. Einn starfsmaður Hagstofu vinnur að takmörkuðum hluta reikninganna á grundvelli samnings við ráðuneyti menningar og viðskipta. Þá er víða verið að safna og greina gögn um ferðaþjónustu án sameiginlegs ramma og samþættingar við alþjóðlegar aðferðir og staðla. Verkefnið þarfnast styrkingar með tilliti til mönnunar svo auka megi birtingartíðni og sundurliðun efnisþátta og landsvæða.
    Dæmi um verkþætti aðgerðar:
    Vinna kerfisbundið að heildstæðu upplýsingakerfi samkvæmt alþjóðlegri fyrirmynd yfir ferðaþjónustu í heild og eftir landsvæðum (að miðhálendinu meðtöldu) og sveitarfélögum. Grundvöllur fyrir heildstæðum hliðarreikningum er að Hagstofa Íslands afli gagna og birti reglubundið upplýsingar um ferðaþjónustu á sviði efnahags-, félags- og umhverfismála (umhverfisreikningar).

A.2. Vinnsla upplýsinga um heildaráhrif og samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu.
    Með því að yfirfara, samræma og tengja gagnaöflun, rannsóknir, gerð kannana, miðlun og útgáfu upplýsinga á sviði ferðaþjónustu við þann lögbundna ramma sem alþjóðleg samstaða ríkir um eykst skilvirkni og stefnumörkun hagaðila verður auðveldari. Stærsti hluti af starfsemi íslenskrar ferðaþjónustu fer fram á alþjóðlegum samkeppnismörkuðum. Til að skoða stöðu, samkeppnishæfni og þróun áfangastaðarins Íslands liggur beinast við að skoða mælikvarða yfir þjónustutekjur af komu erlendra ferðamanna enda skipta viðskipti þeirra sífellt meira máli í framboði, afkomu og hagnaði fyrirtækja í ferðaþjónustu. Með tilvísun í vaxandi hlutdeild ferðaþjónustu í öflun gjaldeyristekna er lögð áhersla á að fyrir liggi tímanlega upplýsingar yfir kaup erlendra ferðamanna hér á landi, í mestri sundurliðun; enda á að vera skýr lagaheimild fyrir birtingu slíkra upplýsinga. Hliðstætt á við um mælikvarða yfir meðaltekjur, á föstu verði, af komu hvers erlends ferðamanns. Eðlilegt er að sá mælikvarði eða lykiltala sé birt samhliða birtingu á ársfjórðungslegum upplýsingum yfir þjónustuútflutning, enda er hún auðmælanleg.
    Tímanlegar ársfjórðungslegar upplýsingar úr greiðslujafnaðarreikningi eru mjög grófar og gefa takmarkaðar upplýsingar um kaup erlendra ferðamanna hér á landi eftir helstu vöruflokkum og mörkuðum. Þá er nokkuð um að fleiri en einn aðili birti upplýsingar yfir kaup erlendra ferðamanna (gjaldeyristekjur í ferðaþjónustu) sem eru ekki í samræmi við þau vinnubrögð sem alþjóðastofnanir (Eurostat, OECD, UN Tourism) mæla með. Ef horft er til umfangs greinarinnar í íslenskum þjóðarbúskap vekur athygli að ekki hafi tekist að samræma skipulag á gagnaöflun, gagnaúrvinnslu, rannsóknum og birtingu á hlutlægum upplýsingum yfir meðalgjaldeyristekjur á föstu verði í heild og niður á þjóðerni. Það er hlutverk greiðslujafnaðar og þjóðhagsreikninga (ferðaþjónustureikninga), að færa viðskipti erlendra ferðamanna, sem sannanlega eru að heimsækja áfangastaðinn Ísland, til bókar. Þótt ferðaþjónusta snúi einkum að flutnings-, veitinga-, gisti- og afþreyingarþjónustu þá gefa alþjóðlegir staðlar færi á að meta ávinninginn af útgjöldum ferðamanna á ýmsar aðrar atvinnugreinar og félagasamtök sem ekki hafa verið taldar dæmigerð ferðaþjónusta, svo sem á sviði verslunar, menningar og lista.
    Dæmi um verkþætti aðgerðar:
    Vinna áreiðanlegar og nýlegar upplýsingar um viðskipti erlendra ferðamanna hér á landi, á föstu verði, í mestri sundurliðun. Vinna og birta mælikvarða yfir meðaltekjur, á föstu verði, á hvern erlendan ferðamann samhliða birtingu á ársfjórðungslegum upplýsingum yfir þjónustuútflutning.

A.3. Gagnafærni í ferðaþjónustu.
    Mikilvægt er að styðja við þekkingu og nýsköpun með uppbyggingu gagnafærni. Hluti af því er að bjóða upp á námskeið með áherslu á verðmætasköpun með notkun gagna sem safnað hefur verið stafrænt. Með því er stutt við stafvæðingu innan atvinnugreinarinnar til að auka gagnagæði og nýtingu á gögnum.
    Aðgerðin miðar að því að haldin verði námskeiðum með áherslu á verðmætasköpun með notkun gagna sem safnað hefur verið stafrænt til að styðja við stafvæðingu, þekkingaröflun og nýsköpun innan greinarinnar.

A.4. Aukið samstarf stofnana um eflingu rannsókna á sviði ferðamála.
    Markmið þessarar aðgerðar er að styrkja og efla stoðir rannsókna í þágu atvinnuvegarins og hins opinbera, samnýta þá faglegu þekkingu sem er til staðar, skilvirkari notkun á opinberu fjármagni, að stuðla að markvissari gagnaöflun og heildstæðum rannsóknum innan viðeigandi ramma. Einnig að tryggja aðgengi að áreiðanlegum og nýtanlegum mælingum og rannsóknarniðurstöðum sem nýtast við stefnumótun atvinnugreinarinnar og hins opinbera, aðgerðaáætlun og eftirfylgni á flestum sviðum ferðaþjónustu til langs tíma litið.
    Hluti af aðgerðinni felst í endurskoðun á reglugerð nr. 20/2020 um gagnaöflun og rannsóknir á sviði ferðamála.
    Dæmi um verkþætti aðgerðar:
          Koma á formlegu samstarfi með skýrri verkaskiptingu og ábyrgð.
          Setja á laggirnar formlegan samstarfsvettvang um eflingu og samhæfingu í gagnaöflun og rannsóknum á sviði ferðamála þar sem aðild eiga m.a. fulltrúar Ferðamálastofu, Hagstofu, Rannsóknamiðstöðvar ferðamála og SAF. Brýnt er að hafa í huga að grundvöllur fyrir eflingu rannsóknarinnviða og heildstæðra athugana og skýrslugerðar um ferðaþjónustu, fyrir einstök ráðuneyti, ríkisstjórn, sveitarfélög og ferðaþjónustu sem atvinnugreinar, er að ávallt séu til staðar reglubundnar og sértækar upplýsingar um flest svið ferðaþjónustu, sem borið er traust til.

A.5. Fjármagn til gagnaöflunar og rannsókna á sviði ferðamála.
    Ráðgefandi nefnd um gagnaöflun og rannsóknir sendi stýrihópi um aðgerðaáætlun í ferðaþjónustu samantekt um fjárveitingar til gagnaöflunar og rannsókna á sviði ferðamála. Þar kemur fram að „… miklu minna fé bæði mælt í krónutölu og miðað við framlag til vergrar landsframleiðslu [er] varið til gagnaöflunar og rannsókna í ferðaþjónustu en í öðrum grunnatvinnuvegum landsmanna …“. Afleiðingin er brotakennd þekking og skilningur á eðli, umfangi og afleiðingum ferðaþjónustu fyrir íslenskt samfélag, náttúru og menningu. Því er mikilvægt að í fjárlagavinnu hvers árs, og við gerð fimm ára fjármálaáætlunar, verði brugðist við framangreindri stöðu og gert ráð fyrir viðvarandi fjármagni til rannsókna á sviði ferðamála, m.a. með hliðsjón af úthlutun fjármuna á fjárlögum til rannsókna í öðrum höfuðatvinnugreinum landsins.
    Dæmi um verkþætti aðgerðar:
    Gerð verður fjárhags- og úthlutunaráætlun fyrir fjármögnun rannsókna byggð á spá um þróun virðisauka í greininni til 2030.

A.6. Markáætlun um rannsóknir á sviði ferðamála.
    Samkvæmt aðgerðinni verður sett á laggirnar sérstök markáætlun um rannsóknir á sviði ferðamála. Gæti slík markáætlun átt heima innan Rannís. Lögð verður áhersla á rannsóknir sem snúa að því hvernig megi tryggja jákvæð hagræn og samfélagsleg áhrif ferðamennsku í sátt við náttúru.
    Rannsóknir eru mikilvæg forsenda upplýstrar ákvörðunartöku og stefnumótunar í uppbyggingu og stjórnun ferðaþjónustu. Markmið markáætlunar á sviði ferðaþjónustu er að styrkja fræði og framkvæmd með því að tengja saman rannsóknir og þarfir atvinnugreinarinnar.
    Í ályktun stjórnar Rannsóknamiðstöðvar ferðamála frá aðalfundi 2020 kemur eftirfarandi fram: „Meirihluti þess fjármagns sem ríkið setur í samkeppnissjóði á sviði rannsókna og nýsköpunar er í umsjón Rannís. Þar skiptir Rannsóknasjóður hvað mestu máli en þar eru ferðamál ekki skilgreind sem viðfangsefni. Ríkið hefur hins vegar fjármagnað duglega hina ýmsu rannsókna- og nýsköpunarsjóði sem tengjast sjávarútvegi, landbúnaði og orkumálum. Þrátt fyrir gríðarlegan vöxt ferðaþjónustunnar á síðastliðnum áratug hefur sambærilegur sjóður sem snýr að ferðamálum ekki litið dagsins ljós“.
    Dæmi um verkþætti aðgerðar:
    Settur verður á laggirnar starfshópur fyrir þróun markáætlunar og fjármögnun markáætlunar tryggð.

A.7. Opið gagnarými fyrir ferðaþjónustu.
    Brýnt er að til staðar sé sameiginlegt og opið gagnarými fyrir haghafa í ferðaþjónustu sem styður við gagnadrifna ákvarðanatöku, rannsóknir, greiningar og nýsköpun. Slíkt gagnarými getur gert öll opinber gögn sem tengjast ferðaþjónustu aðgengileg og verið tilbúið til að taka á móti gögnum sem gagnast gætu atvinnugreininni, þar með talið frá einkaaðilum.
    Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um breytinga á lögum um endurnot opinberra upplýsinga, nr. 45/2018 (þingskjal 35, 35. mál). Styður það almennt við uppsetningu á sameiginlegu gagnarými.
    Dæmi um verkþætti aðgerðar:
    Gerð verður kostnaðar- og ábatagreining á bættu aðgengi að gögnum fyrir ferðaþjónustu.

A.8. Áreiðanleg og nýleg gögn um gististaði.
    Þörf er á fjölbreyttri greiningu á ferðaþjónustu í landinu og þar eiga opinberar hagtölur að vera mikilvæg gagnalind. Á undanförnum árum hefur verið lögð rík áhersla á að mæla umferð og dreifingu/flæði ferðamanna um landið. Í dag er skortur á tímanlegum, samræmdum, sundurliðuðum gögnum og upplýsingum til að meta fjölda ferðamanna á landinu og dreifingu þeirra um landið á hverjum tíma fyrir sig. Þá er skortur á upplýsingum um umfang ferðaþjónustu eftir sveitarfélögum, aðgerðum almannavarna o.fl. Það gildir t.d. um framboð og eftirspurn á gistirými. Í dag uppfylla gögnin ekki almennar gæðakröfur sem gerðar eru til slíkra gagna. Sundurliðun gagnanna er verulega ábótavant og afhendingartími þeirra er í flestum tilvikum lengri en ár. Erfitt er t.d. að samnýta gögn yfir gistinætur við aðrar mikilvægar upplýsingar við rekstur og efnahag í rekstri gististaða. Bestu upplýsingarnar eru í skýrslum um framboð og eftirspurn eftir gistingu á hótelum, að undanskildum hótelum sem eru starfrækt á Vesturlandi og Vestfjörðum. Gott upplýsingaflæði milli hagaðila og stjórnsýslu er árangursrík leið til að hafa áhrif á stefnu sem best þjónar heildarhagsmunum atvinnulífsins og almennings.
    Dæmi um verkþætti:
    Tekið verður til skoðunar hvort ástæða sé til að skylda þá sem eru með gististaði í flokki 2, 3 og 4 til að vera með PMS-kerfi sem getur skilað upplýsingum um framboð og eftirspurn eftir gistingu daglega í miðlægan gagnagrunn.
    Rýmkað verður fyrir um birtingu upplýsinga er varða gistingu á Íslandi.

A.9. Öflun gagna um ráðstefnu- og hvataferðaþjónustu.
    Íslensk þýðing á MICE (Meetings, Incentives, Conferences and Events) er ráðstefnur, hvataferðir, fundir og alþjóðlegir viðburðir. Stundum er styttra heiti notað, eða ráðstefnu- og hvataferðaþjónusta, líkt og gert er í aðgerðaáætlun þessari. Mikilvægt er að stjórnvöld tryggi öflun áreiðanlegra gagna um þessa markaði. Staðan nú er þannig að lítið er um gögn og ekki verið að afla þeirra markvisst. Þau finnast helst í tölum um afþreyingu sem endurspegla ekki stöðu þessa markaðar.
    Greiningarvinna og markmiðasetning er mikilvæg og brýnt að auka markvissari öflun áreiðanlegra gagna, ekki síst um markhópa sem skilgreindir hafa verið sem eftirsóknarverðari en aðrir. Þá er afar nauðsynlegt að ná utan um heildaráhrif ferðaþjónustunnar á íslenskt þjóðarbú með því að tryggja reglulegan útreikning á skattspori.
    Markmið aðgerðarinnar er að bæði stjórnvöld og greinin sjálf geti tekið upplýstar ákvarðanir sem byggjast á raungögnum t.d. hvað varðar stærð og verðmæti eftirsóknarverðra markhópa.

A.10. Rannsókna- og gagnaáætlun fyrir menningarferðaþjónustu.
    Samkvæmt aðgerðinni verður unnin rannsókna- og gagnaáætlun fyrir menningarferðaþjónustu og hún fjármögnuð til næstu fimm ára. Í því samhengi er bæði horft til áhrifa menningar og skapandi greina á ferðaþjónustu, sem og áhrifa ferðaþjónustu á atvinnulíf menningar og skapandi greina.
    Áætlunin styður við áherslur í ferðamálastefnu og stuðlar að samvinnu lykilaðila í rannsóknum og gagnaöflun á sviði menningarferðaþjónustu. Þessir aðilar eru til að mynda Hagstofa Íslands, Ferðamálastofa, Íslandsstofa, sveitarfélög, landshlutasamtök sveitarfélaga, áfangastaðastofur, rannsóknastofnanir, háskólasamfélagið auk einkaaðila á þessu sviði.
    Nú eru upplýsingar og rannsóknir tengdar menningarferðaþjónustu almennt ónógar og skortur á gögnum stendur framþróun fyrir þrifum. Til að mynda skortir sundurgreinanlegar upplýsingar um hagræn áhrif menningarferðaþjónustu, fjölda starfa, innviði, aðgengi, væntingar, neyslu og viðhorf gesta.
    Markmið aðgerðarinnar er að stuðla að auknum gæðum, verðmætasköpun og ábyrgri þróun atvinnuvega menningar og skapandi greina í ferðaþjónustu. Áhersla verður á rannsóknir sem hafa hagnýtt gildi til að styðja við stefnumótun stjórnvalda og greinarinnar og stuðla þannig að þróun menningarferðaþjónustu og skapandi greina sem sjálfbærra atvinnuvega. Samhliða verði gert átak í að efla og samræma aðra gagnaöflun svo sem um viðhorf og upplifun gesta og tryggja tímanlega miðlun upplýsinga um menningarferðaþjónustu.
    Dæmi um verkþætti aðgerðar:
          Menningarferðaþjónusta verður skilgreint viðfangsefni í Rannsóknaráætlun Ferðamálastofu og lykiltölfræði menningarferðaþjónustu verði skilgreind í samstarfi við Hagstofu Íslands og miðlað í hagvísum ferðaþjónustu.
          Menningarferðaþjónusta verður reglulega kynnt sem mikilvægt rannsóknasvið fyrir fjölbreyttum hópi rannsakenda og rannsóknarniðurstöðum miðlað markvisst til stjórnvalda, rekstrar- og hagaðila.
          Gerðar verða úttektir á margfeldisáhrifum menningarferðaþjónustu og hagrænu og samfélagslegu mikilvægi hennar fyrir bæði nærsamfélög og landið í heild.
          Reglulegar kannanir verða gerðar á áhuga og upplifun ferðamanna (innlendra sem erlendra) á ferðaþjónustu eftir tegundum svo sem upplifun sem byggist á sögu og menningararfi Íslendinga sem og samtímalist.

A.11. Hagnýting þekkingar og tækni í þágu menningarferðaþjónustu.
    Markmið aðgerðarinnar er að byggja upp meiri fagmennsku í gegnum samstarf við fræðasamfélagið, m.a. með aukinni menntun, fræðslu og úrvinnslu niðurstaða rannsókna og kannana á öllum sviðum sem falla undir menningarferðaþjónustu. Að Ísland verði leiðandi í stafrænni miðlun menningararfs og að gott aðgengi að fjölbreyttri miðlun sé hagnýtt af rekstraraðilum í menningarferðaþjónustu. Upplýsingar um íslenskan menningararf séu til fyrirmyndar, aðgengi að þeim upplýsingum þróað á forsendum ólíkra markhópa og nýtist til að mynda til að kynna landið sem áhugaverðan áfangastað til að upplifa samtímamenningu og listir, sögu, menningararf og menningarlandslag.
    Dæmi um verkþætti aðgerðar:
          Menntun, fræðsla og þjálfun þeirra sem starfa að menningarferðaþjónustu verður bætt og námskostum fjölgað, til að mynda með styttri námsbrautum og námskeiðum. Hugað verður að víðari tengingum og samstarfi við háskólasamfélagið, svo sem með samspili menningar, lista og skapandi greina og mismunandi fræðigreina sem nýtast í framþróun menningarferðaþjónustu.
          Unnið verður að þróun og innleiðingu stafrænna lausna við miðlun menningararfs. Menningarstofnunum og rekstraraðilum í menningarferðaþjónustu verði auðveldað að nýta stafræna miðlun og auka gæði hennar, m.a. með auknu samstarfi sín á milli.
          Unnir verða gagnagrunnar um íslenska menningu með vísunum í traustar heimildir sem nýtist rekstraraðilum í menningarferðaþjónustu, leiðsögumönnum og markaðsfólki, og þeir uppfærðir reglulega.

B. Efnahagur.
B.1. Aukin fjárfesting í nýsköpun og vöruþróun í ferðaþjónustu.
    Stór hluti fyrirtækja í ferðaþjónustu eru á íslenskum skala lítil og meðalstór fyrirtæki sem einstaklingar hafa byggt upp frá grunni á tiltölulega stuttum tíma þar sem eigendur taka beint/virkan þátt í daglegum rekstri. Litlar aðgangshindranir eru almennt í greininni. Til þess að tryggja skilvirkni, aukna arðsemi og þekkingu innan fyrirtækja sem starfa í ferðaþjónustu er mikilvægt að skapa hvata hjá þeim til þess að fjárfesta í nýsköpun tæknilausnum sem hægt er að byggja við. Sem dæmi má nefna að töluverð tækniþróun hefur átt sér stað á undanförnum árum og nokkur fjöldi aðila hefur þróað hugbúnað og lausnir sem er ætlað að auka skilvirkni innan fyrirtækja í ferðaþjónustu, draga úr kostnaði, bæta þjónustu og upplifun og auðvelda þeim að vinna með gögn og upplýsingar úr rekstri. Vegna smæðar sinnar hafa mörg þeirra fyrirtækja sem starfa í greininni ekki haft burði til að fjárfesta í nýsköpun og tækniþróun.
    Með aukinni áherslu á stafræna tæknifærni verða fyrirtækin betur í stakk búin til að nýta gögn og einnig veita heildstæðar upplýsingar sem hafa vægi í almennri gagnaöflun og gagnavinnslu í greininni. Aðgerðin miðar að því að styðja við og stuðla að nýrri þekkingu og færni við að þróa nýjar vörur, ferla eða þjónustu, og að innleiða tækni sem leiðir til verulegra umbóta á þeim vörum, ferlum eða þjónustu sem þegar eru til staðar.
    Dæmi um verkþætti aðgerðar:
    Skipaður verður starfshópur um nýsköpun í ferðaþjónustu sem móti tillögur að því hvernig fella megi með tryggum hætti nýsköpun og vöruþróun í ferðaþjónustu inn í núverandi sjóða- og stuðningsumhverfi nýsköpunar- og sprotafyrirtækja. Sérstök áhersla verði lögð á nýsköpun og vöruþróunarverkefni sem styðja við sjálfbærni, nærandi ferðaþjónustu, menningartengd verkefni, orkuskipti og stafræna þróun. Jafnframt verði unnið að útfærslum á hvötum til smærri og meðalstórra ferðaþjónustufyrirtækja til að fjárfesta í nýsköpun, tæknilausnum og skalanlegri vöruþróun.

B.2. Markviss og viðvarandi markaðssetning á Íslandi sem áfangastað ferðamanna.
    Helsta söluvara íslenskrar ferðaþjónustu eru náttúruauðlindir þjóðarinnar. Markaðssetning fyrir áfangastaðinn hefur verið drifin áfram af því markmiði að draga úr árstíðasveiflu hvers landshluta til að stuðla að hagkvæmari dreifingu ferðamanna um náttúru og innviði landsins alls. Tekist hefur að draga úr árstíðasveiflu í öllum landshlutum undanfarinn áratug og hafa markaðsaðgerðir Íslandsstofu hjálpað til við að ná þeim árangri. Aftur á móti er það svo að það fjármagn sem hefur farið til neytendamarkaðssetningar í ferðaþjónustu til lengri tíma litið er umtalsvert lægra en tíðkast hjá helstu samkeppnislöndum. Neytendamarkaðssetning hefur verið fjármögnuð með sérstökum þjónustusamningum um markaðsverkefni, almennt frá árinu 2011 með nokkrum undantekningum. Fjölmörg tækifæri eru til staðar þegar kemur að markaðssetningu til að ná enn meiri árangri.
    Markviss neytendamarkaðssetning getur ýtt undir að Ísland laði að sér, í meiri mæli, þá erlendu ferðamenn sem tilbúnir eru að heimsækja landið utan háannar, ferðast víðar og sækja í sérhæfðari ferðaþjónustu. Til þess þarf annars vegar að tryggja að fjármagn renni til neytendamarkaðssetningar á hverju ári. Nær það bæði til verkefna sem Íslandsstofa fer með á því sviði, samanber lög um Íslandsstofu, sem og verkefna markaðsstofa landshlutanna (áfangastaðastofa), samanber aðgerð C.2. Hins vegar að einblína markvissar á sérhæfða ferðaþjónustu utan háannar og á svokölluðum köldum svæðum. Ásamt því að huga að hvetjandi markaðsstuðningi við flug og ákveðnar flugleiðir, með það markmið að stuðla að aukinni verðmætasköpun á hvern ferðamann sem hingað kemur og verndun takmarkaðra náttúruauðlinda. Að viðhalda góðri ímynd og sterku orðspori, sem og treysta samkeppnishæfni áfangastaðarins Íslands á alþjóðamörkuðum.
    Dæmi um verkþætti aðgerðar:
    Tryggt verði, í gegnum fimm ára fjármálaáætlun, að árlega fari opinbert fjármagn til neytendamarkaðssetningar í ferðaþjónustu, sem nánar verði kveðið á um í þjónustusamningi Íslandsstofu við menningar- og viðskiptaráðuneytið þar sem fram koma m.a. áherslur stjórnvalda í markaðssetningu ferðaþjónustu á hverjum tíma. Miðað er við að í þjónustusamningi ráðuneytisins við Íslandsstofu verði m.a. skilgreint fjármagn og áherslur til neytendamarkaðssetningar í gegnum markaðsstofur landshlutanna.

B.3. Endurskoðun á regluverki fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu og skilvirkt eftirlit.
    Brýnt er að regluverk fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu endurspegli heilbrigt starfsumhverfi, efli samkeppnishæfni, jafni stöðu innlendra og erlendra fyrirtækja, fyrirbyggi misræmi og stuðli að sjálfbærni, aukinni arðsemi og verðmætasköpun í ferðaþjónustu. Snýr það einnig að samfélagslegri ábyrgð, góðum starfsaðstæðum og ábyrgu starfsmannahaldi.
    Þörf er á því að fara heildstætt yfir þau lög og reglur sem gilda um atvinnugreinina og kanna hvort til staðar sé regluverk sem sé um of íþyngjandi, flókið og hamlandi, með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á verðmætasköpun og samkeppnishæfni.
    Mikilvægt er að eftirlit með fyrirtækjum í ferðaþjónustu, og regluverk almennt, sé skilvirkt, ábyrgt og hagkvæmt. Þau skilyrði sem sett eru verða að hafa skýran tilgang sem varða viðgang og þróun ferðaþjónustunnar, með hliðsjón af samkeppnishæfni fyrirtækja og virðisauka. Gæta verður að stöðugleika og fyrirsjáanleika, sem er forsenda sjálfbærs reksturs fyrirtækja í greininni.
    Ábyrgð á leyfisveitingum og eftirliti í ferðaþjónustu er í höndum ýmissa opinberra stofnana, sem kann að valda misræmi í framkvæmd. Brýnt er að skoða þá þætti með hliðsjón af samkeppnisstöðu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja. Til að einfalda og auka samhæfingu á milli leyfisveitinga mætti t.d. skoða að færa þau leyfi sem við eiga til Ferðamálastofu í stað þess að hluti þeirra sé hjá viðkomandi sýslumönnum.
    Lög um veitingastaði, gistihús og skemmtanahald voru upphaflega sett árið 2007. Á þeim tíma sem liðinn er hafa orðið verulegar breytingar á ferðaþjónustu hér á landi, sér í lagi á öllu því er varðar gisti- og veitingastaði, en lögin hafa ekki fylgt þeirri þróun og þarfnast endurskoðunar.
    Dæmi um verkþætti aðgerðar:
    Skipaður verður starfshópur sem taki regluverk fyrirtækja í ferðaþjónustu til heildstæðrar endurskoðunar og vinni greiningar og tillögur um laga- og reglugerðarbreytingar sem snúi m.a. að leyfismálum, starfsumhverfi, skilvirkni, áhrif skattlagningar á rekstur fyrirtækja í ferðaþjónustu og eftirlit. Hópurinn skili skýrslu og tillögum til ráðherra og hafi til hliðsjónar tillögur frá starfshópi um samkeppnishæfni og verðmætasköpun, sem kom að undirbúningi aðgerðaáætlunar ferðamálastefnu 2030.

B.4 Afnám gistináttaskatts.
    Gistináttaskattur var lagður á með lögum nr. 87/2011. Markmið laganna er að afla tekna til að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun fjölsóttra ferðamannastaða, friðlýstra svæða og þjóðgarða. Skatturinn er lagður á hverja selda gistináttaeiningu.
    Með gistináttaeiningu er átt við leigu á gistiaðstöðu í allt að einn sólarhring, þ.m.t. yfir nótt. Með gistiaðstöðu er átt við húsnæði eða svæði, þar á meðal um borð í skemmtiferðaskipi, sem leigt er út í þeim tilgangi að þar sé dvalið yfir nótt, svefnaðstaða sé fyrir hendi eða hægt sé að koma henni fyrir og leigan sé almennt til skemmri tíma en eins mánaðar. Víða erlendis miðast sambærileg gjaldtaka jafnan við fjárhæð á hvern gest á nótt. Undanþágur frá gistináttaskatti eru að ekki skal leggja hann á gistingu sem ekki ber virðisaukaskatt.
    Bent hefur verið á að þörf sé á að endurmeta hvernig gistináttaskattur nái upphaflegum markmiðum sínum um uppbyggingu og verndun náttúru lands og þjóðar. Almennt skerðir gistináttaskattur samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu og eykur óhagræði á milli ólíkra tegunda gististaða.
    Dæmi um verkþætti aðgerðar:
    Ákvæði laga um gistináttaskatt, nr. 87/2011, verða tekin til endurskoðunar með það að markmiði að afnema gistináttaskatt, samhliða endurskoðun á gjaldtöku af ferðaþjónustu, þannig að samkeppnisstaða ólíkra tegunda gististaða hér á landi verði jöfnuð.

B.5. Innviðagjald á skemmtiferðaskip.
    
Komum ferðamanna með skemmtiferðaskipum til landsins hefur fjölgað umtalsvert á undanförnum árum. Bent hefur verið á að innlend ferðaþjónustufyrirtæki hafa búið við skerta samkeppnisstöðu gagnvart erlendum skemmtiferðaskipum. Erlend skemmtiferðaskip hafa almennt greitt takmarkaða skatta til íslenska ríkisins, helst þjónustugjöld á borð við hafnargjöld til hafnarsjóðs viðkomandi sveitarfélags fyrir að fá að leggja að bryggju, vitagjald og farþegagjald fyrir hvern farþega. Sú breyting varð 1. janúar 2024 að nú greiða skemmtiferðaskip gistináttaskatt, í samræmi við lög nr. 87/2011, um gistináttaskatt.
    Bent hefur verið á að heilt yfir felist í þessu ákveðið samkeppnisforskot skemmtiferðaskipa á innlenda ferðaþjónustu og mismunun sem erfitt sé að réttlæta. Farþegar skipanna njóta með líkum hætti íslenskrar náttúru og innviða og aðrir ferðamenn sem eru hér á landi.
    Jafnframt hefur verið bent á að áhafnir erlendra skemmtiferðaskipa heyra almennt ekki undir íslenska vinnulöggjöf eða kjarasamninga og greiða ekki hefðbundna skatta til hins opinbera, líkt og starfsmenn innlendra ferðaþjónustufyrirtækja.
    Tveir starfshópar á vegum fjármála- og efnahagsráðherra hafa áður komið með tillögur að breytingum á rekstrarumhverfi erlendra skemmtiferðaskipa sem hingað sigla. Sá fyrri árið 2012 en sá seinni árið 2017. Í niðurstöðum þeirra beggja er fjallað um mikilvægi þess að jafna samkeppnisstöðu innlendra og erlendra fyrirtækja í ferðaþjónustu og lögð til sérstök gjaldtaka á erlend skemmtiferðaskip sem koma til landsins.
    Dæmi um verkþætti aðgerðar:
    Samhliða endurskoðun á gjaldtöku í ferðaþjónustu verður unnið að löggjöf um sérstaka gjaldtöku (innviðagjald) sem lagt verði á komur erlendra skemmtiferðaskipa og tekjur af þeirri gjaldtöku notaðar til uppbyggingar innviða á sviði ferðaþjónustu. Gjaldtakan miðist við að jafna samkeppnisstöðu innlendra og erlendra aðila. Skoðað verður að slíkt gjald verði innleitt í tveimur áföngum þannig að það hækki til dæmis yfir tveggja ára tímabil, þar sem það sé hugsað til lengri tíma og þá sé gætt að fyrirsjáanleika fyrir atvinnugreinina.

B.6. Leyfisveitingar og eftirlit með heimagistingu, og hert skilyrði.
    Heimagistingarleyfi gefur einstaklingi heimild til að selja gistingu á lögheimili sínu eða í einni annarri fasteign í hans eigu í að hámarki 90 daga samanlagt á ári án þess að þurfa hefðbundið rekstrarleyfi gististaða. Umfang heimagistingar hefur aukist á síðastliðnum áratug hér á landi með tilheyrandi áhrifum á húsnæðismarkað og samkeppnisstöðu hefðbundinna gististaða. Sala gistingar í formi heimagistingar ber ekki sömu kvaðir laga og reglugerða og gististaðir með hefðbundin rekstrarleyfi. Ætli einstaklingar sér í frekari útleigu, umfram það sem heimagistingarleyfið heimilar, er um atvinnustarfsemi að ræða. Einn stærsti vandi við heimagistingu eru óskráðar gistinætur.
    Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sér um skráningu og eftirlit með heimagistingu á landinu öllu en sýslumenn í einstökum héruðum um veitingu rekstrarleyfa til hótela og gistiheimila. Bent hefur verið á að auka þurfi skilvirkni eftirlits með gistingu, sérstaklega með þeim sem hafa engin leyfi til reksturs. Einnig hefur verið bent á að leyfisveitingar og eftirlit með heimagistingu eigi betur heima hjá Ferðamálastofu.
    Dæmi um verkþætti aðgerðar:
    Unnið verður að breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007, í þá veru að leyfisveitingar og eftirlit með heimagistingu verði fært frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu til Ferðamálastofu á árinu 2025. Jafnframt að lögunum verði breytt í þá veru að hver einstaklingur megi aðeins leigja út gistiaðstöðu í einni fasteign, í stað tveggja áður, án þess að þurfa rekstrarleyfi gististaða.
    Sett verður aukið árlegt fjármagn í eftirlit með heimagistingu og eftirlitið styrkt, m.a. með þeim hætti að lagalegum kröfum um skyldu til að nota skráningarnúmer í markaðssetningu sé fylgt eftir.
    Jafnframt verður hámarksfjárhæð stjórnvaldssekta samkvæmt lögum nr. 85/2007 hækkuð með lagabreytingu þannig að hún hafi viðhlítandi fælingarmátt.

B.7. Einföldun dvalar- og atvinnuleyfa vegna starfa í ferðaþjónustu.
    Aðgerðin miðar að því að gerð verði breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 97/2202, til að auðvelda fyrirtækjum innan íslenskrar ferðaþjónustu að ráða til sín sérfræðinga og fagfólk til starfa óháð stöðu einstaklings innan Evrópska efnahagssvæðisins. Slík breyting væri í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, en þar segir að auðvelda skuli íslenskum fyrirtækjum að ráða til sín sérfræðinga frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins. Fullyrða má að greiður aðgangur að sérhæfðri þekkingu sé ein mikilvægasta forsenda þess að áform um sjálfbæran vöxt fyrirtækja innan ferðaþjónustu raungerist.
    Bent hefur verið á að afgreiðslutíma atvinnuleyfa fyrir fag- og sérfræðistörf í ferðaþjónustu sé ábótavant og það sé ekki til þess fallið að auðvelda greininni að ráða fagfólk til starfa. Sem dæmi má nefna leiðsögumenn í þyrluskíðun og sérhæft starfsfólk í ýmsum greinum innan veitinga- hótel og heilsugeira. Einstaklingar utan Evrópska efnahagssvæðisins þurfa að undirgangast langt og kostnaðarsamt ferli innan Útlendingastofnunar, sem og Vinnumálastofnunar. Flýtimeðferð gefur umsóknum ekki forgang og tryggir einungis að stofnanirnar byrji að vinna umsóknir á sama tíma.
    Markmið aðgerðarinnar er að auðvelda íslenskri ferðaþjónustu aðgengi að fag- og sérfræðiþekkingu óháð stöðu einstaklinga gagnvart Evrópska efnahagssvæðinu, í þeim tilgangi að auka gæði og efla samkeppnishæfni landsins sem áfangastaðar. Að einfalt og auðskilið upplýsinga- og umsóknarkerfi verði gert aðgengilegt þvert á stofnanir.
    Enn erfiðara er fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu sem starfa utan þéttbýlis að ráða fagfólk þar sem þar er yfirleitt minni þjónusta fyrir íbúa, erfiðari samgöngur og húsnæðisskortur. Sú staða styður ekki síst mikilvægi þessarar aðgerðar.
    Dæmi um verkþætti aðgerðar:
    Aðgerðin kallar á endurskoðun og breytingar á lögum um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 97/2002, til að auðvelda fyrirtækjum innan íslenskrar ferðaþjónustu að ráða til sín sérfræðinga og fagfólk til starfa, óháð stöðu einstaklings innan Evrópska efnahagssvæðisins. Skoðuð verða fordæmi frá öðrum atvinnugreinum.
    Endurskoðun miði að því að afgreiðsla og ferli umsókna verði gerð skilvirkara, fyrir umsækjendur og viðeigandi stofnanir. Skoðaðar verða stafrænar lausnir í umsóknum og leyfisveitingum, þar sem ferli umsókna er komið fyrir á einum stað og tengdar saman mismunandi stofnanir þannig að umsækjandi sjái hvar umsókn er í ferlinu.

C. Samfélag.
C.1. Aukin áhersla á sanngildi og sérstöðu íslenskar menningar.
    Hugtakið sanngildi tengist mikilvægu hlutverki áreiðanleika og upprunaleika fyrir upplifun gesta og gengur út frá skýrri og sannfærandi tengingu við þann stað, sögu, samtíma og menningu sem um ræðir. Sköpunarkraftur, miðlun og kynning samtímalista og menningar er í þessu samhengi síst minna mikilvæg en liðin saga og menningararfur. Sýnileiki og notkun íslenskrar tungu er sömuleiðis órjúfanlegur þáttur upplifunar um sanngildi.
    Nauðsynlegt er að leggja áherslu á staðaranda og sanngildi í íslenskri ferðaþjónustu og nálgast mikilvægi þess með heildstæðum og markvissum hætti. Gæði miðlunar á sögu og menningararfi hafa aukist, og sóknarfæri opnast – til að mynda með Eddu, nýju húsi íslenskunnar, sem markar tímamót fyrir miðlun menningararfs. Opinber stefnumótun á helstu sviðum lista er mikið framfaraskref sem og stofnun öflugra miðstöðva fyrir listgreinar. Stöðum þar sem hægt er að upplifa íslenska tónlist og sviðslistir fækkar á hinn bóginn hratt, rekstri safna og setra um allt land er oft á tíðum þröngur stakkur sniðinn. Íslenska á í vök að verjast gagnvart vaxandi notkun ensku á öllum sviðum; í töluðu sem skrifuðu máli, merkingum og annarri miðlun.
    Styrkari stoðir íslensks menningarlífs, listsköpunar, fræðastarfs og grasrótar stuðla að sjálfbærni og menningarlegri nýsköpun sem hefur jákvæð samfélagsleg áhrif og býr til innihald fyrir fjölbreytta menningarferðaþjónustu um allt land.
    Dæmi um verkþætti aðgerðar:
    Að stuðlað verði að því að íslenska heyrist og sjáist sem víðast, í samvinnu og samráði við lykilaðila í ferðaþjónustu.
    Að efla fjármögnun og langtímaáætlun rannsókna sem leika lykilhlutverk í þróun menningarferðaþjónustu. Þar má sérstaklega nefna mikilvægi fornleifarannsókna og ónýtt tækifæri í miðlun á afrakstri þeirra.
    Að veita árlegar viðurkenningar til starfsemi, verkefna og viðburða á sviði menningarferðaþjónustu sem eru til fyrirmyndar með tilliti til áherslna á sanngildi, gæði og nýsköpun.

C.2. Áfangastaðastofur sem stoðkerfi ferðaþjónustunnar.
    Búið er að koma á fót áfangastaðastofum um allt land og eru þær fjármagnaðar með tímabundnum samningum sem ná ekki yfir allan þann kostnað sem aukin hlutverk þeirra kalla á. Endurskoða þarf áfangastaðaáætlanir, m.a. með tilliti til þess að fá fram heildstætt yfirlit yfir áfangastaði ferðamanna hér á landi.
    Dæmi um verkþætti aðgerðar:
    Tryggður verði rekstur áfangastaðastofa í samstarfi ríkis, sveitarfélaga og ferðaþjónustufyrirtækja í hverjum landshluta með föstum framlögum til verkefna.
    Áfangastaðastofum verði falið að vinna og uppfæra reglulega áfangastaðaáætlun þess landshluta sem sveitarfélög, ferðaþjónusta og stjórnvöld horfi til við forgangsröðun fjármagns og uppbyggingu ferðaþjónustu.

C.3. Fjármögnun og rekstur áfangastaða og endurskoðun á Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
    Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er bundinn lögum og reglugerð þar sem áhersla er m.a. lögð á öryggi og náttúruvernd, uppbyggingu, viðhald og vernd mannvirkja. Rekstur áfangastaða getur verið óljós, oft er uppbygging fjármögnuð en rekstur til lengri tíma óákveðinn. Mismunandi eignarhald staða getur staðið uppbyggingu fyrir þrifum. Styrkþega hjá Framkvæmdasjóði er heimilt að taka gjald fyrir veitta þjónustu en óljóst er hver skilgreiningin er á veittri þjónustu og þá hvað felst í gjaldtökunni, þ.e. í hvað þjónustugjöldin mega fara. Þessi óskýra skilgreining á veittri þjónustu getur ýtt undir uppbyggingu á ósjálfbærri ferðaþjónustu, svo sem bílastæðum, umfram annað. Mismunandi aðstæður eru um landið, stundum verða áfangastaðir skyndilega og óvænt vinsælir og þá þurfa að vera til ferlar til að bregðast við með stuðningi við landeigendur og sveitarfélög eins og á við á hverjum stað.
    Markmið aðgerðarinnar er að komið sé á samræmdu og heildstæðu kerfi fjármögnunar til uppbyggingar og langtíma rekstrar á áfangastöðum ferðamanna. Að sjóðir sem styðja við uppbyggingu áfangastaða séu samræmdir og með heildstæða fjármögnun með það að leiðarljósi að áfangastaðirnir verði sjálfbærir hvað varðar uppbyggingu og langtímarekstur.
    Hluti af aðgerðinni snýr að endurskoðun á lögum um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða þar sem m.a. verði lögð áhersla á að gera aðstöðu og þjónustu á ferðamannastöðum aðgengilega fyrir öll, eftir því sem unnt er.

C.4. Ábyrgð umsjónaraðila áfangastaða.
    Ábyrgð þeirra sem hafa umsjón með áfangastöðum er að gæta jafnvægis á milli þess að veita aðgang að náttúrunni í afþreyingar- og menntunarskyni samhliða því að standa vörð um náttúru og samfélag. Vinna þarf greiningu á ábyrgð umsjónaraðila áfangastaða með tilliti til náttúruverndar, þjónustu og öryggis gesta og hvort þurfi að auka kröfur til umsjónaraðila til að efla þessa þætti og heildargæði áfangastaða. Við slíka greiningu þarf að horfa til þess hvort mismikil ábyrgð fylgi t.d. áfangastöðum sem taka þjónustu/aðgangsgjald og þeim sem ekki taka slík gjöld. Samhliða má vinna mat á því hvort landeigendur/rekstraraðilar sem bjóða upp á þjónustu gegn gjaldi þurfi að hafa ákveðin starfsleyfi, sbr. rekstrarleyfi líkt og aðrir rekstraraðilar í ferðaþjónustu. Þá þarf einnig að horfa til almannaréttar með tilliti til heimildar umsjónaraðila áfangastaða til að takmarka aðgengi að áfangastöðum.
    Engar sértækar kröfur eru gerðar til umsjónaraðila áfangastaða í einkaeigu aðrar en þær sem gerðar eru t.d. í gegnum heilbrigðiseftirlit ef boðið er upp á þjónustu sem fellur undir slíkt eftirlit og kröfur í gegnum skipulagsmál. Töluverðar kröfur eru hins vegar gerðar til umsjónaraðila áfangastaða í eigu hins opinbera svo sem friðlýstra svæða og þjóðgarða í gegnum regluverk sem snýr að náttúrulögum og opinberum rekstri.
    Markmið aðgerðarinnar er að tryggja sjálfbæra nýtingu áfangastaða og efla gæði og öryggi á áfangastöðum. Aðgerðin nær einnig til greiningar á ábyrgð umsjónaraðila með tilliti til aðbúnaðar starfsfólks og vinnuverndar.
    Dæmi um verkþætti aðgerðar:
    Að vinna greiningu á ábyrgð umsjónaraðila áfangastaða með tilliti til náttúruverndar, þjónustu, gæða og öryggis gesta og hvort þurfi að auka kröfur til umsjónaraðila til að efla þessa þætti. Horft verði til þess hvort munur ætti að vera á ábyrgð eftir því hvort landeigendur og/eða umsjónaraðilar staða taki aðgangs- og/eða þjónustugjöld eða ekki.
    Samhliða verði unnið mat á því hvort umsjónaraðilar sem taka slík gjöld þyrftu að hafa starfsleyfi, sbr. rekstrarleyfi aðila í ferðaþjónustu.

C.5. Styrking umgjarðar um áfangastaði í skipulagsgerð.
    Markmið aðgerðarinnar er að skipulagsgerð stuðli að vandaðri og sjálfbærri uppbyggingu ferðamannastaða og jákvæðri byggðaþróun. Starfshópur skipaður fulltrúum sveitarfélaga, ferðaþjónustu og annarra hagaðila skoði leiðir og komi með tillögur um það hvernig megi stuðla að markvissu skipulagi áfangastaða ferðamanna og efla stefnumótun um ferðamennsku og uppbyggingu áfangastaða í skipulagsgerð sveitarfélaga. Starfshópunum verði falið að skoða í því skyni viðeigandi lög og reglugerðir sem varða málaflokkinn m.a. varðandi skilgreinda landnotkun í skipulagi og hvernig aðrar áætlanir, svo sem áfangastaðaáætlanir, nýtast við skipulagsgerð og aðrar framkvæmdaáætlanir.
    Dæmi um verkþætti aðgerðar:
    Að gera aðgengilegar á einum stað leiðbeiningar ætlaðar umsjónaraðilum ferðamannastaða um sjálfbærni, náttúruvernd, öryggismál, aðgengi, hönnun og skipulag, m.a. um mótun stefnu um ferðaþjónustu og uppbyggingu og viðhald ferðamannastaða á mismunandi skipulagstigum og hvernig aðrar áætlanir svo sem áfangastaðaáætlanir nýtast við skipulagsgerð. Hér er til dæmis átt við efni á vefnum godarleidir.is og nýútkomnar leiðbeiningar frá Skipulagsstofnun um skipulag áfangastaða. Þessi verkþáttur tengist ýmsum aðgerðum í aðgerðaáætlun þessari, svo sem aðgerðum D.1 og E.7.

C.6. Regluverk um landeigendafélög.
    Á síðustu árum hafa komið upp fjölmörg dæmi um áskoranir á áfangastöðum eða vinsælum ferðamannastöðum sem eru í eigu margra landeigenda. Hönnun, skipulagning og þróun slíkra áfangastaða hefur fyrir vikið orðið flókin og sú staðreynd oft á tíðum staðið í vegi fyrir heildstæðri nálgun í uppbyggingu viðkomandi staðar eða svæðis. Til að einfalda ferlið og samtímis gæta hagsmuna landeigenda í skipulagsmálum, umgengnismálum og við hvers konar nýtingu á svæðinu, er mikilvægt að landeigendum sé gert skylt að stofna landeigendafélög ætli hluti landeigenda að fara í uppbyggingu áfangastaðarins m.a. vegna aukinnar ásóknar ferðamanna.
    Markmið aðgerðar er að til staðar sé skýrt og skilvirkt regluverk um landeigendafélög. Unnar verði tillögur að regluverki um landeigendafélög sem taki mið af ákvæðum um veiðifélög í VI. kafla laga um lax- og silungsveiði, nr. 61/2006. M.a. um stofnun, starfshætti og atkvæðisrétt innan félags.

C.7. Samstarf um móttöku skemmtiferðaskipa og nýtingu innviða.
    Farþegar skemmtiferðaskipa heimsækja skilgreinda áfangastaði gjarnan í stærri hópum og staldra stutt við. Þetta getur valdið álagi á áfangastaði, náttúru, upplifun annarra gesta og samfélagið eins og fram hefur komið m.a. í skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála, Skemmtiskipaferðamennska á Ísafirði 2023.
    Dæmi um verkþætti aðgerðar:
    Stofnaðir verði samstarfshópar sveitarfélaga og ferðaþjónustu í hverjum landshluta sem vinni greiningu og móti stefnu landshlutans um umgjörð og komur skemmtiferðaskipa og landtöku utan hafna. Hóparnir skoði m.a. þörf á álagsstýringu og uppbyggingu innviða.

C.8. Samstarfsnet menningarferðaþjónustu.
    Í áfangastaðaáætlunum er kallað eftir auknu samstarfi innan svæða svo nýta megi innviði og fjármagn betur, auka slagkraft í faglegu starfi, vöruþróun og kynningu. Rekstraraðilar hafa iðulega takmörkuð tengsl og svigrúm til samstarfs, fjölmargir mikilvægir menningarframleiðendur og haghafar eru fremur einangraðir og fáir virkir málsvarar. Gæta þarf að því að landshluta- og svæðamörk leiði ekki til hindrana í samstarfi og möguleikum til fjármögnunar sameiginlegra verkefna. Einnig er mikilvægt að hvetja til samstarfs á milli ólíkra rekstrarforma í menningarferðaþjónustu þar sem það á við.
    Dæmi um verkþætti aðgerðar:
    Stjórnvöld hafi frumkvæði að því að reglulega fari fram kortlagning og miðlun á framkvæmd og framgangi árangursríkra samstarfs-, klasa- og þróunarverkefna um allt land sem hafa eflt viðburðahald, skapandi greinar og menningarferðaþjónustu. Upplýsingum um nauðsynlega innviði og aðstöðu sem er aðgengileg til viðburðahalds, ásamt upplýsingum um virka menningarstarfsemi og styrkjamöguleika fyrir menningarstarf á hverju svæði og þvert á svæði verði safnað og miðlað markvisst. Byggt verði á reynslu landshlutasamtaka sveitarfélaga af þróun klasa og samstarfsneta. Þekkingarmiðstöð/klasa um sjálfbærni og umhverfisvænar lausnir í menningarferðaþjónustu verði komið á fót í samstarfi við áfangastaðastofur og fleiri lykilaðila á hverju svæði. Samstarfsverkefni eins og „Menningarhlaða“ verði þróuð þar sem gripir, búnaður o.fl. til sýningarhalds og miðlunar í menningarferðaþjónustu getur ferðast milli landshluta og rekstraraðila og nýst sem flestum í lengri eða skemmri tíma.

C.9. Samgöngur, þjónusta og öryggi.    
    Mikið hefur verið fjárfest í innviðum í ferðaþjónustu í undanfarin ár. Til að nýta þær fjárfestingar er mikilvægt að viðhald og þjónusta vegakerfisins taki mið af áfangastaðaáætlunum og þörfum ferðaþjónustunnar. Bæta þarf upplýsingagjöf til ferðamanna og ferðaþjónustuaðila um þjónustu vega, færð og ástand, svo sem vetrarþjónustu og viðhaldsframkvæmdir. Við skipulag og þróun almenningssamgangna um landið er brýnt að horfa til þarfa ferðaþjónustunnar og aðgengi fyrir öll.
    Mikilvægt er að virkt samtal sé á milli samgönguyfirvalda og ferðamálayfirvalda um uppbyggingu innviða á sviði ferðaþjónustu. Samkvæmt aðgerðinni verður settur á laggirnar samstarfsvettvangur til að stuðla að því. Þar komi m.a. til umræðu þarfir ferðaþjónustunnar við gerð og fjármögnun samgönguáætlunar, ákvarðanir um viðhald og þjónustu vega o.s.frv.
    Unnið verði að því að þeir áfangastaðir, sem vilji er til að séu aðgengilegir allt árið, séu þjónustaðir til samræmis við það. Einnig verði almenn upplýsingagjöf varðandi samgöngur efld og m.a. viðmið um vegvísa Vegagerðarinnar til auðkenningar fyrir áfangastaði ferðamanna (svokölluð „brún skilti“) endurskoðuð og fest í sessi. Í vinnu samstarfsvettvangsins verði m.a. tekið mið af áfangastaðaáætlunum landshlutanna.

C.10. Uppbygging millilandaflugs styðji við dreifingu ferðamanna.
    Nær allt millilandaflug til landsins er um einn flugvöll. Nýta þarf fjármagn, svo sem varaflugvallagjald og fjármagn úr Flugþróunarsjóði, í uppbyggingu og markaðssetningu millilandaflugs til annarra alþjóðaflugvalla landsins og horfa á verkefnið sem langtímaverkefni.
    Aðgerðin snýr að því að aðgengi ferðamanna að áfangastöðum um land allt verði bætt með aukinni uppbyggingu og markaðssetningu millilandaflugs á landinu, utan Keflavíkurflugvallar. Auknu fjármagni verði veitt í Flugþróunarsjóð sem styðji við uppbyggingu og þróun millilandaflugs um Akureyrar- og Egilsstaðaflugvöll. Aukin áhersla verði á markaðssetningu millilandaflugs, utan Keflavíkurflugvallar, þannig að byggðar verði upp fleiri aðkomuleiðir inn í landið, sem stuðli að auknu aðgengi að fjölbreyttum áfangastöðum á landsvísu, allt árið um kring, með jafnari dreifingu ferðamanna og verðmætasköpun á landsvísu.

C.11. Endurskoðun á fyrirkomulagi og hlutverki ferðamálaráðs.
    Samkvæmt lögum um Ferðamálastofu, nr. 96/2018, skipar ráðherra ferðamálaráð sem hefur það hlutverk að vera ráðherra til ráðgjafar um langtímastefnumótun og áætlanagerð í ferðamálum. Þá skal ferðamálaráð hafa yfirsýn yfir fjölþætt eðli ferðaþjónustunnar og vinna að samræmingu milli greinarinnar og stjórnvalda svo ná megi skilgreindum markmiðum langtímastefnumótunar um framtíðarþróun ferðaþjónustunnar.
    Verði tillaga til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaráætlun til ársins 2030 samþykkt á Alþingi er mikilvægt að við eftirfylgni stefnunnar verði settur saman vettvangur/starfshópur lykilaðila, ráðuneyta, stofnana og atvinnulífsins, sem hafi skýrt umboð til að tryggja yfirsýn, samræmingu og samhæfingu varðandi framgang þeirra aðgerða sem fram koma í aðgerðaáætluninni, þó svo að bein ábyrgð og framkvæmd aðgerða sé ekki á hendi þess vettvangs. Gegnir hann því fyrst og fremst samhæfingar- og samræmingarhlutverki og tryggir beint og milliliðalaust samtal lykilaðila sem koma að ákvarðanatöku. Jafnframt er brýnt að slíkur vettvangur, skipaður af ráðherra/ráðherrum, sé starfandi á hverjum tíma til að fara yfir og samhæfa önnur mikilvæg verkefni og forgangsatriði á sviði ferðaþjónustu. Í því skyni verði fyrirkomulag ferðamálaráðs tekið til heildarendurskoðunar.

D. Umhverfi.
D.1. Þróun verkfærakistu til að meta þolmörk og bregðast við álagi á áfangastöðum ferðamanna.
    Samkvæmt viðhorfskönnun Ferðamálastofu frá 2023 meðal erlendra ferðamanna nefna 97% þeirra náttúru landsins sem þann þátt sem hafði mest áhrif á að þeir ákváðu að heimsækja Ísland. Náttúra Íslands er takmörkuð auðlind. Hlúa þarf að náttúru, menningarminjum og innviðum á áfangastöðum til þess að efla samkeppnishæfni áfangastaðarins Íslands til lengri tíma. Í því skyni er nauðsynlegt að auka við þolmarkagreiningar sem geta lagt grunn að bættri álagsstýringu og sjálfbærri þróun áfangastaða.
    Aðgerðin felst í því að þróa verkfærakistu sem inniheldur lausnir og ferla sem hægt er að aðlaga og nýta á mismunandi áfangastöðum. Ástandsmat áfangastaða innan friðlýstra svæða á vegum Umhverfisstofnunar er dæmi um verkfæri sem ætlað meta ástand skipulags, innviða og verðmæti friðlýstra svæða. Til að greina þolmörk gesta og nærsamfélags er einnig m.a. notast við viðhorfskannanir, en þær eru oft á tíðum ósamræmdar milli áfangastaða og framkvæmdar óreglulega. Þá er einnig óljóst hvernig eigi að bregðast við niðurstöðum slíkra greininga. Afleiðing þessa er veikari þekkingargrundvöllur til ákvörðunartöku um álagsstýringu á ferðamannastöðum. Þá eru engin verkfæri til staðar sem vega efnahagsleg áhrif áfangastaða til móts við þolmörk náttúru, innviða, gesta og samfélags. Á meðan slík verkfæri eru ekki til staðar er hætta á að ákvörðunartaka sé byggð á efnahagslegum hagsmunum og ávinningi umfram aðra þætti.
    Dæmi um aðra verkþætti: Að vinna framboðsgreiningu á þjónustu á hverju svæði til að nýta til hliðsjónar við þróun verkfærakistu. Að vinna álagsgreiningu á stoðþjónustu á hverju svæði fyrir sig. Slík greining næði t.d. yfir starfsemi viðbragðsaðila og heilbrigðiskerfið.

D.2. Innleiðing álagsstýringar á áfangastöðum ferðamanna.
    Markmið aðgerðarinnar er að vernda náttúru og innviði og leitast við að koma í veg fyrir neikvæða upplifun gesta og heimamanna.
    Miklir álagstoppar geta myndast nokkra mánuði á ári á Íslandi, sem og á ákveðnum dögum vikunnar og tíma dags, innan vinsælla áfangastaða sem flestir eru í eigu ríkisins eða opinberra aðila. Stuðla þarf að auknu jafnvægi þar sem við á og nýta til þess gögn og greiningar. Lagt er til að þróað verði álagsstýringarkerfi til að mæta ójafnvægi og koma í veg fyrir ofálag til að mynda á viðkvæma náttúru eða neikvæð áhrif á þolmörk íbúa. Stutt verði við gerð þolmarkagreininga og hagnýtingu þeirra með skilgreiningu viðmiða um þolmörk, byggt á stefnu hvers staðar með tilliti til ferðamennsku. Á grunni þess verði skilgreint hvaða aðferðir henta til álagsstýringar og þær innleiddar.
    Skipaður verði starfshópur til að útfæra fyrirkomulag álagsstýringar, þar sem gjaldtaka á fjölsótta ferðamannastaði komi m.a. til skoðunar. Fyrst um sinn verði horft til ferðamannastaða í eigu og umsjón ríkisins.
    Við útfærslu á gjaldtöku, sem lið í álagsstýringu, verði m.a. horft til tillagna úr starfshópi um samkeppnishæfni og verðmætasköpun, sem vann að mótun ferðamálastefnu og aðgerðaáætlunar til 2030, en þar var bent á að gjaldtaka á ferðamannastöðum sé ein af meginaðferðum til virkrar álagsstýringar og vísað til fyrri skýrslna þess efnis.
    Samstarf hagaðila verði eflt eins og kostur er, svo sem hafna, sveitarfélaga og áfangastaðastofa til að tryggja betri stýringu á umferð innan svæða. T.d. til að tryggja að allar rútur fari ekki sama hringinn á sama tíma og þannig sé hægt að draga úr álagi á áfangastöðum.

D.3. Fjölgun fyrirtækja með umhverfis- og/eða sjálfbærnivottanir.
    Mikilvægt er að fyrirtæki í ferðaþjónustu fái hvatningu um sjálfbærnistefnur og umhverfisvottanir. Í dag er ekki sérstök krafa í lögum eða reglugerðum um að fyrirtæki séu með sjálfbærnistefnu, sjálfbærnivottun né vottað gæðakerfi til að hafa rekstrarleyfi. Á vettvangi OECD hefur reglusetning um slík skilyrði verið til skoðunar og hefur Ísland tekið þátt í þeirri vinnu.
    Markmið aðgerðarinnar er að fjölga fyrirtækjum með umhverfis- og/eða sjálfbærnivottanir með því að starfsfólk og forsvarsmenn fyrirtækja geti sótt sér markvissa fræðslu og upplýsingar varðandi vottunarferli, sjálfbærnistefnur og tengingu við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna með það að markmiði að rekstur fyrirtækja í ferðaþjónustu skili jákvæðum umhverfisáhrifum og vistspori.
    Sjálfbærnivegferð íslenskra fyrirtækja verði efld með aukinni upplýsingagjöf, fræðslu og hvatningu, sem hluti af þeirri stefnumótun að Ísland verði leiðandi í sjálfbærri þróun í ferðaþjónustu. Bætt aðgengi starfsfólks fyrirtækja að náms- og fræðsluefni á þessu sviði er hluti af því.
    Með aðgerðinni er ætlunin að vekja athygli á umhverfis- og/eða sjálfbærnivottunum, auka útbreiðslu þeirra og notkun meðal fyrirtækja í ferðaþjónustu og auka meðvitund ferðamanna um þær. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja liggur einnig hér almennt til grundvallar, sem hluti af sjálfbærni.

D.4. Fræðsla og hvatning um sjálfbæra og nærandi ferðaþjónustu.
    Í dag er talsvert af opnu fræðsluefni á netinu tengt Vakanum auk sérstakrar áherslu á sjálfbærni og nærandi ferðaþjónustu (e. regenerative tourism). Þá eru reglulega haldnar vinnustofur í gegnum hvatningarverkefnið Ábyrg ferðaþjónusta. Ný þekking er að verða til með þátttöku Íslands í norrænum og evrópskum verkefnum sem tengjast hringrásarhagkerfi og nærandi ferðaþjónustu (NorReg og CE4RT) þar sem hægt er að styðja við lítil og meðalstór fyrirtæki í gegnum fræðslu og fjárhagslegan stuðning. Mikilvægt er að miðla þessari þekkingu til fleiri fyrirtækja og að Ísland nái að marka sér sérstöðu í að nýta verkfæri og hugmyndafræði sem tengjast nærandi ferðaþjónustu.
    Dæmi um verkþætti aðgerðar:
    Boðið verði upp á reglulegar vinnustofur þar sem aðilar fá fræðslu og þjálfun við innleiðingu á sjálfbærnistefnu og -vottun. Þar sé einnig vettvangur fyrir jafningjarýni og þekkingaryfirfærslu milli fyrirtækja á þessari vegferð.
    Uppfært fræðsluefni verði gert aðgengilegt. Aðgengi að stöðumati og hvað hentar hverju fyrirtæki fyrir sig miðað við stærð og umfang.
    Aukið samtal við nærsamfélagið með reglulegum íbúafundum.
    Áhersla á viðskipti í nærumhverfi.
    Styðja við vöruþróun sem tekur mið af sérkennum svæða.
    Leggja áherslu á rannsóknir sem beita vistkerfisnálgun.
    Aðgerðin snýr einnig að samfélagslegri ábyrgð í rekstri fyrirtækja í ferðaþjónustu, sem er hluti af hugtakinu sjálfbær og nærandi ferðaþjónusta. Vinnuaðstæður og starfsmannahald eru m.a. hluti af því og af þeim sökum er Alþýðusamband Íslands einn af samstarfsaðilum við framkvæmd aðgerðarinnar.

D.5. Styrking landvörslu.
    Landvarsla hefur almennt aukist á síðustu árum en hefur ekki haldið í við þróun fjölda ferðamanna og lengingu ferðatímabils. Skilningur hefur aukist varðandi mikilvægi landvarða sem eru oft einu starfsmenn sem eru staddir innan svæða að staðaldri. Hlutverk þeirra er fræðsla um náttúru, umgengni, aðgengi og ekki síst öryggismál. Landverðir gegna einnig mikilvægu hlutverki varðandi viðhald innviða, stýringu og almenna umhirðu um svæðin. Á sumum friðlýstum svæðum eins og Þingvöllum, Skaftafelli og Jökulsárlóni eru tekin bílastæðagjöld sem fjármagna m.a. landvörslu og annan rekstur.
    Aðgerðin kveður á um styrkingu landvörslu sem felst í fjölgun landvarða og lengri viðverutíma þeirra á áfangastöðum ferðamanna. Fjármagna þarf fjölgun landvarða og hefja ráðningarferli fyrr á vorin og tryggja landvörslu lengra fram á haustið í takt við breytingar á ferðahegðun ferðamanna. Í sumum tilvikum er æskilegt að koma á heilsárslandvörslu til stuðnings við aukna heilsársferðamennsku.
    Þá þarf einnig að skoða hvort að nýta eigi betur og koma á landvörslu á svæðum sem ekki eru í umsjón Umhverfisstofnunar, Vatnajökulsþjóðgarðs eða Þingvalla, t.d. jarð- og fólkvanga. Horfa má til þess að fjármögnun geti komið frá sértekjum svo sem bílastæðum og salernisaðstöðu.
    Dæmi um verkþætti aðgerðar:
    Fjölgun landvarða og lenging á viðverutíma yfir árið.
    Útvíkka starfsemi landvörslu á önnur svæði en friðlýst.

D.6. Orkuskipti í ferðaþjónustu.
    Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda er eitt umfangsmesta verkefni Íslands í dag og snertir öll svið samfélagsins. Orkuskiptin eru þegar hafin og búið að vinna töluverða vinnu þegar kemur að þeim. Árið 2020 vann atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið orkustefnu og aðgerðaáætlun undir yfirskriftinni „Orkustefna til ársins 2050: Sjálfbær orkuframtíð“. Stór hluti aðgerða sem tilgreindar eru í stefnunni snýr að orkuskiptum og aukinni orkunýtni. Sama ár var gefin út aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum, en unnið er að uppfærslu á þeirri aðgerðaáætlun og er áætlað að uppfærð aðgerðaáætlun verði kynnt vorið 2024. Árið voru gefnir út loftslagsvísar atvinnulífsins, sem var svo fylgt eftir með atvinnugreinaskiptum aðgerðatillögum árið 2023. Auk þessara verkefna eru fyrirhuguð ýmis verkefni, áætlanir og stefnur til stuðnings við hraðari orkuskipti bæði hjá hinu opinbera og í atvinnulífinu.
    Mikilvægt er að aðgerðaáætlun ferðamálastefnu til ársins 2030 styðji við og nýti þær áætlanir sem nú þegar liggja fyrir. Aðgerðir sem snúa að orkuskiptum í ferðaþjónustu taka því mið af uppfærðri aðgerðaáætlun stjórnvalda í orku- og loftslagsmálum. Miðað er við að unnið verði áfram í samræmi við framangreinda stefnumótun stjórnvalda á sviði orkuskipta og aðgerðum á sviði orkuskipta í ferðaþjónustu hraðað eins og kostur er, með auknum árlegum framlögum. Er þar til að mynda átt við verkefni á sviði orkuskipta hjá bílaleigum og í innanlandsflugi.
    Markmið aðgerðarinnar er að draga úr losun í ferðaþjónustu m.a. með því að hraða og auðvelda orkuskipti í ferðaþjónustu. Hluti af því er að auka vægi og notkun almenningssamgangna í ferðaþjónustu, auka upplýsingagjöf og fræðslu til ferðamanna og styðja þannig við stefnumótun stjórnvalda í loftslagsmálum.

D.7. Aðlögun að loftslagsbreytingum.
    Miklar ferðaþjónustutengdar innviðafjárfestingar hafa átt sér stað síðasta áratug. Loftslagsbreytingar geta haft áhrif á þessa innviði og þjónustu þeim tengdum. Loftslagsbreytingar geta einnig haft áhrif á landslag og þannig mögulega haft áhrif á aðdráttarafl landsins fyrir erlenda ferðamenn og samkeppnishæfni áfangastaðarins, til hins betra eða verra. Sömuleiðis geta loftslagsbreytingar haft áhrif á þróun eftirspurnar út frá áhrifum breytinganna í öðrum löndum og áhrif á tegundir og framboð afþreyingar hér á landi.
    Engin markmið eru til staðar um áhættumat né fyrirliggjandi ferlar eða stefnur um greiningu og/eða vöktun á mögulegum afleiðingum loftslagsbreytinga fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Veturinn 2022-2023 vann verkfræðistofan Alta, fyrir hönd umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytis, að aðgerðaáætlun til aðlögunar Íslands að loftslagsbreytingum. Við þá vinnu var m.a. haldin vinnustofa til að meta stöðu ferðaþjónustu og draga saman aðgerðir fyrir ferðaþjónustu. Niðurstöður úr þeirri vinnu hafa ekki verið birtar að svo stöddu.
    Unnið verður að greiningu og vöktun á margvíslegum afleiðingum loftslagsbreytinga á íslenska ferðaþjónustu. Slík greining er grunnur að frekari viðbragðs- og aðgerðaáætlun vegna loftslagsbreytinga innan atvinnugreinarinnar.

E. Gestir.
E.1. Markviss kynning og markaðssetning menningarferðaþjónustu á Íslandi.
    Listir og skapandi greinar eru þegar ein af fimm lykiláherslum í útflutningsstefnu Íslands og er markvisst unnið að því að styrkja stöðu íslenskrar menningar á alþjóðavettvangi og auka aðdráttarafl Íslands sem vettvangs fyrir skapandi starfsemi. Ferðaþjónusta er önnur af fimm lykiláherslum útflutningsstefnunnar og því mikil tækifæri fólgin í því að styrkja tengslin milli menningar og ferðaþjónustu.
    Markmið aðgerðarinnar er að menning verði skilgreind sem einn af lykilþáttum í jákvæðri og sérstæðri upplifun ferðamanna á Íslandi, og að markvissu markaðs og kynningarstarfi verði beitt til þess að menningarneysla gesta aukist. Að tímanleg, hugmyndarík og fagleg upplýsingamiðlun um framboð á íslenskri menningarferðaþjónustu um allt land, allt árið um kring, verði aðgengileg innlendum og erlendum gestum. Jafnframt að auka stuðning við kynningar- og markaðsstarf smærri og óhagnaðardrifinna aðila til að auka aðgengi og fjölga áfangastöðum.
    Dæmi um verkþætti aðgerðar:
    Íslandsstofa, Ferðamálastofa og áfangastaðastofur fái fjármagn til að halda úti öflugri landkynningu á menningu og listum sem hluta af meginstoðum ferðaþjónustu á Íslandi.
    Markaðsrannsóknum og ítarlegum viðhorfskönnunum verði beitt í ríkari mæli til að styðja við jákvæða þróun markhópa og kortleggja væntingar og upplifun í tengslum við menningarferðaþjónustu.
    Fjármagn til áfangastaðastofa endurspegli skilgreint hlutverk þeirra gagnvart rekstraraðilum í menningarferðaþjónustu hvað varðar fræðslu, ráðgjöf og samstarf um þróunarverkefni í ferðamálum og markaðssetningu.
    Leitað verði leiða til að efla verulega stafrænt, miðlægt viðburðadagatal þar sem hægt er að finna tímanlegar upplýsingar um breitt framboð viðburða um land allt, til hagsbóta fyrir notendur, skipuleggjendur viðburða og rekstraraðila í menningarferðaþjónustu.
    Matarmenning og tengdar hefðir eru lykilþættir í að skapa einstaka og minnisstæða ferðaupplifun. Náttúra, menning, saga og sjálfbærni gera Ísland að spennandi áfangastað fyrir matarunnendur.

E.2. Efling náms í ferðaþjónustu þvert á skólastig og aukið aðgengi að námi.
    Aðgerðin felur í sér a) rýni á núverandi námi í ferðamálum og ferðaþjónustu og b) gerð áætlunar um þróun og eflingu námsins í samræmi við þróun atvinnugreinarinnar, samfélagsins og stefnu stjórnvalda í ferðamálum. Ráðgert er að stofnaður verði samráðsvettvangur stjórnvalda, menntastofnana og atvinnugreinarinnar um þróun náms og starfsþjálfunar í ferðamálum, sem leiði þetta starf.
    Markmið aðgerðarinnar er að námsframboð á sviði ferðamála og ferðaþjónustu verði markvisst og stuðlað verði að auknum tengslum og flæði milli náms á mismunandi stigum, með það að markmiði að auka aðgengi að námi, að sem flestum verði gert kleift að finna nám við hæfi, efla og styrkja mannauð innan ferðaþjónustunnar og ýta undir fjölmenningarvitund og inngildingu.
    Aðgerðin felur þannig í sér eflingu náms í ferðaþjónustu þvert á skólastig, og aukið aðgengi að því, með það að leiðarljósi að auka gæði og hæfni innan greinarinnar, efla og styrkja mannauð, sem leiðir til aukinnar þekkingar, starfsánægju, skilvirkni, framleiðni og samkeppnishæfni.
    Ekki er til heildarsýn fyrir uppbyggingu á námi í ferðaþjónustu. Óskir atvinnugreinarinnar um uppbyggingu á námi má m.a. sjá í skýrslunni „Hæfni er grunnur að gæðum“ frá 2019. Þar er kallað eftir auknu framboði á viðurkenndu og hagnýtu þrepaskiptu starfsnámi í ferðaþjónustu, sem fer fram á vinnustað og í skóla og á skýra tilvísun í störf og tengingu við frekara áframhaldandi nám.

E.3. Menntunarkrafa til leiðsögumanna sem starfa í þjóðgörðum.
    Innan þjóðgarða á Íslandi starfar fjöldi fyrirtækja með leiðsögumenn á sínum vegum sem m.a. sinna leiðsögn á fjöllum, skriðjöklum, í íshellum og við köfun, svo eitthvað sé nefnt. Hingað til hefur aðeins verið sett skýr atvinnustefna í Vatnajökulsþjóðgarði. Í Snæfellsjökulsþjóðgarði og Þingvallaþjóðgarði hefur atvinnustefna ekki verið innleidd enn sem komið er, en unnið er að því. Með vaxandi fjölda ferðamanna sem sækir í afþreyingu innan þjóðgarðanna er virk atvinnustefna innan þeirra afar brýn enda tekur hún á verndun umhverfis og öryggi gesta. Einkum liggja ágallar rekstraraðila í því að menntun og sérþjálfun leiðsögumanna er oft ábótavant. Fjármagn þarf til að þjóðgörðunum sé kleift að sinna viðeigandi eftirliti sem tryggir að ítrustu gæða- og öryggiskröfum sé fylgt og að leiðsögumenn sem starfa innan þeirra hafi hlotið haldbæra menntun og þjálfun. Stefnumótun og atvinnustefna þjóðgarðanna þarf að tryggja að ýtrustu gæða- og öryggisstöðlum sé framfylgt þegar gerðir eru samningar um atvinnutengda starfsemi innan þjóðgarðanna.
    Mótun og innleiðing atvinnustefnu innan þjóðgarðs er umfangsmikið verkefni og þrátt fyrir góðan vilja og metnað er eftirlit með rekstraraðilum oft ófullnægjandi. Fjármagn og lagaheimildir skortir til að beita virkri gæðastýringu til að unnt sé að veita rekstraraðilum sem starfa innan þjóðgarðanna aðhald á öllum sviðum rekstursins, t.d. menntun leiðsögumanna og tilskilin leyfi aðila. Eftirlitshlutverki með atvinnustarfsemi innan þjóðgarðanna er í dag ekki sinnt sem skyldi og því eru ýmsir ágallar og brotalamir í starfsemi rekstraraðila sem starfa innan þjóðgarðanna. Einkum liggja ágallar rekstraraðila í því að menntun og sérþjálfun leiðsögumanna er oft ábótavant. Ferðaþjónustufyrirtækin starfa samkvæmt samningum um atvinnutengda starfsemi í þjóðgörðunum og vísbendingar eru um að nokkur fjöldi leiðsögumanna á þeirra vegum hafi hvorki haldbæra menntun né sérþjálfun í áhættumeiri afþreyingu við íslenskar aðstæður, svo sem á hálendi Íslands, á skriðjöklum eða í íshellum.
    Markmiðið er að innan þjóðgarða starfi einungis vel menntaðir og sérþjálfaðir leiðsögumenn sem veita framúrskarandi þjónustu sem byggð er á gæðum og öryggi. Þannig gætu þjóðgarðar landsins verið fyrirmynd og leiðandi afl í framþróun er varðar betra menntunarstig leiðsögumanna í landinu. Þannig styrkja þjóðgarðarnir eigin ímynd, samtímis því að vægi og virði þeirra leiðsögumanna sem hlotið hafa haldbæra gæðamenntun eykst.
    Dæmi um verkþætti: Að allir þjóðgarðar landsins innleiði atvinnustefnu til verndar umhverfi og öryggi gesta og að menntunarkröfum leiðsögumanna í áhættumeiri afþreyingu sé framfylgt. Skýrari lagaheimildir þarf til að þjóðgarðar landsins hafi forsendur til að beita virku eftirliti og e.t.v. viðurlögum þegar kröfum um ábyrga starfshætti fyrirtækja sem starfa innan þjóðgarða og menntunarkröfum leiðsögumanna er ekki samkvæmt atvinnustefnu þjóðgarða. Fjárveitingar þarf til að sérþjálfa og mennta landverði til að mynda í jökla- og fjallaleiðsögn þannig að unnt sé að stunda viðeigandi eftirlit af sérþekkingu.

E.4. Alþjóðlegt nám í afþreyingartengdri ferðaþjónustu með áherslu á sjálfbærni.
    Alþjóðlega hefur Sviss verið í forystu hvað varðar nám í hótelstjórnun, en þangað sækir fólk nám hvaðanæva úr heiminum. Með tilliti til þeirrar reynslu sem hefur skapast hérlendis innan íslenskrar ferðaþjónustu, þar sem boðið er upp á fjölbreytta afþreyingu allan ársins hring, er kjörið tækifæri fyrir Ísland til að verða leiðandi þegar kemur að alþjóðlegu námi í afþreyingartengdri ferðaþjónustu.
    Dæmi um verkþætti aðgerðar:
    Að skipa starfshóp sem vinnur að undirbúningi og tillögum að útfærslu og framkvæmd.
    Að kynna störf innan íslenskrar ferðaþjónustu sem framtíðarstarfsvettvang.
    Að gera fyrirtækjum innan ferðaþjónustunnar kleift að taka við og styðja nemendurna með metnaðarfullum og faglegum hætti.

E.5. Upplýsingar og spár um aðsókn að áfangastöðum.
    Síðustu ár hefur verið gert átak í að koma upp teljurum á áfangastöðum víðs vegar um landið. Mikilvægt er að halda því áfram svo tryggt sé að tölulegum upplýsingum sé safnað um alla helstu áfangastaði á landinu. Horfa má til þess að bæta þessi gögn með því að nýta gögn frá Vegagerðinni og farsímagögn frá símafyrirtækjum. Þá þarf að gæta að því að þessi gögn séu aðgengileg á sem flestum stöðum, svo sem á innlendum upplýsingasíðum (Visit Iceland, vefir áfangastaðastofa) og erlendum vefjum sem ferðamenn leita upplýsinga á, t.d. Google og Tripadvisor.
    Samhliða átaki í uppsetningu þarf að tryggja að aðgengi að gögnum sé opið og að hægt sé að nýta gögn í rauntíma. Gagnasöfnun af þessum toga stuðlar að aukinni þekkingu á viðkomandi áfangastöðum og er mikilvægur liður í að efla öryggi og verndun náttúru og umhverfis. Bætt upplýsingagjöf getur stuðlað að því að gestir og rekstraraðilar kjósi fremur að heimsækja viðkomandi áfangastað utan háannar eða utan álagstoppa yfir daginn. Þannig getur upplýsingagjöfin haft jákvæð áhrif á upplifun gesta og stuðlað að betri stýringu áfangastaða á skilvirkari hátt. Þá nýtast slíkar upplýsingar bæði rekstraraðilum og ferðamönnum til skipulagningar á ferðum og geta þannig verið hluti af óbeinni álagsstýringu. Hægt er að horfa til þess að auka enn frekar við gagnasöfnun og fá heildstæðari mynd af umferð ferðamanna á viðkomandi ferðamannastaða eða svæði með umferðargögnum frá Vegagerðinni, farsímagögnum frá símafyrirtækjum og gögnum frá t.d. samfélagsmiðlum.
    Bætt upplýsingagjöf getur stuðlað að því að gestir og rekstraraðilar kjósi fremur að heimsækja viðkomandi áfangastað utan háannar eða utan álagstoppa yfir daginn. Þannig getur upplýsingagjöfin haft jákvæð áhrif á upplifun gesta og stuðlað að betri stýringu áfangastaða á skilvirkari hátt. Þá nýtast slíkar upplýsingar bæði rekstraraðilum og ferðamönnum til skipulagningar á ferðum og geta þannig verið hluti af óbeinni álagsstýringu.
    Dæmi um verkþætti: Innleiðing stafrænnar þróunar í mælingum á umferð um áfangastaði, markviss uppsetning teljara, einfalda aðgengi að gögnum (t.d. API aðgengi) og efla samstarf við leitarvélar, uppbygging spákerfis fyrir landshluta um aðsókn á svæði eða áfangastaði.

E.6. Endurskoðun á gæða- og umhverfisvottun fyrir íslenska ferðaþjónustu.
    Vakinn er gæða- og umhverfisvottun fyrir íslenska ferðaþjónustu og er því verkefni stýrt af Ferðamálastofu. Þau fyrirtæki sem taka þátt fá óháðan þriðja aðila til að skoða og taka út starfsemi og þjónustu fyrirtækisins, fá staðfestingu á því sem vel er gert og tækifæri til að bæta það sem betur má fara. Í dag eru 50 fyrirtækjaheiti skráð með gilda vottun Vakans og hefur þeim fækkað talsvert á undanförnum árum af ýmsum ástæðum. Þær helstu eru heimsfaraldur COVID-19 og rekstrarlegar áskoranir honum tengdar og neikvæð umræða um lítinn markaðslegan ávinning og skort á alþjóðlegri tengingu Vakans. Þá hafa fyrirtæki, einkum á landsbyggðinni, sagt kostnað við vottun vera of háan. Jafnframt má nefna breytingar á fyrirkomulagi úttekta, sem áður voru framkvæmdar af starfsmönnum Ferðamálastofu en hafa frá árinu 2019 verið framkvæmdar af vottunar- og skoðunarstofum.
    Markmið aðgerðarinnar er að til verði skýr framtíðarsýn um gæða- og umhverfisvottun fyrir íslenska ferðaþjónustu. Skipaður verður starfshópur sem vinni greinargerð og tillögur til ráðherra um fyrirkomulag gæða- og umhverfisvottunar fyrir íslenska ferðaþjónustu, m.a. með hliðsjón af þróun Vakans og mögulegri endurskoðun hans.

E.7. Bætt öryggi ferðamanna.
    Mikil fjölgun ferðamanna til Íslands á undanförnum árum hefur skapað margvíslegar áskoranir varðandi öryggi þeirra og slysavarnir. Öryggi er sums staðar ábótavant á ferðamannastöðum. Áhættumat hefur ekki verið framkvæmt á áfangastöðum ferðamanna, margir ferðamannastaðir eru án fjarskiptasambands, víða er langt í þjónustu og viðbragðstími viðbragðsaðila of langur. Til þess að tryggja öryggi ferðamanna um allt land eins og kostur er þurfa ferlar varðandi öryggismál að vera vel skilgreindir og skýrir, og öryggisinnviðir og þjónusta skipulögð og fjármögnuð í takt við þarfir ferðaþjónustunnar.
    Dæmi um verkþætti: Leggja mat á á hvaða áfangastöðum þurfi að gera áhættumat, kanna kosti og möguleika þess að innleiða sambærileg lög um öryggi á fjölmennum ferðamannastöðum og nú þegar gilda um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum líkt og lagt er til í skýrslu verkefnastjórnar um öryggismál stjórnvalda og ferðaþjónustuaðila, tryggja að nýttar séu viðbragðsáætlanir sem til eru við náttúruvá og öðrum áföllum og þær uppfærðar reglulega, kortleggja fjarskiptasamband og greina uppbyggingarþörf, stytta viðbragðstíma viðbragðsaðila á stærri áfangastöðum og fjölmennum viðburðum, hafa samræmd upplýsingaskilti á áfangastöðum og bæta upplýsingagjöf til ferðamanna.

5. Samráð.
    Lagt var upp með að hafa verkefnið um gerð ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til ársins 2030 opið og gagnsætt á öllum stigum. Eins að aðgerðaáætlunin yrði unnin í miklu samráði við þá sem að ferðaþjónustu koma með einum eða öðrum hætti. Er því um stefnumótun að ræða sem kemur jafnt frá stjórnvöldum og atvinnugreininni og endurspeglar sameiginlegar áherslur og framtíðarsýn.
    Í upphafi unnu starfshóparnir sjö, sem vísað er til að framan, ítarlega haghafagreiningu þar sem listaðir voru upp allir þeir haghafar sem nauðsynlegt var að hafa samráð við. Allir starfshópar héldu opna haghafafundi og málstofur þar sem haghöfum gafst tækifæri til að koma skoðunum sínum og athugasemdum á framfæri. Þar sem tilefni var til fengu starfshóparnir viðeigandi sérfræðinga inn á fundi starfshópana til að veita innsýn inn í sértæk málefni.
    Til að stuðla að opnu ferli, og til að fá fram ábendingar og athugasemdir á upphafsstigum verkefnisins, var búin til sérstakur vefur um verkefnið, ferdamalastefna.is. Þar er hægt að nálgast allar upplýsingar um verkefnið og boðið upp á að koma skilaboðum beint til viðkomandi starfshópa.
    Starfshóparnir áttu formlegt samráð í sinni vinnu við eftirfarandi haghafa:
    Sjálfbærni og orkuskipti: Starfshópurinn hélt tvo almenna haghafafundi, einn staðfund með 14 þátttakendum og einn fjarfund með 14 þátttakendum. Hann og/eða formaður hópsins fundaði sérstaklega með Alþýðusambandi Íslands, AECO, Cruise Iceland, Hótel Breiðdalsvík, Faxaflóahöfnum og Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Starfshópurinn fékk til sín fimm athugasemdir í gegnum skilaboðaform á vefverkefnisins.
    Samkeppnishæfni og verðmætasköpun: Starfshópurinn hélt einn almennan haghafafund í fjarfundi, á fundinn mættu 17 aðilar. Starfshópurinn sendi könnun til 27 aðila. Starfshópurinn og/eða formaður starfshópsins fundaði sérstaklega með Alþýðusambandi Íslands, AECO og Icelandair. Aðilar frá Háskóla Íslands, Cruise Iceland, KPMG og Íslandsstofu komu með erindi inn á fundi starfshópsins. Starfshópnum bárust 11 athugasemdir í gegnum skilaboðaform á vefverkefnisins.
    Rannsóknir og nýsköpun: Starfshópurinn hélt einn almennan haghafafund í fjarfundi, á fundinn mættu 37 aðilar. Stýrihóp verkefnisins barst bréf frá ráðgefandi nefnd um gagnaöflun og rannsóknir varðandi fjárveitingar til gagnaöflunar og rannsókna á sviði ferðamála. Starfshópurinn nýtti það bréf við sína vinnu. Starfshópnum bárust þrjár athugasemdir í gegnum skilaboðaform á vef verkefnisins.
    Uppbygging áfangastaða: Starfshópurinn hélt einn almennan haghafafund í fjarfundi, á fundinn mættu 46 aðilar. Starfshópurinn og/eða formaður starfshópsins fundaði sérstaklega með Fjarskiptastofu og Öryrkjabandalagi Íslands. Starfshópurinn átti einnig sérstaka hagaðilafundi með viðeigandi aðilum um eftirfarandi málefni: samgöngumál, skipulagsmál, sveitarstjórnarmál og öryggismál. Starfshópnum bárust níu athugasemdir í gegnum skilaboðaform á vef verkefnisins.
    Hæfni og gæði: Starfshópurinn hélt vinnustofur um eftirfarandi málefni: a) fræðslu og mannauðsmál, b) framhaldsskólastig, veitinga- og matvælagreinar, c) ásýnd ferðaþjónustunnar, e) framhaldsskólastig, leiðsögn og fjallamennsku, f) háskólastig, g) gæðavottanir og eftirlit, öryggisáætlanir og upplýsingamiðlun. Á hvern fund mættu í kringum 10 aðilar. Starfshópurinn og/eða formaður starfshópsins fundaði sérstaklega með Alþýðusambandi Íslands, AECO og Kompási. Starfshópnum bárust þrjár athugasemdir í gegnum skilaboðaform á vef verkefnisins.
    Heilsu-, veitinga- og hvataferðaþjónusta: Starfshópurinn hélt tvær vinnustofur, eina þar sem á staðinn mættu 32 aðilar og aðra í fjarfundi þar sem mættu 68 aðilar. Starfshópnum bárust tvær athugasemdir í gegnum skilaboðaform á vef verkefnisins.
    Menningartengd ferðaþjónusta: Starfshópurinn hélt þrjár vinnustofur, ein á höfuðborgarsvæðinu, eina með rekstraraðilum í menningartengdri ferðaþjónustu og eina með menningarfulltrúum og áfangastaðastofum. Í kringum 15–20 manns mættu á hverja vinnustofu. Starfshópnum bárust álit frá tíu aðilum sem starfa innan Háskólans á Hólum, Háskóla Íslands, Intelligent Instruments Lab og Listaháskóla Íslands. Starfshópnum bárust tíu athugasemdir í gegnum skilaboðaform á vef verkefnisins.
    Fyrstu drög að aðgerðum í ferðamálastefnu 2030 voru sett í opið samráð í samráðsgátt stjórnvalda í nóvember 2023 (mál nr. S-219/2023). Alls bárust 30 umsagnir. Í kjölfarið fékk hver og einn starfshópur umsagnirnar til yfirferðar og skilaði að lokinni yfirferð niðurstöðum til stýrihóps.
    Í janúar til mars 2024 vann stýrihópur verkefnisins að því að vinna úr því efni sem komið hafði fram frá undirhópunum sjö, og í samráðsferlinu, og móta úr því drög að tillögu til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaráætlun til ársins 2030, með skýrum og skilgreindum aðgerðum. Sem lið í samráðsferlinu var boðað til opinna umræðu- og kynningarfunda með ferðamálaráðherra. Fundirnir voru á landsvísu í febrúar og mars og fóru fram á Akureyri, Sauðárkróki, Hvolsvelli, Egilsstöðum, Borgarnesi, Reykjavík, Ísafirði, Reykjanesi og Höfn í Hornafirði. Á hvern fund mættu 20–120 manns og í heildina mættu á fjórða hundrað manns á fundina. Uppbygging fundanna var með svipuðu sniði. Viðeigandi aðili opnaði fundina, við tók ávarp ráðherra. Því næst fór starfsmaður menningar- og viðskiptaráðuneytisins yfir verkefnið í heild sinni, aðferðafræðina og hvernig til hafi unnist. Í framhaldinu tók starfsmaður ráðgjafafyrirtækisins RATA við og fór yfir drög að aðgerðum stefnunnar. Við tók samtal þar sem samtalsramminn var settur upp með því að fara í gegnum eftirfarandi spurningar með fundargestum í gegnum vefinn mentimeter.com:
          Hvaða aðgerðir skipta þig mestu máli?
          Hvað skiptir mestu máli fyrir þitt landsvæði?
          Hvað vilt þú ekki sjá inni í aðgerðaráætlun ferðamálastefnu Íslands?
          Hvað finnst þér hafa tekist vel til í þessari vinnu?
    Í lokin voru fundargestir spurðir hvort einhverjum spurningum væri ósvarað. Þeim spurningum var svarað og við tóku almennar umræður um drögin í heild sinni. Eftir stærð og uppsetningu fundanna voru umræður í einum hóp eða fundinum skipt upp í smærri umræðuhópa. Umræðan sem skapaðist var bæði uppbyggileg og góð. Á heildina litið gáfu umræður fundanna til kynna að vel hafi tekist til við að móta aðgerðir ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030.
    Til viðbótar við fyrra umsagnarferli í samráðsgátt stjórnvalda, í nóvember 2023, voru drög að tillögu til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaráætlun hennar sett í samráðsgátt stjórnvalda 28. febrúar og voru þau þar til 12. mars 2024 (mál nr. S-63/2024). Alls bárust 11 umsagnir í gegnum samráðsgáttina í það sinn. Tvær umsagnir til viðbótar bárust einnig ráðuneytinu eftir umsagnarfrest, frá Alþýðusambandi Íslands og Skipulagsstofnun.
    Farið var yfir þær umsagnir sem bárust og var í framhaldinu tekið mið af þeim, eftir því sem talið var eiga við. Til að mynda var bætt við áherslum í skjalinu og orðalagi sem snýr að samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja í ferðaþjónustu, m.a. gagnvart starfsfólki í ferðaþjónustu og starfsumhverfi þess, áherslum er lúta að aðgengismálum fyrir fatlaða ferðamenn, aðkomu markaðsstofa að neytendamarkaðssetningu, fjármögnun aðgerða, aðkomu fyrirtækja í hafsækinni starfsemi sem og fleiri samstarfsaðila að einstökum aðgerðum.
    Líkt og fram hefur komið var lagt upp með að vinna þessa aðgerðaáætlun í opnu samráði við þá sem að ferðaþjónustu koma með einum eða öðrum hætti. Þar sem ferðaþjónustuna er með stærri atvinnugreinum á Íslandi og teygir anga sína víða um íslenskt samfélag er fjöldi haghafa verulegur. Í kringum 100 manns hafa haft beina aðkomu að gerð þessarar tillögu til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun og ætla má að yfir þúsund haghafar hafi sett mark sitt á hana í samráðsferlinu.