Ferill 1041. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1518  —  1041. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um þjónustusviptingu.

Frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur.


     1.      Hversu margir einstaklingar hafa fengið tilkynningu um niðurfellingu þjónustu á grundvelli 8. mgr. 33. gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016, frá gildistöku ákvæðisins í núverandi mynd? Svar óskast sundurliðað eftir því hvort um er að ræða barn eða fullorðinn einstakling.
     2.      Hversu margir einstaklingar hafa verið sviptir þjónustu á grundvelli fyrrgreinds ákvæðis og með hvaða hætti er slík ákvörðun birt viðkomandi?
     3.      Hver tekur ákvörðun um að fresta niðurfellingu réttinda á grundvelli 9. mgr. 33. gr. laga um útlendinga og með hvaða hætti er slík frestun tilkynnt viðkomandi?
     4.      Hversu mörgum beiðnum um frestun hefur verið synjað og hversu margar slíkar synjanir hafa verið kærðar til kærunefndar útlendingamála?


Skriflegt svar óskast.