Ferill 1086. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1589  —  1086. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um skatttekjur o.fl.

Frá Birgi Þórarinssyni.


     1.      Hver er heildarfjöldi þeirra sem skiluðu skattframtali fyrir tekjuárið 2022 sundurliðað eftir aldurshópunum 18–66 ára og 67 ára og eldri, miðað við aldur í lok árs 2022? Svar óskast einnig sundurliðað eftir upprunalandi þess sem skilar skattframtali.
     2.      Hver er heildarupphæð, meðaltal og miðgildi stofns til útreiknings tekjuskatts og útsvars fyrir árið 2022 sundurliðað eftir fyrrnefndum aldurshópum og upprunalandi?
     3.      Hver er meðalupphæð félagslegrar aðstoðar og annarra styrkja og bóta frá sveitarfélögum fyrir árið 2022 sundurliðað eftir fyrrnefndum aldurshópum og upprunalandi?
     4.      Hver er heildarupphæð, meðaltal, miðgildi og skilyrt miðgildi tekjuskatts og útsvars fyrir árið 2022 sundurliðað eftir fyrrnefndum aldurshópum og upprunalandi?
     5.      Hver er heildarupphæð, meðaltal, miðgildi og skilyrt miðgildi barnabóta fyrir árið 2022 sundurliðað eftir fyrrnefndum aldurshópum og upprunalandi?
     6.      Hver er heildarupphæð, meðaltal, miðgildi og skilyrt miðgildi stofns til útreiknings fjármagnstekjuskatts fyrir árið 2022 sundurliðað eftir fyrrnefndum aldurshópum og upprunalandi?
     7.      Hver er heildarupphæð, meðaltal, miðgildi og skilyrt miðgildi útvarpsgjalds fyrir árið 2022 sundurliðað eftir fyrrnefndum aldurshópum og upprunalandi?
     8.      Hver er heildarupphæð, meðaltal, miðgildi og skilyrt miðgildi ákvarðaðra vaxtabóta fyrir árið 2022 sundurliðað eftir fyrrnefndum aldurshópum og upprunalandi?
     9.      Hver er heildarupphæð, meðaltal, miðgildi og skilyrt miðgildi greiddra húsnæðisbóta fyrir árið 2022 sundurliðað eftir fyrrnefndum aldurshópum og upprunalandi?
     10.      Hver er fjöldi einstaklinga, sundurliðaður eftir fyrrnefndum aldurshópum og upprunalandi:
                  a.      með stofn til útreiknings tekjuskatts og útsvars yfir 0 kr. fyrir árið 2022,
                  b.      með tekjuskatt og útsvar yfir 0 kr. fyrir árið 2022,
                  c.      með barnabætur yfir 0 kr. fyrir árið 2022,
                  d.      með stofn til útreiknings fjármagnstekjuskatts yfir 0 kr. fyrir árið 2022,
                  e.      með útvarpsgjald yfir 0 kr. fyrir árið 2022,
                  f.      með ákvarðaðar vaxtabætur yfir 0 kr. fyrir árið 2022?


Skriflegt svar óskast.