Ferill 1088. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1595  —  1088. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um mat á öryggi ríkja.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hvernig fer mat á öryggi ríkja fram og hvaða verklagsreglur gilda um slíkt mat, sbr. lista yfir örugg ríki á vef Útlendingastofnunar?
     2.      Hver framkvæmir mat á öryggi ríkja og hvenær fór slíkt mat fram síðast? Svar óskast sundurliðað eftir ríkjum.
     3.      Við hvaða heimildir er helst stuðst við þegar ríki er metið öruggt eða óöruggt? Svar óskast sundurliðað eftir ríkjum.
     4.      Er ástand og öryggi innan hælisleitendakerfis ríkis tekið til greina þegar mat á öryggi þess í heild er framkvæmt?
     5.      Hvernig er metið hvort hælisleitendakerfi ríkis sé í stakk búið til að taka við endursendingum frá öðru ríki?


Skriflegt svar óskast.