Ferill 1089. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1596  —  1089. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um aðgengi einstaklinga á einhverfurófi að geðheilsuteymi taugaþroskaraskana.

Frá Halldóru Mogensen.


     1.      Hver er markhópur geðheilsuteymis taugaþroskaraskana?
     2.      Hver er skilgreining á taugaþroskaröskun?
     3.      Hvaða skilyrði þurfa einstaklingar að uppfylla til að komast að hjá geðheilsuteymi taugaþroskaraskana?
     4.      Hversu margar umsóknir hafa borist geðheilsuteymi taugaþroskaraskana vegna einstaklinga með röskun á einhverfurófi, hversu margar voru samþykktar og hversu mörgum var synjað?
     5.      Á hvaða forsendum var umsóknum einstaklinga með röskun á einhverfurófi synjað um þjónustu geðheilsuteymis taugaþroskaraskana?
     6.      Hversu margir bíða eftir að komast að hjá geðheilsuteymi taugaþroskaraskana?
     7.      Í hvaða þjónustu er þeim sem fá synjun um þjónustu geðheilsuteymis taugaþroskaraskana vísað?
     8.      Hvernig er aðgengi einstaklinga með röskun á einhverfurófi að öðrum geðheilsuteymum háttað?


Skriflegt svar óskast.