Ferill 810. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1648  —  810. mál.
Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur um húsleitir og hleranir.


    Við vinnslu svars við munnlegu fyrirspurninni óskaði dómsmálaráðuneytið eftir upplýsingum frá dómstólasýslunni og svörin byggjast á þeim upplýsingum sem komu þaðan.
    Í ljósi þess að munnleg upptalning á fjölda krafna um húsleitir og símahlustanir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur er mjög erfið í framkvæmd þar sem telja þarf upp mikið magn talna sem missa mögulega marks í munnlegri upptalningu var fallist á að fyrirspurninni yrði svarað skriflega. Í ítarefni 1 og 2 má nálgast allar upplýsingarnar. Þær tölur sem nefndar eru tilheyra fimm ára tímabilinu 1. mars 2019 til og með febrúar 2024, nema annað sé sérstaklega tekið fram.

     1.      Hversu margar kröfur um húsleit eða símahlerun hafa borist Héraðsdómi Reykjavíkur sl. fimm ár? Svar óskast sundurliðað eftir tegund inngrips, lögregluembætti og mánuði.
    Kröfur um húsleit fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur voru 300 talsins, þar af 7 frá skattrannsóknarstjóra. Fjöldi krafna eftir árum er mismunandi. Frá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu koma 273 kröfur, frá héraðssaksóknara 19 og ein frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.
    Kröfur um símahlustanir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hafa verið 294 talsins. Fjöldi krafna eftir árum er mismunandi en einungis héraðssaksóknari og embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fóru fram með kröfu um símahlustun á tímabilinu. Langstærstur hluti beiðnanna kemur frá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu eða 277. Hinar 17 kröfurnar voru lagðar fram af hálfu embættis héraðssaksóknara.

     2.      Í hversu mörgum tilvikum var fallist á kröfu lögreglustjóra og hversu oft var henni hafnað? Svar óskast sundurliðað eftir tegund inngrips, lögregluembætti og mánuði.
    Kröfur héraðssaksóknara um húsleitir voru teknar til greina í 17 skipti og engum kröfum hafnað. Þá voru tvær kröfur afturkallaðar af hálfu þess embættis. Þá voru 262 kröfur lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um húsleitir teknar til greina, fjórar teknar til greina að hluta og einni kröfu hafnað. Einnig voru sex kröfur afturkallaðar af hálfu þess lögregluembættis. Hvað varðar kröfur lögreglustjórans á Suðurnesjum um húsleit var eina krafan sem lögð var fram frá því embætti afturkölluð. Af sjö kröfum skattrannsóknarstjóra voru sex samþykktar og ein felld niður. Ekki voru lagðar fram kröfur um húsleitir af hálfu annarra embætta fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
    Kröfur héraðssaksóknara um símahlustanir voru allar teknar til greina og engum kröfum hafnað og voru þær 17 talsins. Þá voru 264 kröfur lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um símahlustanir teknar til greina, fimm teknar til greina að hluta og þremur kröfum hafnað. Einnig voru fimm kröfur um símahlustanir afturkallaðar af hálfu þess embættis. Ekki voru lagðar fram kröfur um símahlustanir af hálfu annarra embætta fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

     3.      Hversu oft hafa úrskurðir Héraðsdóms Reykjavíkur, sbr. 1. og 2. tölul., komið til kasta Landsréttar og hvert er staðfestingarhlutfallið?
    Alls hafa 16 úrskurðir er varða símahlustun verið kærðir til Landsréttar frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms í 13 málum eða 81% tilfella.
    Alls hafa 5 úrskurðir er varða húsleit verið kærðir til Landsréttar frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms í einu máli eða 20% tilfella.

Ítarefni 1 – sundurgreint eftir árum og lúkningu kröfu

Húsleitir, tímabilið 1. mars 2019 til og með febrúar 2024.
Ár/mánuður Héraðssaksóknari Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu Lögreglustjórinn á Suðurnesjum Skatturinn -skattrannsóknarstjóri Samtals
2019 frá 1. mars 7 56 0 1 64
2020 0 61 0 3 64
2021 3 42 1 0 46
2022 5 45 0 0 50
2023 2 49 0 3 54
2024 jan.-feb. 2 20 0 0 22
Samtals 19 273 1 7 300

Símahlustanir, tímabilið 1. mars 2019 til og með febrúar 2024.
Ár/mánuður Héraðssaksóknari Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu Samtals
2019 frá 1. mars 10 61 71
2020 2 80 82
2021 0 35 35
2022 1 38 39
2023 1 49 50
2024 janúar–febrúar 3 14 17
Samtals 17 277 294

Lyktir máls vegna krafna um húsleit eftir embætti síðastliðin fimm ár, tímabilið 1. mars 2019 til og með febrúar 2024.
Embætti/ár/ mánuður Afturkallað Fellt niður Krafa tekin til greina Krafa tekin til greina að hluta Kröfu hafnað Samtals
Héraðssaksóknari 2 0 17 0 0 19
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu 6 0 262 4 1 273
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum 1 0 0 0 0 1
Skattrannsóknarstjóri 0 1 6 0 0 7
Samtals 9 1 285 4 1 300


Lyktir máls vegna krafna um símahlustanir eftir embætti síðastliðin fimm ár, tímabilið 1. mars 2019 til og með febrúar 2024.
Embætti/ár/ mánuður Afturkallað Krafa tekin til greina Krafa tekin til greina að hluta Kröfu hafnað Samtals
Héraðssaksóknari 0 17 0 0 17
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu 5 264 5 3 277
Samtals 5 281 5 3 294

Ítarefni 2 – sundurgreint eftir mánuðum
    Hér fyrir neðan eru fjórar töflur sem sýna umbeðnar fjöldatölur samkvæmt 1. og 2. lið munnlegu fyrirspurnarinnar, sundurgreindar eftir mánuðum og embættum. Rétt er að taka fram að inni í þessum töflum eru einnig upplýsingar um framlagðar kröfur um húsleitir og símahlustanir af hálfu skattrannsóknarstjóra, en þær upplýsingar bárust einnig frá dómstólasýslunni.

Tafla 1: Taflan sýnir fjölda húsleitarkrafna eftir embætti og mánuði síðastliðin fimm ár, tímabilið 1. mars 2019 til og með febrúar 2024.
Ár/mánuður Héraðssaksóknari Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu Lögreglustjórinn á Suðurnesjum Skatturinn -skattrannsóknarstjóri Samtals
2019 7 56 0 1 64
mars 11 11
apríl 4 4
maí 2 3 5
júní 12 12
júlí 9 9
september 4 1 5
október 1 4 5
nóvember 2 1 3
desember 10 10
2020 0 61 0 3 64
janúar 18 18
febrúar 8 8
mars 3 2 5
apríl 3 3
maí 2 2
júlí 4 4
ágúst 1 1 2
september 5 5
október 2 2
nóvember 7 7
desember 8 8
2021 3 42 1 0 46
janúar 3 3
febrúar 3 3
mars 10 10
apríl 3 3
maí 4 4
júní 1 1
júlí 5 5
september 5 5
október 7 1 8
nóvember 1 1
desember 3 3
2022 5 45 0 0 50
janúar 3 3
febrúar 1 1
mars 5 5
apríl 3 1 4
maí 3 3
júní 5 5
ágúst 4 4
september 13 13
október 3 3
nóvember 2 3 5
desember 4 4
2023 2 49 0 3 54
janúar 1 1
febrúar 7 1 8
mars 2 2
apríl 5 5
maí 3 3
júní 4 1 5
júlí 8 1 9
ágúst 3 3
september 2 2
október 3 3
nóvember 2 7 9
desember 4 4
2024 2 20 0 0 22
janúar 2 2 4
febrúar 18 18
Samtals 19 273 1 7 300


Tafla 2: Taflan sýnir fjölda krafna um símahlustanir eftir embætti og mánuði síðastliðin fimm ár, tímabilið 1. mars 2019 til og með febrúar 2024.
Ár/mánuður Héraðssaksóknari Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu Samtals
2019 10 61 71
mars 1 1 2
maí 1 14 15
júní 1 6 7
júlí 1 1 2
ágúst 1 1
september 3 7 10
október 1 7 8
nóvember 11 11
desember 1 14 15
2020 2 80 82
janúar 2 8 10
febrúar 6 6
mars 1 1
apríl 3 3
maí 4 4
júní 3 3
júlí 6 6
ágúst 4 4
september 10 10
október 6 6
nóvember 9 9
desember 20 20
2021

0

35 35
janúar 9 9
febrúar 12 12
mars 2 2
apríl 1 1
maí 2 2
júní 1 1
september 4 4
nóvember 1 1
desember 3 3
2022

1

38 39
janúar 4 4
febrúar 3 3
mars 7 7
apríl 7 7
maí 7 7
júní 2 2
júlí 3 3
ágúst 1 1
september 1 4 5
2023 1 49 50
janúar 3 3
mars 3 3
apríl 2 2
júní 4 4
júlí 3 3
október

1

3 4
nóvember 19 19
desember 12 12
2024 3 14 17
janúar 4 4
febrúar 3 10 13
Samtals 17 277 294