Ferill 1029. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1653  —  1029. mál.
Svar


matvælaráðherra við fyrirspurn frá Berglindi Ósk Guðmundsdóttur um styrki til félagasamtaka.


     1.      Hversu háa fjárhæð greiddi ráðuneytið og hver undirstofnun þess frjálsum félagasamtökum árin 2020–2023? Svar óskast sundurliðað eftir félagasamtökum og því hvort fjárhæðin var styrkveiting, kaup á þjónustu, félagsgjöld eða annað og með skýringum um hvað felst í liðnum annað auk upplýsinga um hversu hátt hlutfall hver liður er af heildargreiðslu til félagasamtakanna.
    Matvælaráðuneytið var stofnað 1. febrúar árið 2022 og því miðast svarið við þá dagsetningu. Undir ráðuneytið heyra fimm stofnanir; Hafrannsóknastofnun, Matvælastofnun, Fiskistofa, Verðlagsstofa skiptaverðs sem samrekin er með Fiskistofu, og Land og skógur. Land og skógur varð til 1. janúar 2024 með sameiningu Landgræðslunnar og Skógræktar ríkisins. Í kjölfarið voru fjárlagaliðir stofnananna lagðir niður og nýr fjárlagaliður Lands og skógar tekinn í notkun. Í ljósi þessa var tekin ákvörðun um að undanskilja nýja stofnun frá svarinu.

Matvælaráðuneytið greiddi eftirfarandi til frjálsra félagasamtaka á árunum 2022 og 2023:

     2022:
Félag: Upphæð Tegund Hlutfall Skýring
Mannauður, félag mannauðsfólks 18.500 Félagsgjöld 50% Félagsgjöld 2022–2023
Dýrahjálp Íslands 12.432.156 Styrkveiting 50% Styrkur samkvæmt styrktarsamningi

     2023:
Félag: Upphæð Tegund Hlutfall Skýring
Mannauður, félag mannauðsfólks 18.500 Félagsgjöld 50% Félagsgjöld 2023–2024
Félag um skjalastjórn 4.000 Félagsgjöld 100% Félagsgjöld 2023–2024
Dýrahjálp Íslands 12.432.156 Styrkveiting 50% Styrkur samkvæmt styrktarsamningi
Fjárræktarfélag Sveinsstaðahrepps 300.000 Styrkveiting 100% Styrktarpotturinn „Styrkir til verkefna og viðburða á málefnasviðum ráðherra“
Samtök þörungafélaga 1.000.000 Styrkveiting 100% Styrktarpotturinn „Styrkir til verkefna og viðburða á málefnasviðum ráðherra“
Stjórnvísi 53.400 Félagsgjöld 100% Félagsgjöld 2023–2024
Villikettir, félagasamtök 700.000 Styrkveiting 100% Styrktarpotturinn „Styrkir til verkefna og viðburða á málefnasviðum ráðherra“

Matvælastofnun.
     2020:
Félag: Upphæð Tegund Hlutfall Skýring
Íslenska lögregluforlagið ehf. 58.750 Styrkveiting 100% Lógó í MBL
Lionsklúbbur Selfoss 16.000 Auglýsing í blaði 100% Auglýsing í jólablaði Lions
Kvenfélag Selfoss 6.500 Styrkveiting 50% Styrkur vegna dagbókarinnar Jóru

     2021: Engar greiðslur.

     2022:
Félag: Upphæð Tegund Hlutfall Skýring
Útskriftarhópur búfræðinga 15.000 Styrkveiting 100% Styrkur/auglýsing í blaði
Kvenfélag Selfoss 6.500 Styrkveiting 50% Styrkur vegna dagbókarinnar Jóru
Krabbameinsfélag Árnessýslu 20.000 Styrkveiting 100% Límmiðar í glugga

Hafrannsóknastofnun.
    2020:

Félag: Upphæð Tegund Hlutfall Skýring
Félag forstöðumanna ríkisstofnana 25.000 Félagsgjöld 25% Félagsgjöld 2020
Mannauður, félag mannauðsfólks 55.000 Félagsgjöld 6% Félagsgjöld 2020
Ferðafélag Íslands 7.900 Félagsgjöld 24% Félagsgjöld 2020

     2021:
Félag: Upphæð Tegund Hlutfall Skýring
Félag forstöðumanna ríkisstofnana 25.000 Félagsgjöld 25% Félagsgjöld 2021
Jöklarannsóknafélag Íslands 7.800 Félagsgjöld 32,8% Félagsgjöld 2021
Mannauður, félag mannauðsfólks 27.750 Félagsgjöld 3% Félagsgjöld 2021
Mannauður, félag mannauðsfólks 110.000 Aðgöngumiðar 12% Mannauðsdagurinn 2021
Ferðafélag Íslands 7.900 Félagsgjöld 24% Félagsgjöld 2021

     2022:
Félag: Upphæð Tegund Hlutfall Skýring
Félag forstöðumanna ríkisstofnana 25.000 Félagsgjöld 25% Félagsgjöld 2022
Hið íslenska náttúrufræðifélag 11.600 Áskriftargjöld 100% Áskrift að Náttúrufræðingnum 2021 og 2022
Jöklarannsóknafélag Íslands 8.000 Félagsgjöld 33,6% Félagsgjöld 2022
Mannauður, félag mannauðsfólks 37.450 Félagsgjöld 4% Félagsgjöld 2022
Mannauður, félag mannauðsfólks 207.900 Aðgöngumiðar 24% Mannauðsdagurinn 2022
Ferðafélag Íslands 8.200 Félagsgjöld 25% Félagsgjöld 2022

     2023:
Félag: Upphæð Tegund Hlutfall Skýring
Félag forstöðumanna ríkisstofnana 25.000 Félagsgjöld 25% Félagsgjöld 2023
Félag um innri endurskoðun 25.000 Félagsgjöld 100% Félagsgjöld 2023
Jöklarannsóknafélag Íslands 8.000 Félagsgjöld 33,6% Félagsgjöld 2023
Mannauður, félag mannauðsfólks 55.500 Félagsgjöld 6% Félagsgjöld 2023
Mannauður, félag mannauðsfólks 387.450 Aðgangsmiðar 44% Mannauðsdagurinn 2023
Ferðafélag Íslands 8.500 Félagsgjöld 26% Félagsgjöld 2023

     Ótímasett á árunum 2020–2023.
Félag: Upphæð Tegund Hlutfall Skýring
Blindrafélagið 20.000 Styrkveiting 100% Styrkur
Félagsstofnun stúdenta á Akureyri 7.095.302 Kaup á þjónustu 100% Kaup á þjónustu
Knattspyrnufélagið Valur 66.450 Kaup á þjónustu 100% Leiga á borðum og dúkum
Krabbameinsfélag Íslands 516.314 Kaup á vörum 100% Bleika slaufan, Mottumars o.s.frv.
Líffræðifélag Íslands 350.500 Félags- og ráðstefnugjöld 100% Félags- og ráðstefnugjöld árin 2020–2023
LÍSA, samtök 32.000 Ráðstefnugjöld 100% Ráðstefnugjöld
Sjómanna/vélstjórafélag Grindavíkur 48.360 Styrkveiting 100% Styrkur
Sjómannadagsráð 56.130 Styrkveiting 100% Styrkur
Sjómannadagsráð Ólafsvíkur 42.000 Styrkveiting 100% Styrkur
Sjómannadagsráð Vestmannaeyja 20.000 Styrkveiting 100% Styrkur
Skýrslutæknifélag Íslands 112.300 Félags- og ráðstefnugjöld 100% Félags- og ráðstefnugjöld árin 2020–2023
Slysavarnafélagið Landsbjörg 9.916.903 Endurmenntun 100% Öryggisnámskeið fyrir starfsfólk
Stjórnvísi 342.500 Félagsgjöld 100% Félagsgjöld árin 2020–2023

Fiskistofa.
    2020:
Félag: Upphæð Tegund Hlutfall Skýring
Félag forstöðumanna ríkisstofnana 25.000 Félagsgjöld 25% Félagsgjöld 2020
Mannauður, félag mannauðsfólks 18.500 Félagsgjöld 20% Félagsgjöld 2020
Sátt, félag um sáttamiðlun 5.000 Félagsgjöld 100% Félagsgjöld 2020

     2021:
Félag: Upphæð Tegund Hlutfall Skýring
Félag forstöðumanna ríkisstofnana 25.000 Félagsgjöld 25% Félagsgjöld 2021
Mannauður, félag mannauðsfólks 18.500 Félagsgjöld 20% Félagsgjöld 2021
Samtök vefiðnaðarins 28.800 Félagsgjöld 100% Félagsgjöld 2021

     2022:
Félag: Upphæð Tegund Hlutfall Skýring
Félag forstöðumanna ríkisstofnana 25.000 Félagsgjöld 25% Félagsgjöld 2022
Mannauður, félag mannauðsfólks 18.500 Félagsgjöld 20% Félagsgjöld 2022

     2023:
Félag: Upphæð Tegund Hlutfall Skýring
Félag forstöðumanna ríkisstofnana 25.000 Félagsgjöld 25% Félagsgjöld 2023
Mannauður, félag mannauðsfólks 37.000 Félagsgjöld 40% Félagsgjöld 2023
Konur í sjávarútvegi 60.000 Félagsgjöld 100% Félagsgjöld 2023

     2.      Eru í gildi hjá ráðuneytinu reglur um úthlutanir styrkja til félagasamtaka?
    Ráðherra auglýsir árlega eftir umsóknum um styrki úr styrkjapottinum „Styrkir til verkefna og viðburða á málefnasviðum ráðuneytisins“. Frjáls félagasamtök geta sótt um þá styrki en um þá gilda úthlutunarreglur sem birtar eru á heimasíðu ráðuneytisins.

     3.      Fer fram mat á árangri af styrkveitingunum?
    Við meðferð styrkveitinga er horft til reglugerðar um styrkveitingar ráðherra. Ekki fer fram mat á árangri þeirra styrkveitinga sem hér hafa verið taldar upp. Um er að ræða lágar upphæðir sem yfirleitt eru veittar úr styrkjapottinum „Styrkir til verkefna og viðburða á málefnasviðum ráðherra“ sem ekki eru til lengri tíma en fjárlagaárs.