Ferill 1108. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1660  —  1108. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um heilbrigðisþjónustu fyrir útlendinga sem sætt hafa niðurfellingu réttinda.

Frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur.


     1.      Hvaða heilbrigðisþjónusta er í boði fyrir útlendinga sem sætt hafa niðurfellingu réttinda á grundvelli 8. mgr. 33. gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016?
     2.      Hversu margir einstaklingar í þessari stöðu hafa leitað eftir heilbrigðisþjónustu og verið vísað frá eftir gildistöku laga nr. 14/2023?
     3.      Hver greiðir veitta heilbrigðisþjónustu fyrir einstaklinga í þessari stöðu?
     4.      Telur ráðherra að fyrirkomulagið sé vænlegt til frambúðar?
     5.      Eru einhverjar breytingar á fyrirkomulaginu í undirbúningi í ráðuneytinu? Ef svo er, hvers eðlis eru breytingarnar og hversu langt er undirbúningur kominn?


Skriflegt svar óskast.