Ferill 929. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1688  —  929. mál.

Síðari umræða.


Nefndarálit


um tillögu til þingsályktunar um staðfestingu sameiginlegrar bókunar um fiskveiðiviðræður milli Íslands og Grænlands varðandi aðgang til makrílveiða á Norðaustur-Atlantshafi á árinu 2024.

Frá utanríkismálanefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund gesti frá matvælaráðuneyti og utanríkisráðuneyti.
    Með tillögunni ályktar Alþingi að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd sameiginlega bókun um fiskveiðiviðræður milli Íslands og Grænlands varðandi aðgang til makrílveiða á Norðaustur-Atlantshafi á árinu 2024.
    Í greinargerð með tillögunni kemur fram að bókunin, sem undirrituð var 18. desember 2023, feli í sér gagnkvæmar aðgangsheimildir til makrílveiða. Munu Ísland og Grænland veita allt að tveimur skipum aðgang að efnahagslögsögu hvors um sig til veiða á allt að tíu þúsund tonnum af makríl úr eigin aflamarki, svo fremi sem hvorugur aðili geri hlutasamning um stofninn. Verði annað hvort ríkið aðili að hlutasamningi er heimilt að segja bókuninni upp. Aðilar eru sammála um að líta á árið 2024 sem reynslutímabil og verður þörf á hugsanlegri endurskoðun metin í lok árs 2024 eða í byrjun árs 2025.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.
    Birgir Þórarinsson, Logi Einarsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 10. maí 2024.

Diljá Mist Einarsdóttir,
form.
Bjarni Jónsson, frsm. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir.
Jakob Frímann Magnússon. Jón Gunnarsson. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.