Ferill 691. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1692  —  691. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð sakamála, lögum um meðferð einkamála og lögum um gjaldþrotaskipti o.fl. (miðlun og form gagna, fjarþinghöld, birting ákæra o.fl.).

Frá allsherjar- og menntamálanefnd.


     1.      Í stað orðsins „eftirgerð“ í j-lið 8. gr. komi: eftirrit.
     2.      Í stað orðanna „a-lið“ í c-lið 9. gr. komi: b-lið.

Greinargerð.

    Nefndin leggur til tvær minni háttar lagfæringar á frumvarpinu, tæknilegs eðlis. Í stað orðsins „eftirgerð“ í j-lið 8. gr. komi orðið „eftirrit“ svo að fært sé til samræmis við texta í 6. mgr. 16. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008. Þá breytist tilvísun til a-liðar í c-lið 9. gr. frumvarpsins í b-lið svo að vísað verði til rétts stafliðar í 2. mgr. 17. gr. sömu laga.