Ferill 1023. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1702  —  1023. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Diljá Mist Einarsdóttur um yfirvinnu ríkisstarfsmanna.


     1.      Hvert var hlutfall yfirvinnu af heildarlaunum ríkisstarfsmanna sem fengu greiddar yfirvinnustundir á árinu 2023, sundurliðað eftir stofnunum? Átt er við þær ríkisstofnanir þar sem launavinnslu er sinnt af Fjársýslunni.
    Í launakerfi ríkisins hafa laun verið flokkuð í dagvinnulaun, yfirvinnulaun, vaktaálag og önnur laun. Störf eru einnig flokkuð í dagvinnu, vaktavinnu og tímavinnu. Í eftirfarandi yfirliti eru taldar til allar launategundir sem flokkast undir yfirvinnu og miðað er við störf sem teljast til dagvinnu- og vaktavinnu, en undanskilið er tímavinnufólk. Stofnanir eru ekki meðtaldar ef stöðugildi eru 10 eða færri á árinu 2023 og einnig er miðað við að hlutfall yfirvinnu nái a.m.k. 1% af heildarlaunum stofnunar. Stofnunum er raðað í stafrófsröð. Gögnin eru sótt í launakerfi Fjársýslu ríkisins fyrir árið 2023. Yfirvinnulaun eru sett í hlutfall við heildarlaun og reiknað meðaltal á stöðugildi þeirra sem fengu greidda yfirvinnu. Yfirlitið sýnir hlutfall yfirvinnulauna af heildarlaunum þeirra starfsmanna sem fengu greitt fyrir yfirvinnu á árinu 2023.

Alþingi 17,3%
Barna- og fjölskyldustofa 7,9%
Borgarholtsskóli 24,2%
Dómsmálaráðuneyti, aðalskrifstofa 11,0%
Embætti forseta Íslands 25,9%
Fangelsismálastofnun ríkisins 15,3%
Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, aðalskrifstofa 9,2%
Fiskistofa 22,8%
Fjarskiptastofa 4,9%
Fjármála- og efnahagsráðuneyti, aðalskrifstofa 16,4%
Fjársýsla ríkisins 9,8%
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra 23,3%
Fjölbrautaskóli Snæfellinga 4,0%
Fjölbrautaskóli Suðurlands 19,8%
Fjölbrautaskóli Suðurnesja 27,0%
Fjölbrautaskóli Vesturlands 16,4%
Fjölbrautaskólinn Ármúla 14,5%
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 30,0%
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ 24,0%
Flensborgarskóli 11,2%
Forsætisráðuneyti, aðalskrifstofa 13,6%
Framhaldsskólinn á Húsavík 8,1%
Framhaldsskólinn á Laugum 8,6%
Framhaldsskólinn í A-Skaftafellssýslu 5,3%
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ 6,8%
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum 12,8%
Framkvæmdasýsla ríkisins 10,1%
Geislavarnir ríkisins 12,4%
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála 9,4%
Hafrannsóknastofnun 13,2%
Hagstofa Íslands 11,6%
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti, aðalskrifstofa 11,1%
Háskóli Íslands 13,3%
Háskólinn á Akureyri 10,4%
Heilbrigðisráðuneyti, aðalskrifstofa 8,3%
Heilbrigðisstofnun Austurlands 9,1%
Heilbrigðisstofnun Norðurlands 10,2%
Heilbrigðisstofnun Suðurlands 10,9%
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 10,3%
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða 7,2%
Heilbrigðisstofnun Vesturlands 11,2%
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins 7,6%
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands 5,5%
Héraðsdómstólar 5,3%
Héraðssaksóknari 21,4%
Hólaskóli – Háskólinn á Hólum 11,6%
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 9,0%
Innviðaráðuneyti, aðalskrifstofa 10,8%
Íslenski dansflokkurinn 4,5%
Kvennaskólinn í Reykjavík 19,0%
Kærunefnd útlendingamála 6,3%
Landbúnaðarháskóli Íslands 10,9%
Landgræðsla ríkisins 6,3%
Landhelgisgæsla Íslands 21,0%
Landlæknir 3,4%
Landmælingar Íslands 5,5%
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn 8,8%
Landspítali 13,8%
Landsréttur 9,8%
Listasafn Íslands 9,5%
Lögreglustjórinn á Austurlandi 12,6%
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu 22,0%
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra 17,4%
Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra 19,0%
Lögreglustjórinn á Suðurlandi 17,6%
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum 16,4%
Lögreglustjórinn á Vestfjörðum 14,7%
Lögreglustjórinn á Vesturlandi 14,4%
Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum 15,5%
Matvælaráðuneyti, aðalskrifstofa 11,1%
Matvælastofnun 11,6%
Menningar- og viðskiptaráðuneyti, aðalskrifstofa 11,0%
Mennta- og barnamálaráðuneyti, aðalskrifstofa 10,6%
Menntamálastofnun 6,3%
Menntaskólinn að Laugarvatni 6,0%
Menntaskólinn á Akureyri 13,1%
Menntaskólinn á Egilsstöðum 13,6%
Menntaskólinn á Ísafirði 17,5%
Menntaskólinn á Tröllaskaga 20,8%
Menntaskólinn í Kópavogi 18,8%
Menntaskólinn í Reykjavík 12,8%
Menntaskólinn við Hamrahlíð 17,8%
Menntaskólinn við Sund 15,8%
Náttúrufræðistofnun Íslands 6,4%
Orkustofnun 11,1%
Persónuvernd 6,3%
Rannsóknamiðstöð Íslands 8,7%
Ráðgjafar- og greiningarstöð 4,7%
Ríkisendurskoðun 11,2%
Ríkislögreglustjóri 23,6%
Samgöngustofa 10,2%
Samkeppniseftirlitið 22,1%
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra 7,3%
Sinfóníuhljómsveit Íslands 3,8%
Sjúkrahúsið á Akureyri 14,2%
Sjúkratryggingar Íslands 8,4%
Skatturinn 13,1%
Skipulagsstofnun 6,4%
Skógrækt ríkisins 12,6%
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum 5,8%
Sýslumaður höfuðborgarsvæðisins 2,2%
Sýslumaður Norðurlands eystra 2,6%
Sýslumaður Suðurlands 7,1%
Sýslumaður Vesturlands 6,0%
Tilraunastöð Háskólans að Keldum 7,8%
Tryggingastofnun ríkisins 6,4%
Umboðsmaður Alþingis 9,9%
Umboðsmaður skuldara 11,8%
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, aðalskrifstofa 12,8%
Umhverfisstofnun 8,6%
Utanríkisráðuneyti, aðalskrifstofa 12,7%
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála 18,9%
Útlendingastofnun 5,7%
Vatnajökulsþjóðgarður 4,0%
Veðurstofa Íslands 8,4%
Vegagerðin 18,6%
Verkmenntaskóli Austurlands 16,6%
Verkmenntaskólinn á Akureyri 24,1%
Vinnueftirlit ríkisins 9,8%
Vinnumálastofnun 6,2%
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum 8,3%
Þjóðleikhúsið 18,3%
Þjóðminjasafn Íslands 8,4%
Þjóðskjalasafn Íslands 6,4%
Þjóðskrá Íslands 4,9%
     Heimild: Launakerfi Fjársýslu, framsetning Kjara- og mannauðssýsla ríkisins (KMR).

     2.      Hver var meðalfjöldi yfirvinnustunda þeirra ríkisstarfsmanna sem fengu greiddar yfirvinnustundir á árinu 2023? Svar óskast sundurliðað eftir fastri yfirvinnu annars vegar og annarri yfirvinnu hins vegar.
    Meðalfjöldi yfirvinnustunda þeirra starfsmanna sem fengu greiddar yfirvinnustundir er reiknaður sem meðaltal á hvert stöðugildi. Stöðugildi er mælikvarði á starfshlutfall og einstaklingur í fullu starfi yfir heilt ár hefur gildið 1 á þessum mælikvarða. Meðaltal í eftirfarandi töflu sýnir meðaltal greiddra stunda á stöðugildi á ári og á mánuði. Starfsfólk í dagvinnu og vaktavinnu sem fær greidda fasta yfirvinnu er að meðaltali með 211 stundir á ári fyrir hvert stöðugildi, en það svarar til 17,6 stunda að meðaltali á mánuði fyrir þann hóp. Starfsfólk sem fær aðra yfirvinnu en fasta fær að meðaltali 151 stund á ári, eða sem svarar til 12,6 stunda að meðaltali á mánuði. Meðalfjöldi yfirvinnutíma er hér reiknaður miðað við fjölda stöðugilda í hverjum hóp fyrir sig. Eingöngu eru talin með stöðugildi þeirra sem fengu greidda yfirvinnu.

Stundir á stg. á ári Stundir á stg. á mán.
Föst yfirvinna 211 17,6
Önnur yfirvinna 151 12,6
Meðaltal 205 17,0
    Heimild: Launakerfi Fjársýslu, framsetning Kjara- og mannauðssýsla ríkisins (KMR).

     3.      Hver er stefna ráðuneytisins varðandi yfirvinnugreiðslur hjá ríkinu?
    Fjármála- og efnahagsráðuneytið annast málefni mannauðsmála ríkisins og gerð kjarasamninga en forstöðumenn stofnana ríkisins fara með framkvæmd starfsmannamála og ákvörðun launa á sinni stofnun. Ráðuneytið leiðbeinir jafnframt stofnunum um framkvæmd kjarasamninga. Í kjarasamningum við starfsmenn ríkisins hefur á undanförnum árum verið samið um vinnutímabreytingar í nafni betri vinnutíma og er eitt af megin markmiðum þess verkefnis að yfirvinna minnki. Því hefur verið beint til stofnana að vinna að því með innleiðingu betri vinnutíma að draga úr yfirvinnu þannig að hlutfall yfirvinnu af heildarlaunakostnaði lækki.