Ferill 1121. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Prentað upp.

Þingskjal 1723  —  1121. mál.
Ráðherra.




Fyrirspurn


til menningar- og viðskiptaráðherra um verklagsreglur Ríkisútvarpsins um kynferðisbrot starfsfólks og verktaka.

Frá Gísla Rafni Ólafssyni.


     1.      Hvaða verklag gildir um starfsfólk Ríkisútvarpsins þegar:
                  a.      lögð er fram kæra um kynferðisbrot sem starfsfólk er sagt hafa framið,
                  b.      birt er ákæra um kynferðisbrot sem starfsfólk er sagt hafa framið,
                  c.      starfsfólk sem í hlut á hefur verið fundið sekt um kynferðisbrot?
     2.      Hvaða verklag gildir um verktaka á vegum Ríkisútvarpsins þegar:
                  a.      lögð er fram kæra um kynferðisbrot sem verktakinn eða starfsfólk verktakans er sagt hafa framið,
                  b.      birt er ákæra um kynferðisbrot sem verktakinn eða starfsfólk verktakans er sagt hafa framið,
                  c.      verktakinn eða starfsfólk verktakans hefur verið fundið sekt um kynferðisbrot?
     3.      Eru ákvæði í verktakasamningum sem Ríkisútvarpið gerir sem lúta að kynferðisbrotum?


Skriflegt svar óskast.