Ferill 1124. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1736  —  1124. mál.




Fyrirspurn


til matvælaráðherra um námuvinnslu á hafsbotni.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Telur ráðherra ástæðu til að Ísland styðji alþjóðlegt bann við námuvinnslu á hafsbotni, sem kallað er eftir innan Alþjóðahafsbotnsstofnunarinnar, í ljósi þess hversu mikil óvissa er um umhverfisáhrif og afleiðingar af slíkri starfsemi fyrir nytjastofna og annað lífríki sjávar?
     2.      Í ljósi framkominna hugmynda Norðmanna um námuvinnslu á hafsbotni, hvað hefur ráðuneytið aðhafst frá því að ráðherra svaraði fyrirspurn um málið á yfirstandandi löggjafarþingi (430. mál)?


Munnlegt svar óskast.