Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.
82. löggjafarþing 1961–62.
Þskj. 254  —  94. mál.




ÞINGSÁLYKTUN

um ráðstafanir til að koma á 8 stunda vinnudegi verkafólks.



    Alþingi ályktar að kjósa 5 manna nefnd til að rannsaka, á hvern hátt verði með mestum árangri komið á 8 stunda vinnudegi meðal verkafólks. Skal nefndin framkvæma athugun á lengd vinnutíma verkafólks, eins og hann er nú, og áhrifum hans á heilsufar, vinnuþrek og afköst, svo og hag atvinnurekstrar. Á grundvelli þessara athugana skal nefndin gera tillögur um ráðstafanir til breytinga á vinnutilhögun og rekstrarfyrirkomulagi atvinnufyrirtækja, er gætu stuðlað að styttingu vinnudags verkafólks án skerðingar heildarlauna og að aukinni hagkvæmni í atvinnurekstri. Skulu tillögurnar miðast við að verða æskilegur samningagrundvöllur milli stéttarfélaga verkafólks og samtaka atvinnurekenda. Nefndin skal enn fremur gera tillögur um, hvernig löggjafinn geti stuðlað að ákvörðun um eðlilegan hámarksvinnutíma.
    Nefndin skal kveðja sér til ráðuneytis fulltrúa Alþýðusambands Íslands, Vinnuveitendasambands Íslands og Vinnumálasambands samvinnufélaganna og aðra fulltrúa hagsmunasamtaka, eftir því sem þörf er á. Hún skal einnig hafa heimild til að láta fara fram sérfræðilegar athuganir, sem nauðsynlegar eru að mati hennar.


Samþykkt á Alþingi 18. desember 1961.