Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.
85. löggjafarþing 1964–65.
Þskj. 650  —  65. mál.




ÞINGSÁLYKTUN

     um vigtun bræðslusíldar.



    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að skipa fimm manna nefnd til þess að athuga möguleika á því, að síld, sem lögð er í síldarverksmiðjur til bræðslu, verði keypt eftir vigt.
    Skal nefndin kynna sér, á hvern hátt sé hentugast að koma þessari skipan á, og láta framkvæma áætlun um kostnað, er leiddi af þessari breytingu, og leggja álit sitt og tillögur fyrir ríkisstjórnina eigi síðar en 1. janúar 1966. Ef álit nefndarinnar verður á þann veg, að vigtun bræðslusíldar verði tekin upp, verði að því stefnt, að hin nýja skipan verði komin í framkvæmd fyrir sumarsíldveiðar árið 1966.
    Landssamband íslenzkra útvegsmanna, Sjómannasamband Íslands, síldarverksmiðjusamtök Austur- og Norðurlands og Síldarverksmiðjur ríkisins skulu hvert fyrir sig tilnefna einn mann í nefndina, en fimmti maður skal skipaður af ríkisstjórninni án tilnefningar, og skal hann vera formaður nefndarinnar.
    Kostnaður við störf nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði.


Samþykkt á Alþingi 5. maí 1965.